Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 27—Fjárreiður heimilisins

    Drottinn vill, að fólk hans sé athugult og aðgætið. Hann vill, að það stundi sparsemi í öllum hlutum og sói engu.BS 171.1

    Þið ættuð að læra að þekkja, hvenær ætti að spara og hvenær ætti að eyða. Við getum ekki verið fylgjendur Krists nema við afneitum sjálfum okkur og lyftum upp krossinum. Á vegferð okkar ættum við að borga allt að fullu, safna saman lausum endum, hnýta fyrir trosnaðar brúnir og fá að vita nákvæmlega, hvað það er, sem við getum kallað okkar eigið. Þið ættuð að reikna saman allar þær smáupphæðir, sem varið er til eftirlátssemi við sjálfið. Þið ættuð að taka eftir því, sem notað er til þess eins að fullnægja smekknum og temja sér ranga, nautnasjúka matarlyst. Peningana, sem varið er í gagnslaust sælgæti, mætti nota til að auka á þægindi heimilisins. Þið eigið ekki að vera nízk. Þið eigið að vera heiðarleg við ykkur sjálf og við bræðurna. Að vera nízkur er að misbjóða gnóttum Guðs. Eyðslusemi er einnig ósiður. Smáupphæðirnar, er þið teljið ekki þess virði að nefna, draga sig saman að lokum.BS 171.2

    Þegar ykkar er freistað til að eyða peningunum í glingur, ættuð þið að muna eftir þeirri sjálfsafneitun og sjálfsfórn, sem Jesús sýndi til að bjarga föllnum manni. Það ætti að kenna börnum okkar að sýna sjálfsafneitun og sjálfsfórn. Ástæðan fyrir því, að svo mörgum prestum finnst þeir eiga í erfiðleikum fjárhagslega, er sú, að þeir hafa ekki hömlur á smekk sínum, matarlyst sinni og löngun. Ástæðan fyrir því, að svo margir menn verða gjaldþrota og fara óheiðarlega með fé, er sú, að þeir leitast við að fullnægja óhóflegum kröfum eiginkvenna sinna og barna. En feður og mæður ættu að sjá vandlega til þess að kenna börnum sínum sparsemi með fyrirmælum og fordæmi!BS 171.3

    Það er ekki gott að látast vera rík eða vera eitthvað fram yfir það, sem við erum — litilmótlegir fylgjendur hins auðmjúka og hógværa frelsara. Okkur má ekki líða illa, þó að nágrannar okkar byggi hús og búi þau húsgögnum á þann hátt, sem við höfum ekki leyfi til að líkja eftir. Hvernig skyldi Jesú líta á það, er hann sér okkur á eigingjarnan hátt láta eftir matarlyst okkar, geðjast gestum okkar eða fullnægja okkar eigin löngunum! Það mun reynast okkur snara að stefna að því að sýnast eða leyfa börnum okkar, sem eru undir okkar stjórn að gera það.1AH, bls. 379—384:BS 171.4

    Ekki ætti að fleygja neinu, sem hægt er að nýta. Til þess þarf vizku og fyrirhyggju og stöðuga athygli. Mér hefur verið sýnt það, að ein af ástæðunum fyrir því, að sumar fjölskyldur líða fyrir skort á nauðsynjum sé sú, að þær geta ekki sparað í hinu smáa.2CG, bls. 135:BS 171.5

    „Skuldið ekki neinum neitt”

    Margar fátækar fjölskyldur eru fátækar sökum þess að þær nota peninga sína strax og þær hafa tekið á móti þeim.BS 172.1

    Það mun reynast snara að taka og nota peninga áður en það er búið að vinna fyrir þeim, sama til hvers það er.3AH, bls. 392:BS 172.2

    Heimurinn hefur rétt á því að vænta algjörs heiðarleika hjá þeim, sem segjast vera kristnir menn samkvæmt Biblíunni. Allt okkar fólk er í hættu að vera talið óábyggilegt fyrir kæruleysi eins manns í því að gjalda það, sem honum ber.BS 172.3

    Þeir, sem segjast vera að iðka guðrækni að einhverju leyti ættu að gera fagra kenninguna, sem þeir játa, og ekki að gefa tilefni til þess, að sannleikurinn verði fyrir lasti fyrir athugalausa lífsstefnu þeirra. „Skuldið ekki neinum neitt”, segir postulinn.45T, bls. 179—182:BS 172.4

    Margir, mjög margir, hafa ekki alið sig upp til þess að halda útgjöldum sínum innan takmarka tekna sinna. Þeir læra ekki að haga sér eftir aðstæðum og fá aftur og aftur lánað og grafa sig í skuldir og verða því niðurbeygðir og sorgmæddir.5AH, bls. 374:BS 172.5

    Þið verðið að sjá það, að ekki má haga málum sínum á þann hátt að stofna til skuldar. Þegar við flækjumst í skuldir, erum við komin í eitt af netum Satans, sem hann hefur lagt fyrir sálir okkar.BS 172.6

    Verið ákveðin í því að stofna aldrei til annarrar skuldar. Neitið ykkur frekar um þúsund hluti en að komast í skuldir. Forðizt þær líkt og þið forðizt hlaupabólu.6AH, bls. 392—393:

    BS 172.7

    Það er ekki sparsemi að neita sér um nauðsynjar

    Við heiðrum ekki Guð með því að vanrækja líkamann og misbjóða honum og gera hann þannig óhæfan fyrir þjónustu hans. Það er ein af fyrstu skyldum húsmóðurinnar að annast um líkamann með því að sjá honum fyrir fæðu, sem er bragðgóð og styrkjandi. Það er mikið betra að hafa minna af dýrum og góðum húsgögnum en að skera matinn við nögl sér.BS 172.8

    Sumar húsmæður skera mat fjölskyldunnar við nögl sér til þess að hafa fyrir dýrum góðgerðum handa gestum. Þetta er óviturlegt. Góðgerðir handa gestum ættu að vera ákaflega blátt áfram. Þarfir fjölskyldunnar ættu að hafa fyrsta sess.BS 172.9

    Óviturleg sparsemi og yfirborðssiðir koma oft í veg fyrir að sýnd sé gestrisni þegar hennar er þörf og hún mundi verða að blessun. Það sem borið er fram daglega á matborðið hjá okkur ætti að vera svo vel útilátið, að hægt sé að bjóða óvæntan gest velkominn án þess að leggja þá byrði á húsmóðurina að viðhafa sérstaka fyrirhöfn.7MH, bls. 322:BS 172.10

    Sparsemi er ekki nirfilsháttur, heldur viturleg notkun á fjármunum, sökum þess að mikið verk þarf að vinna.BS 172.11

    Guð ætlast ekki til þess, að fólk hans neiti sér um það, sem því er í raun og veru nauðsynlegt til heilsu og þæginda. En hann mælir ekki með taumlausum íburði og tildri.8AH, bls. 378, 379:

    BS 173.1

    Skylda foreldranna að kenna börnunum

    Kennið börnum ykkar, að Guð hafi kröfu á öllu, sem þau eigi og að ekkert geti nokkurn tíma fellt niður kröfu hans. Allt, sem þau eiga, er þeirra eign aðeins til umsjár, til að sanna hvort þau vilji vera hlýðin. Peningar eru fjársjóður, sem þörf er á. Það á ekki að sóa þeim á þá, sem ekki þarfnast þeirra. Sumir þarfnast sjálfviljugra gjafa ykkar. Ef þið hafið vanið ykkur á óhófssamar venjur skuluð þið fjarlægja þær úr lífi ykkar eins skjótt og hægt er. Þið munuð verða gjaldþrota fyrir eilífðina, nema þið gerið þetta.9CG, bls. 134:BS 173.2

    Krókurinn hjá æskunni í dag beygist til þess að vanrækja og fyrirlíta sparsemi og blanda henni saman við nánasarhátt og þröngsýni. En sparsemi er samhljóða viðfelldnustu og frjálslyndustu skoðunum og tilfinningum. Það getur ekki verið um neitt örlæti að ræða, þar sem hún er ekki iðkuð. Enginn ætti að telja það vera fyrir neðan virðingu sína að ástunda sparsemi og finna beztu leiðina til þess að nota leifarnar.105T, bls. 400:BS 173.3

    Það ætti ekki aðeins að kenna sérhverju ungmenni og sérhverju barni að leysa ímynduð vandamál, heldur að halda nákvæma skrá yfir eigin tekjur og gjöld. Það ætti að læra rétta notkun á peningunum með því að nota þá. Hvort sem drengir eða stúlkur fá peningana hjá foreldrum sínum eða af eigin vinnu, ættu þau að læra að velja og kaupa eigin föt, bækur og aðrar nauðsynjar og með því að halda skrá yfir útgjöld sín munu þau læra betur en á nokkurn annan hátt gildi og notkun peninga. 11CS, bls. 294:BS 173.4

    Hægt er að veita börnunum óviturlega hjálp. Þeir, sem vinna fyrir skólagöngu sinni, meta forréttindi sín meira en þeir, sem fá þau á kostnað einhvers annars, því að þeir vita hvað þau kosta. Við megum ekki bera börnin okkar þar til þau verða hjálparvana byrði.BS 173.5

    Foreldrar misskilja skyldu sína, þegar þeir veita frjálslega peninga ungum manni, sem hefur líkamskrafta til að hefja prestseða læknisnám, nema hann fyrst öðlist reynslu í nytsömu og erfiðu starfi.12AH, bls. 387:BS 173.6

    Það getur stöðugt dregið úr pyngjunni, ef eiginkonan og móðirin venur sig á sjálfseftirlæti eða hana skortir háttvísi og hæfni. Samt getur sú móðir talið sig vera að gera það bezta, sökum þess að henni hefur aldrei verið kennt að halda þörfum sínum eða barna sinna í hófi og hefur aldrei öðlazt hæfni og háttvísi í mál- efnum heimilisins. Af þeim sökum gæti ein fjölskylda þarfnast tvöfalt sér til viðurværis á við það, sem nægði annarri fjölskyldu af sömu stærð.BS 173.7

    Drottni hefur þóknast að sýna mér það böl, sem leiðir af eyðsluseminni, svo að ég geti áminnt foreldrana um að kenna börnum sínum mikla sparsemi. Kennið þeim, að peningum, sem notaðir eru til þess, sem þau ekki þarfnast, er varið á rangan hátt.13AH, bls. 374, 375:

    BS 174.1

    Ráðleggingar um fjármál til eiginmanna og eiginkvenna

    Allir ættu að læra að hafa bókhald. Sumir vanrækja þetta og telja ónauðsynlegt, en það er rangt. Allar upphæðir ætti að setja fram nákvæmlega. 14AH, bls. 374:BS 174.2

    Hefðir þú sýnt sparsemi sem skyldi, gætir þú hafa átt höfuðstól í dag til þess að nota í neyðartilfellum og til þess að nota í málefnum Guðs. Í hverri viku ætti að taka frá hluta af tekjunum og ekki að snerta í neinu tilviki, nema þú liðir raunverulegan skort eða til að skila aftur til gjafarans í sjálfviljugum gjöfum til Guðs.BS 174.3

    Fjármunum þeim, sem þú hefur unnið þér inn, hefur ekki verið varið af vizku og hagsýni, þannig að eftir væri hluti til að nota í sjúkdómstilfellum eða ef fjölskylda þín missti af tekjum þeim, sem þú kemur með til þess að framfleyta henni. Fjölskylda þín ætti að hafa eitthvað til þess að byggja á, ef þú kæmist í erfiðar aðstæður.15AH, bls. 395, 396:BS 174.4

    Þið verðið að hjálpa hvert öðru. Líttu ekki á það sem dyggð að halda fast um pyngjuna og að neita að gefa eiginkonu þinni peninga.BS 174.5

    Þú ættir að ætla eiginkonu þinni ákveðna upphæð vikulega og ættir að leyfa henni að gera það, sem henni sýnist við þessa peninga. Þú hefur ekki gefið henni tækifæri til þess að nota háttvísi sína og smekk, sökum þess að þú hefur ekki viðeigandi skilning á stöðu þeirri, sem eiginkona á að skipa. Eiginkonan þín hefur frábært hugarfar sem er í góðu jafnvægi.BS 174.6

    Veittu eiginkonu þinni hluta af þeim peningum, sem þú færð. Láttu hana hafa það sem hennar eign og leyfðu henni að nota þá á þann hátt, sem hún óskar. Þá fjármuni, sem hún vann sér inn hefði átt að leyfa henni að nota á þann hátt, sem hún telur beztan vera. Mikilli byrði væri lyft af huga hennar, ef hún hefði haft vissa upphæð til eigin ráðstöfunar án þess að vera gagnrýnd fyrir.16AH, bls 378.BS 174.7

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents