Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Kafli 10—Trú á persónulegan Guð

  Það mun koma í ljós á lokaskiladegi, að Guð hefur þekkt hvern með nafni. Það er ósýnilegt vitni að hverri athöfn lífsins. „Ég þekki verkin þín”, segir hann, sem „gengur á milli gullstiknanna sjö” (Op. 2, 1). Það er vitað, hvaða tækifæri hafa verið vanrækt og hversu viðleitni góða hirðisins hefur verið sívakandi við að leita þeirra, sem reikuðu á villigötum, og við að leiða þá aftur á stig öryggis og friðar. Aftur og aftur hefur Guð kallað á eftir hinum skemmtanafíknu, aftur og aftur hefur hann látið ljós orðs síns leiftra yfir veg þeirra, svo að þeir gætu séð hættu sína og komizt undan. En áfram halda þeir og með grín og glens á vör þokast þeir áfram breiða veginn, þar til að lokum náðartími þeirra endar. Vegir Guðs eru réttlátir og sannir og þegar úrskurður er kveðinn upp gegn þeim, sem léttvægir eru fundnir, mun hver munnur þagna.15T, bls. 435:BS 82.1

  Sá voldugi kraftur, sem verkar í allri náttúrunni og heldur öllu uppi, er ekki, eins og sumir vísindamenn hafa viljað vera láta, einungis meginregla, sem læsir sig um allt eða hreyfikraftur. Guð er andi, en samt er hann persóna, því að maðurinn var gerður í hans mynd.BS 82.2

  Handaverk Guðs í náttúrunni eru ekki Guð sjálfur í náttúrunni. Náttúran er tjáning á lunderni Guðs. Fyrir hana getum við skilið kærleika Guðs, kraft hans og dýrð, en við eigum ekki að skoða náttúruna sem Guð. Vegna listahæfni sinnar geta menn leitt fram fögur verk, hluti, sem gleðja augað. Og þessir hlutir veita okkur nokkuð af hugmynd hönnuðarins. En smíðisgripurinn er eigi maðurinn. Það er eigi verkið, heldur verkamaðurinn, sem er álitinn heiðurs verður. Á sama hátt má segja, þó að náttúran sé tjáning á hugsun Guðs, að það sé eigi náttúran, heldur Guð náttúrunnar, sem eigi að upphefja.BS 82.3

  Við sköpun mannsins kom í ljós kraftur persónulegs Guðs. Er Guð skapaði manninn í sinni mynd, var mannslíkaminn fullkominn að öllu leyti, en lífvana. Þá var það, að persónulegur Guð, sem hafði lífið í sjálfum sér, andaði inn í þennan líkama lífsandanum og þá varð maðurinn lifandi vera, viti borin og andaði. Allir hlutar líkamskerfisins tóku til starfa. Hjartað, slagæðarnar, bláæðarnar, tungan, hendurnar, fæturnir, skilningarvitin og skynjun hugans — allt hóf starfsemi sína og allt var sett undir lög. Maðurinn varð lifandi sál. Fyrir Jesúm Krist skapaði persónulegur Guð manninn og gæddi hann viti og krafti.BS 82.4

  Efnið í okkur var eigi hulið fyrir honum, er við vorum gerð í leyndum. Augu hans litu efni okkar, enn ómótað og í bók hans voru allir limir okkar skráðir, meðan þeir voru enn ekki orðnir til.BS 83.1

  Guð ætlaðist til, að maðurinn, kóróna sköpunarverksins, tjáði hugsun hans og birti dýrð hans fremur en allar lægri lífverur. En maðurinn á ekki að upphefja sjálfan sig sem Guð.28T, bls. 263-273.

  BS 83.2

  Guð faðir opinberaður í Kristi

  Guð hefur opinberað sig sem persónulega veru í syni sínum. Jesús, skinið af dýrð föðurins „og ímynd veru hans” (Heb. 1,3), var hér á jörðu í líkingu manns. Hann kom sem persónulegur frelsari í heiminn. Sem persónulegur frelsari steig hann upp til himna. Sem persónulegur frelsari innir hann af hendi meðalgangarastarfið í himinsölum. „Einhver, líkur manns-syni” (Op. 1, 13) þjónar fyrir okkur frammi fyrir hásæti Guðs.BS 83.3

  Kristur, ljós heimsins, hjúpaði ægibirtu guðdóms síns og kom til að búa sem maður meðal manna, svo að þeir gætu kynnzt skapara sínum án þess að farast. Enginn maður hefur nokkru sinni séð Guð nema eins og hann er opinberaður fyrir Krist.BS 83.4

  Kristur kom til að kenna mönnum það, sem Guð vill að þeir viti. í himinhvelfingunni, á jörðu niðri og í víðum vötnum hafsins má sjá handaverk Guðs. Allt hið skapaða vitnar um kraft hans, vizku og kærleika. En eigi getum við lært af stjörnum, höfum eða fossum um persónuleika Guðs eins og hann er opinberaður í Kristi.BS 83.5

  Guð sá, að þörf var á greinilegri opinberun en náttúrunni til að birta bæði persónuleika hans og lunderni. Hann sendi son sinn í heiminn til að opinbera eðli og eiginleika hins ósýnilega Guðs, að svo miklu leyti sem sjón mannsins gæti borið slíkt.BS 83.6

  Hefði Guð viljað sýna, að hann dveldi persónulega í hinum ýmsu hlutum í náttúrunni — í blóminu, í trénu, í grasnálinni — mundi Kristur þá eigi hafa talað um þetta við lærisveina sína, meðan hann var hér á jörðunni? En aldrei er talað þannig um Guð í kenningu Krists. Kristur og postularnir kenndu greinilega sannleikann um tilvist persónulegs Guðs.BS 83.7

  Kristur opinberaði allt það um Guð, sem syndugar mannverur gátu borið, án þess að eyðast. Hann er hinn guðlegi kennari, fræðarinn. Hefði Guð álitið okkur hafa þörf fyrir aðrar opinberanir en þær, sem veittar voru fyrir Krist og í hinu ritaða orði, mundi hann hafa látið þær í té.BS 83.8

  Kristur veitir mönnum kraft til að verða synir Guðs

  Kynnum okkur orðin, sem Kristur mælti í loftstofunni nóttina fyrir krossfestinguna. Reynslustund hans var á næstu grösum og hann leitaðist við að hugga lærisveina sína, sem áttu eftir að verða fyrir grimmilegum freistingum og reynslu.BS 84.1

  Lærisveinarnir skildu eigi enn orð Krists um samband hans við Guð. Mikið af kenningu hans var enn myrkri hulið fyrir þeim. Þeir höfðu spurt margra spurninga, sem sýndu fákunnáttu þeirra um samband Guðs við þá og við áhugamál þeirra í nútíð og framtíð. Kristur vildi, að þeir hefðu skýrari og greinilegri þekkingu á Guði.BS 84.2

  Þegar Heilagur andi kom yfir lærisveinana á hvítasunnudeginum, öðluðust þeir skilning á þeim sannleiksatriðum, sem Kristur hafði talað í dæmisögum. Kenningar þær, er höfðu verið þeim sem lokuð bók, urðu nú skýrar. Skilningurinn, sem þeim veittist fyrir úthellingu Andans, kom þeim til að fyrirverða sig fyrir furðukenningar sínar. Tilgátur þeirra og túlkanir voru heimska ein í samanburði við þekkingu þá á himneskum hlutum, sem þeir nú fengu. Þeir voru leiddir af Andanum og ljós skein nú í áður myrkvað hugskot þeirra.BS 84.3

  En lærisveinarnir höfðu eigi enn fengið fyrirheit Krists að fullu uppfyllt. Þeir öðluðust alla þá þekkingu á Guði, sem þeir voru menn til að taka á móti, en algjör uppfylling þess fyrirheits, að Kristur sýndi þeim greinilega föðurinn, var enn ókomin. Þannig er það í dag. Þekking okkar á föðurnum er í molum og ófullkomin. Þegar baráttan er á enda og maðurinn Jesús Kristur viðurkennir frammi fyrir föðurnum sína dyggu verkamenn, sem hafa í heimi syndarinnar borið trúan vitnisburð um hann, munu þeir öðlast skýran skilning á því, sem er þeim nú hulin ráðgáta.BS 84.4

  Kristur tók með sér til himinsala mannJegt eðli sitt dýrlegt gjört. Þeim, sem taka á móti honum, gefur hann kraft til að verða synir Guðs, svo að Guð geti að lokum tekið á móti þeim sem sinni eiginlegu eign, er dvelji hjá honum um eilífð. Ef þeir eru í þessu lífi hollir Guði, munu þeir að lokum „sjá ásjónu hans og nafn hans mun vera á ennum þeirra”. (Op. 22, 4) Og hver er hamingja himinsins nema það að sjá Guð? Hvaða meiri fögnuður gæti veitzt syndara, sem frelsaður er fyrir náð Krists en sá, að líta ásjónu Guðs og þekkja hann sem föður?

  BS 84.5

  Guð hefur áhuga á hverju einstöku barni sínu

  Ritningin greinir skýrt frá sambandinu milli Guðs og Krists og opnar jafn skýrt sjónum manna persónuleika og einstaklingseðli hvors um sig.BS 84.6

  Guð er faðir Krists. Kristur er sonur Guðs. Kristi hefur verið veitt tignarstaða. Hann hefur verið gerður jafn föðurnum. Öll ráðsályktun föðurins er syninum sem opin bók.BS 85.1

  Þessi sameining er einnig tjáð í sautjánda kapítula Jóhannesarguðspjalls, í bæn Krists fyrir lærisveinum sínum:BS 85.2

  „En ég bið ekki einungis fyrir þessum, heldur og fyrir þeim, sem trúa á mig fyrir orð þeirra. Allir eiga þeir að vera eitt — eins og þú faðir, ert í mér og ég í þér, eiga þeir einnig að vera í okkur, til þess að heimurinn skuli trúa að þú hafir sent mig. Og dýrðina, sem þú hefir gefið mér, hefi ég gefið þeim, til þess að þeir séu eitt eins og við erum eitt — ég í þeim og þú í mér — svo skulu þeir vera fullkomlega sameinaðir, til þess að heimurinn skuli komast að raun um að þú hefir sent mig og að þú hefir elskað þá eins og þú hefir elskað mig.” Jóh. 17, 20—23.BS 85.3

  Dásamleg umsögn! Sameiningin milli Krists og lærisveina hans rýrir persónueinkenni hvorugs aðila um sig. Þeir eru eitt í tilgangi, í huga, í lunderni, en ekki í persónu. Á þann hátt eru Guð og Kristur eitt . . .BS 85.4

  Himinn og jörð lúta boði Guðs og hann þekkir þarfir okkar. Við sjáum aðeins skamman veg framundan, „en allt er bert og öndvert augum hans, sem hér um ræðir” (Heb. 4, 13). Ofar gyllisýnum jarðar situr hann á veldisstóli sínum. Allir hlutir eru opnir guðlegu tilliti hans og frá hinum mikla og rósama eilífðarbústað sínum býður hann það, sem forsjón hans sér bezt vera.BS 85.5

  Ekki fellur einn spörfugl til jarðar án þess að faðirinn viti um það. Hatur Satans gegn Guði leiðir hann til að fagna yfir því að eyða jafnvel mállausum skepnunum. Það er aðeins fyrir vernd Guðs og umhyggju, að fuglarnir halda lífi til að gleðja okkur með gleðisöngvum sínum. En hann gleymir ekki einu sinni spörfuglunum. „Verið því óhræddir. Þér eruð meira verðir en margir spörvar” (Matt. 10, 31).28T, bls. 263-273.BS 85.6

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents