Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Kafli 30—Það þarf að gæta leiðanna að huganum

  Allir verða að gæta skilningarvita sinna, svo að Satan nái ekki yfirhöndinni yfir þeim, því að þau eru leiðirnar að sálinni.BS 185.1

  Þú verður að verða trúr vörður augna þinna, eyrna og allra skilningarvita þinna, ef þú ætlar að stjórna huga þínum og koma í veg fyrir, að hégómlegar og spilltar hugsanir setji blett á sálu þína. Það er einungis kraftur náðarinnar, sem getur framkvæmt þetta mjög ákjósanlega starf.BS 185.2

  Satan og englar hans eru önnum kafnir við að lama skilningarvitin svo að varnaðarorð, aðvaranir og ávítur heyrist ekki eða hafi ekki nein áhrif á hjartað til breytingar á lífinu, þó að heyrðar séu.

  BS 185.3

  Satan getur ekki jengið inngöngu inn í huga okkar án okkar samþykkis

  Guð hefur séð svo um, að okkar verði ekki freistað um megn fram heldur gefur hann með hverri freistingu undankomuleið. Ef við lifum algerlega fyrir Guð, munum við ekki leyfa okkur að vera með eigingjarnan hugarburð.BS 185.4

  Ef Satan getur með einhverju móti fengið inngöngu í hugann, mun hann sá þar illgresi sínu og láta það vaxa upp og gefa ríkulega uppskeru. Satan getur ekki í neinu tilviki fengið yfirráð yfir hugsunum, orðum og athöfnum nema við sjálf viljum ljúka upp dyrunum og leyfa honum að ganga inn. Mun hann þá stíga inn fyrir og gera sannleikann áhrifalausan með því að rífa upp allt góða sæðið, sem sáð hefir verið í hjartað.BS 185.5

  Það er ekki öruggt fyrir okkur að doka við til að hugleiða kosti þá, sem fást við það að fara eftir tillögum Satans. Synd þýðir smán og voða fyrir sérhverja sál, sem drýgði hana, en hún er blindandi og blekkjandi í eðli sínu, og hún mun ginna okkur með smjaðrandi framsetningu. Ef við vogum okkur inn á svæði Satans, höfum við enga fullvissu um vernd gegn valdi hans. Að svo miklu leyti sem við megnum, ættum við að loka hverri leið, sem freistarinn hefur til að komast að okkur.BS 185.6

  Sérhver kristinn maður verður stöðugt að standa á varðbergi og vaka við hverja leið að sálinni, þar sem Satan gæti fengið aðgang. Hann verður að biðja um guðlega hjálp og samtímis standa fastur gegn hverri tilhneigingu til syndar. Hann getur sigrað með því að sýna hugrekki, trú og þolgæði í viðleitni. En hann skyldi minnast þess, að Kristur verður að búa í honum og hann í Kristi til þess að sigur megi vinnast.BS 185.7

  Við ættum að gera allt, sem hægt er, til þess að við og börn okkar séum þar, sem við getum ekki séð óguðleikann, sem iðkaður er í heiminum. Við ættum vandlega að gæta þess, sem fyrir eyru og augu okkar ber, svo að þessir hræðilegu hlutir komist ekki inn í huga okkar. Reyndu ekki að sjá, hversu nálægt þú getur gengið hengifluginu og samt verið öruggur. Forðastu fyrstu tilkomu hættunnar. Það er ekki hægt að leika sér að velferðarmálum sálarinnar. Lunderni þitt er höfuðstóll þinn. Geymdu það eins og um gullinn fjársjóð væri að ræða. Siðferðilegs hreinleika, sjálfsvirðingar og sterks viðnámsþróttar verður stöðugt að gæta og með festu. Aldrei ætti að víkja af varðstöðunni. Að vera nærgöngull í einu tilviki, eða óaðgætinn einu sinni getur stofnað sálunni í hættu með því að opna dyr freistinganna, og þá veiklast mótstöðuaflið.1AH, bls. 401—404.BS 186.1

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents