Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 33—Gagnrýni og áhrif hennar

    Kristnir menn ættu að gæta vel orða sinna. Þeir ættu aldrei að flytja hlutdrægar frásagnir frá einum vina sinna til annars, einkum ef þeir vita, að það skortir skilning á milli þeirra. Það er grimmilegt að tala tæpitungu og gefa eitthvað í skyn eins og við vissum heilmikið um einn vin okkar eða kunningja, eitthvað, sem öðrum er ekki kunnugt um. Slíkur kvittur heldur áfram og skapar enn meiri óhagstæð áhrif en þó sagt væri blátt áfram frá staðreyndum á ýktan hátt. Hvílíkt tjón hefur söfnuðurinn ekki beðið sökum slíkra hluta! Hin ósamkvæma, óhugsaða stefna safnaðarfólksins hefur gert söfnuðinn óstöðugan sem vatn. Fólk í sama söfnuði hefur framið trúnaðarbrot, en samt ætlaði hinn seki sér ekki að valda tjóni. Skortur á vizku í vali á umræðuefni hefur gert mikinn skaða.BS 193.1

    Samtalið ætti að vera um það, sem andlegt er og guðlegt, en það hefur verið á annan veg. Ef samfundir við kristilega vini eru einkum notaðir til þess að þroska huga og hjarta, verður ekki um neina eftirsjón að ræða, og þeir geta litið til baka á samtalið með þægilegri ánægjukennd. En ef stundunum er varið í léttúð og hégómlegt tal, og dýrmætur tími er notaður til þess að kryfja líf og lunderni annarra, mun samneyti vinanna reynast verða til ills, og áhrif þín verða ilmur af dauða til dauða.12T, bls. 186, 187:

    BS 193.2

    Hugsið fallega um alla menn

    Þegar við hlýðum á ávítur á bróður okkar, tökum við upp þær ávítur. Spurningunni: „Drottinn hver fær að gista í tjaldi þínu, hver fær að búa á fjallinu þínu helga?” svaraði sálmaskáldið: „Sá, er fram gengur í sakleysi og iðkar réttlæti og talar sannleik af hjarta. Sá, er eigi talar róg með tungu sinni, eigi gjörir öðrum mein og eigi leggur náunga sínum svívirðing til.” Sálm. 15, 1—3.BS 193.3

    Hvílíka flóðöldu af slúðri mætti fyrirbyggja, ef sérhver maður minntist þess, að þeir, sem segja honum frá göllum annarra, munu jafn frjálslega kunngjöra hans eigin galla, þegar tækifæri gefst. Við ættum að leitast við að hugsa fallega um alla menn, sérstaklega bræður okkar, þar til við neyðumst til að hugsa öðruvísi. Við ættum ekki að vera skjót til að trúa illum söguburði. Slíkar sögur eru oft sprottnar af öfund eða misskilningi, eða þær kunna að spretta af ýkjum eða af því að aðeins sumar staðreyndir kunna að liggja fyrir. Þegar eitt sinn er búið að gefa öfund og tortryggni rúm, munu þær sá sér vítt um eins og fífufræ. Berist bróðir afvega, þá er kominn rétti tíminn til, að þú sýnir honum raunverulegan áhuga. Farðu til hans í vinsemd, biddu með honum og fyrir honum og mundu eftir, hversu óendanlegt gjald Kristur hefur greitt fyrir endurlausn hans. Á þennan hátt getur þú bjargað sál frá dauða og hulið fjölda synda.BS 193.4

    Tillit, orð og jafnvel raddblærinn getur verið þrunginn lygi, sem sekkur eins og járnslegin ör inn í eitthvert hjartað og særir það ólæknandi sári. Þannig má koma inn efasemdum og setja smánarblett á þann, sem Guð hefði viljað láta framkvæma gott starf, og með því er dregið úr áhrifum hans og nytsemi. Á meðal sumra dýrategunda er það þannig, að ef einn af tegundinni særist og fellur, ráðast félagar hans strax á hann og rífa hann í sig. Það ber á sama grimmilega hugarfarinu hjá körlum og konum, sem nefna nafn Krists. Þeir sýna faríseaáhuga í því að grýta aðra, sem eru minna sekir en þeir sjálfir. Það eru sumir, sem benda á galla og mistök annarra til að beina athyglinni frá eigin göllum eða til að fá orð fyrir mikinn áhuga fyrir Guði og söfnuði hans.25T, bls. 58, 59:BS 194.1

    Það væri betra að nota þann tíma í bæn, sem varið er til að gagnrýna hvatir og verk þjóna Krists. Oft er það þannig með þá, sem eru með aðfinnslur, að ef þeir vissu það sanna um þá, sem þeir finna að, mundu þeir hafa allt annað álit á þeim. Hversu mikið betra yrði það, ef allir segðu í stað þess að gagnrýna aðra: „Ég verða að vinna að minni eigin sáluhjálp. Ef ég samstarfa með honum, sem óskar að bjarga sál minni, verð ég að gæta mín dyggilega. Ég verð að fjarlægja allt illt úr lífi mínu. Ég verð að verða ný sköpun í Kristi. Ég verð að sigra hvern galla. Í stað þess að veikja þá, sem eru að berjast gegn hinu illa, get ég styrkt þá með uppörvandi orðum.”38T, bls. 83, 84:

    BS 194.2

    Öfundsjúkur maður sér ekkert gott í öðrum

    Við eigum ekki að leyfa vandræðum okkar og vonbrigðum að mergsjúga sálir okkar og gera okkur fyrtin og óþolinmóð. Það ættu ekki að vera til neinar deilur, neinar ljótar hugsanir eða illt umtal, svo að við hryggjum ekki Guð. Bróðir minn, ef þú opnar hjarta þitt fyrir öfund og illum grun, getur Heilagur andi ekki búið hjá þér. Leitaðu þeirrar fyllingar, sem er í Kristi. Starfaðu á hans vegum. Láttu hverja hugsun, orð og dáð kunngjöra hann. Þú þarft daglega skírn kærleikans, sem á dögum postulanna gerði þá að einni sál. Þessi kærleikur mun veita líkama, huga og sál heilsu. Umlyktu sál þína því andrúmslofti, sem styrkir andlegt líf. Ræktaðu með þér trú, von og hugrekki. Láttu frið Guðs ríkja í hjarta þínu.48T, bls. 191: BS 194.3

    Öfund er ekki aðeins spillt skap, heldur pest, sem kemur öllum eiginleikum úr skorðum. Hún byrjaði hjá Satan. Hann vildi vera fyrstur á himnum og hann gerði uppreisn gegn ríkisstjórn Guðs, af því að hann gat ekki haft allan þann kraft og dýrð, sem hann vildi. Hann öfundaði okkar fyrstu foreldra og leiddi þau í synd og steypti þeim og öllu mannkyninu þannig í ógæfu.BS 195.1

    Öfundsjúkur maður lokar augum sínum fyrir göfugum hæfileikum sínum og göfugum dáðum annarra. Hann er ávallt viðbúinn til þess að niðra og mistúlka það, sem er frábært. Menn játa oft aðra galla og segja skilið við þá, en það er lítil von um hinn öfundsjúka mann. Þar sem við játum með því að öfunda einhvern, að hann eða hún sé okkur æðri, leyfir stoltið ekki neinar tilslakanir. Ef tilraun er gerð til að sannfæra hinn öfundsjúka mann, verður hann enn beizkari gegn þeim, sem öfund hans beinist að, og alltof oft reynist hann vera ólæknandi.BS 195.2

    Hinn öfundsjúki maður dreifir eitri hvar sem hann fer, aðskilur vini og vekur upp hatur og uppreisn gegn mönnum og Guði. Hann leitast við að vera mestur og beztur, ekki með því að sýna hetjusama og óeigingjarna viðleitni til að ná sjálfur yfirburðatakmarki, heldur með því að standa þar sem hann er og draga úr verðleikum þeim, sem öðrum ber vegna viðleitni þeirra.BS 195.3

    Tungan, sem hefur yndi af hrekkjum og er sískrafandi og segir: Segðu mér, ég ætla að segja frá því, er að áliti Jakobs postula tendruð af helvíti. Hún dreifir eldibröndum um allt. Hverju skiptir það sögusmettuna þó að hún niðri saklausa? Hún hættir ekki sínu ljóta starfi, þó að hún eyði von og hugrekki þeirra, sem þegar eru að kikna undir byrðum sínum. Hún hugsar um það eitt að láta eftir illkvittnislegum tilhneigingum sínum. Jafnvel þeir, sem segjast vera kristnir, loka augum sínum fyrir öllu því, sem er hreint, heiðarlegt, göfugt og yndislegt og birgja sig upp af öllu því, sem er vafasamt og leiðinlegt, og kunngjöra það heiminum.55T, bls. 56, 57:

    BS 195.4

    Öfund og aðfinnslur

    Það er mér kvöl að segja, að það eru óviðráðanlegar tungur á meðal safnaðarfólksins. Það eru falskar tungur, sem næra sig á ógæfu. Það eru slóttugar, hvíslandi tungur. Það er lausmælgi, ósvífin afskiptasemi, útsmogið spaug. Í hópi sögusmettanna eru sumar, sem stjórnast af forvitni, aðrar af öfund, en margar af hatri gegn þeim, sem Guð hefur talað fyrir til að ávíta þær. Allar þessar ósamhljóma eindir eru að verki. Sumir dylja sínar raun- verulegu tilfinningar á sama tíma og aðrir eru ákafir í að kunngjöra allt, sem þeir vita eða jafnvel gruna illt um aðra.BS 195.5

    Ég sá að sjálfur andi meinsærisins, sem myndi snúa sannleika í lygi, góðu í illt og sakleysi í glæpi, er nú virkur. Satan gleðst yfir ásigkomulagi þeirra, sem segjast vera Guðs fólk. Á sama tíma og margir vanrækja sínar eigin sálir, vaka þeir ákaft yfir tækifæri til að gagnrýna aðra. Allir hafa skapgerðargalla, og það er ekki erfitt að finna eitthvað, sem öfundin getur túlkað þeim til skaða. „Núna”, segja þessir sjálfskipuðu dómarar, „höfum við staðreyndir. Við ætlum að bera á þá ásökun, sem þeir geta ekki hreinsað sig af.” Þeir bíða eftir góðu tækifæri og hefja síðan söguburðinn og taka fram fréttmetið.BS 196.1

    Þegar þær persónur, sem að eðli til hafa sterkt ímyndunarafl, bera fram röksemdir sínar, eru þær í hættu að blekkja sjálfar sig og aðra. Þær taka upp setningar, sem aðrir hafa sagt í hugsunarleysi, og hugsa ekki um, að orð kunna að hafa verið sögð hvatvíslega og þurfa því ekki að tjá hina raunverulegu hugsun þess, sem talaði. En þessar vanhugsuðu athugasemdir, sem oft eru svo léttvægar að naumast væri vert að taka eftir þeim, eru skoðaðar gegnum stækkunargler Satans, íhugaðar og endurteknar þar til hólar verða að fjöllum.BS 196.2

    Er það kristilegur kærleikur að taka upp hverja þá sögusögn, sem er á sveimi, að draga fram allt það, sem gæti varpað tortryggni á lunderni annars manns og hafa síðan yndi af því að nota það til að særa hann? Satan fagnar yfir því, þegar hann getur rægt eða sært fylgjanda Krists. Hann er „ákærandi bræðranna”. Ættu kristnir menn að veita honum aðstoð í verki hans?BS 196.3

    Alltsjáandi auga Guðs greinir galla allra og ráðandi ástríðu hvers og eins, en samt umber hann mistök okkar og hefur samúð með veikleika okkar. Hann biður fólk sitt um að ala með sér sama anda blíðu og umburðarlyndis. Sannir kristnir menn munu ekki hafa ánægju af að draga fram í dagsljósið galla og vankanta annarra. Þeir munu snúa sér frá svívirðu og ljótleika, festa hugann við það, sem er aðlaðandi og yndislegt. Hinum sanna kristna manni er það kvöl að hlýða á aðfinnslur, ávítur og fordæmingar.65T, bls. 94-96:

    BS 196.4

    Áhrif gagnrýni á leiðtoga safnaða og stofnana

    Umtal og söguburður er ein af sérstökum tækjum Satans til að koma á sundurlyndi og deilum, til að aðskilja vini og grafa undan trú margra á sannleiksgildi afstöðu okkar. Bræður og systur eru of fús til að tala um galla og ávirðingar sem þeim finnst þau sjá hjá öðrum, einkum þeim, sem hafa flutt með festu boðskap með ávítunum og aðvörunum, sem Guð hafði gefið þeim.BS 196.5

    Börn þessara möglara hlýða með opnum eyrum og taka á móti eitri óánægjunnar. Foreldrarnir eru þannig í blindni að loka þeim leiðum, sem fara mætti eftir að hjarta barnanna. Með þessu er Guð smánaður. Jesús sagði: „Svo framarlega sem þér hafið gjört þetta einum þessara minna minnstu bræðra, þá hafið þér gjört mér það.” Matt. 25, 40. Þannig er Kristi misboðið og hann lítilsvirtur af þeim, sem bera út óhróður um þjóna hans.BS 196.6

    Nöfn útvalinna þjóna Guðs hafa verið höndluð með óvirðingu og í sumum tilvikum með algerri fyrirlitningu af vissum persónum, sem bar skylda til að styðja við þau. Það hefur ekki brugðizt, að börnin heyrðu óvirðingu í ummælum foreldra sinna varðandi alvarlegar ávítur og aðvaranir þjóna Guðs. Þau hafa skilið háðsk spaugsyrði og niðrandi orðræður, sem þeim hafa borizt til eyrna öðru hverju, og það hefur leitt til þess að hið heilaga og eilífa hefur í huga þeirra verið dregið niður á stig almennra heimsmála. Hvílíkt starf eru þessir foreldrar að vinna, að gera börn sín að vantrúarmönnum, jafnvel í bernsku! Þetta er leiðin til að kenna börnunum að vera virðingarlaus og rísa upp á móti ávítum himinsins gegn syndinni.BS 197.1

    Það getur ekki verið annað en að andleg hnignun sé til staðar þar sem slíkar syndir eru fyrir hendi. Feður þessir og mæður, sem blinduð eru af óvininum, undrast það hvers vegna börn þeirra séu svo hneigð til vantrúar og efasemda gagnvart sannleika Biblíunnar. Þau undrast hvers vegna svo erfitt sé að ná til þeirra með siðferðislegum og trúarlegum áhrifum. Hefðu þau andlega sjón, mundu þau strax koma auga á, að þetta hryggilega ástand málanna er afleiðing af áhrifum þeirra eigin heimilis, afkvæmi öfundar þeirra og tortryggni. Þannig eru margir vantrúarmenn aldir upp í fjölskyldum þeirra, sem segjast vera kristnir.BS 197.2

    Það eru margir, sem hafa sérstaka nautn af því að dvelja við að ræða ímyndaða eða raunverulega galla þeirra, sem hafa þunga ábyrgð í sambandi við stofnanir Guðs málefnis. Þeir líta fram hjá því góða, sem gert hefir verið, gagni því, sem hlotizt hefur af þrotlausu starfi og mikilli helgun við málefnið og beina athyglinni að einhverjum augljósum mistökum, einhverju máli, sem sjá má, eftir að afleiðingarnar eru komnar í ljós, að hefði mátt gera með betri árangri. En sannleikurinn er sá, að hefðu þeir átt að vinna verkið, hefðu þeir annað hvort neitað að gera nokkuð í málinu undir þessum erfiðu kringumstæðum eða farið óviturlegar að en þeir, sem unnu verkið, þegar forsjón Guðs opnaði leiðina.BS 197.3

    Þessir þrjózku málæðismenn festa augun á óskemmtilegum þáttum starfsins, rétt eins og skófin festist við hrjúfan steininn. Þessar persónur eru dvergvaxnar andlega, sökum þess að þær dvelja stöðugt við mistök og galla annarra. Þeim er siðferðilega ókleift að greina góðar og göfugar athafnir, óeigingjarna viðleitni, sanna hetjudáð og sjálfsfórn. Þeir eru ekki að vaxa til að verða göfugri og háleitari í lífi sínu og von, örlátari og víðari í hugmyndum sínum og áformum. Þeir rækta ekki með sér þann kærleika, sem ætti að einkenna líf hins kristna manns. Þeim hnignar með hverjum degi, og þeir verða stöðugt þröngsýnni í hleypidómum sínum og skoðunum. Lítilmennskan og andrúmsloftið, sem umlykur þá, er eitur fyrir frið og hamingju.74T, bls. 195, 196:BS 197.4

    Sérhver stofnun mun þurfa að berjast við erfiðleika. Reynsla er leyfð til þess að prófa hjörtu fólks. Þegar mótlæti kemur yfir eitt af verkfærum Drottins, mun það sjást, hversu mikla trú við höfum á Guð og starf hans. Á slíkum stundum skyldi enginn skoða málin frá dekkstu hlið og láta í ljós efa og vantrú. Gagnrýnið eigi þá, sem bera ábyrgð. Eitrið ekki samtalið á heimilum ykkar með gagnrýni á starf Drottins. Foreldrar, sem iðka það að gagnrýna, eru ekki að leiða fram fyrir börnin sín það, sem gerir þau vitur til hjálpræðis. Orð þeirra verða til þess að kippa stoðum undan trú og trausti, ekki aðeins barnanna, heldur líka þeirra, sem eldri eru.87T, bs. 183: BS 198.1

    Stjórnendur stofnana okkar hafa það erfiða hlutverk að halda uppi reglu og að aga skynsamlega unga fólkið, sem er undir þeirra umsjá. Safnaðarfólkið getur gert mikið í því að halda uppi höndum þeirra. Þegar unga fólkið er ófúst að beygja sig undir aga stofnunarinnar eða er að einhverju leyti á öndverðum meiði við yfirboðara sína og er ákveðið að fara sínu fram, ættu foreldrarnir ekki í blindni að halda með börnum sínum og hafa samúð með þeim.BS 198.2

    Miklu betra væri það, að börnin þín liðu, betra að þau lægju í gröfum sínum, en þeim yrði kennt að taka léttum tökum þær meginreglur, sem eru grundvöllur að löghlýðni við sannleikann, við náungann og við Guð.97T, bs. 185, 186:

    BS 198.3

    Einungis gagnrýni á sjálfið hefur hagnýtt gildi

    Ef allir þeir, sem segjast vera kristnir, notuðu rannsóknarhæfileika sína til að sjá, hvaða ranglæti þyrfti að leiðrétta hjá þeim sjálfum í stað þess að tala um galla annarra, yrði heilbrigðara ástand í söfnuðinum í dag. Þegar Drottinn safnar saman gimsteinum sínum, verður litið með ánægju á hina sönnu, hreinskilnu og heiðvirðu. Englar eru önnum kafnir við að gera kórónur handa slíkum, og í stjörnukórónum þeirra mun endurspeglast með glæsibrag það ljós, sem skín frá hásæti Guðs. Drottinn er að prófa og reyna fólk sitt. Þú mátt vera eins strangur og gagnrýninn við eigin skapgerðargalla og þú vilt, en vertu vingjarnlegur, meðaumkunarsamur og kurteis við aðra. Spyrðu á hverjum degi: Er ég heill yzt sem innst, eða er ég falskur í hjarta? Biddu Drott- in að bjarga þér frá öllum blekkingum í þessu atriði. Eilíf örlög eru í veði. Á sama tíma og margir leitast eftir heiðri og ávinningi, skuluð þið, bræður mínir, vera með ákafa að leita eftir fullvissunni um kærleika Guðs og hrópa: Hver vill sýna mér, hvernig ég á að gera köllun mína og útvalningu vissa?BS 198.4

    Satan rannsakar vandlega höfuðsyndir manna, og síðan hefst hann handa að blekkja þá og ginna. Við erum í freistingaregninu, en það er sigur að fá fyrir okkur, ef við berjumst með karlmennsku orustu Drottins. Allir eru í hættu. En ef þið gangið í auðmýkt og í bæn munuð þið koma út úr reynslutíðinni dýrmætari en skíragull, já hreinni en Ófírgull. Ef þú ert kærulaus og biður ekki, munt þú verða sem hljómandi málmur og hvellandi bjalla.105T, bs. 96-98.BS 199.1

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents