Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 55— Heilbrigðisstarfið

    Trúboðsstarf við heilbrigðismál er frumherjastarf fagnaðarerindisins, þær dyr sem sannleikur fyrir þennan tíma á að komast inn um á mörg heimili. Guðs fólk á að vera sannir trúboðar heilbrigðismála, því að það á að læra að sinna þörfum bæði sálar og líkama. Starfsmenn okkar eiga að sýna algjöra óeigingirni þar sem þeir fara með þá þekkingu og reynslu sem hlýst við hagnýt störf til að veita sjúkum meðhöndlun. Er þeir ganga frá einu húsinu til annars munu þeir finna leið að hjörtum margra. Það mun nást til margra sem annars mundu aldrei fá að heyra fagnaðarerindið. Fræðsla um meginreglur heilsuumbótar mun gera mikið til þess að fjarlægja hleypidóma gegn trúboðsstarfi okkar. Læknirinn mikli, upphafsmaður trúboðsstarfs á heilbrigðissviðinu mun blessa alla sem þannig leitast við að láta í té sannleikann fyrir þessa tíma.BS2 365.1

    Lækning á líkama er fólgin í boði fagnaðarerindisins. Er Kristur sendi lærisveina sína út í fyrstu kristniboðsferð þeirra bað hann þá: „En á ferðum yðar skuluð þér prédika og segja: himnaríki er í nánd. Læknið sjúka, vekið upp dauða, hreinsið líkþráa, rekið út illa anda. Ókeypis hafið þér meðtekið, ókeypis skuluð þér af hendi láta.” Matt. 10, 7. 8.BS2 365.2

    Það þarf engar umbætur að gera á þessu guðlega boði. Það er ekki hægt að bæta aðferðir Krists við að setja fram sannleikann. Frelsarinn lét lærisveinunum í té hagnýta lexíu og kenndi þeim að starfa á þann hátt að sálir gætu fagnað í sannleikanum. Hann hafði samúð með þeim sem voru þreyttir, þunga hlaðnir og þjáðir. Hann gaf hinum hungruðu að borða og læknaði sjúka. Hann var stöðugt á ferðinni til að gera gott. Með því góða sem hann gerði, með ástríkum orðum og vingjarnlegum dáðum túlkaði hann fagnaðarerindið fyrir mönnum.BS2 365.3

    Starfi Krists fyrir manninn er ekki lokið. Það heldur áfram í dag. Á líkan hátt eiga sendiboðar hans að prédika fagnaðarerindið og opinbera samúðarfullan kærleika hans sálum sem eru týndar og að glatast. Með óeigingjörnum áhuga á þeim sem þarfnast hjálpar eiga þeir að sýna á hagnýtan hátt þann sannleika sem er í fagnaðarerindinu. Það felst margt annað í þessu starfi en ræðuhöld. Trúboð um heiminn er það starf sem Guð hefur gefið þeim sem framganga í nafni hans. Þeir eiga að vera samstarfsmenn Krists, og opinbera þeim sem eru að farast blíðan og samúðarfullan kærleika hans. Guð kallar á þúsundir til að starfa með honum, ekki með prédikunum yfir þeim sem þekkja sannleikann fyrir þessa tíma heldur með því að aðvara þá sem aldrei hafa heyrt hinn síðasta náðarboðskap. Starfið með hjörtu sem fyllt éru af einlægri þrá eftir sálum. Vinnið trúboðsstarf á heilbrigðissviðinu. Þannig munuð þið fá aðgang að hjörtum fólksins og vegurinn mun verða ruddur fyrir ákveðnari boðun sannleikans.1CH, bls. 497—499;

    BS2 365.4

    Stofnanir á að setja á fót

    Það eru margir staðir sem þurfa á að halda trúboðsstarfi fagnaðarerindisins á heilbrigðissviðinu og mörgum litlum stofnunum þarf að koma á fót. Guð ætlast til þess að heilsuhæli okkar séu tæki til að ná til hátt settra og lágt settra, rikra og fátækra. Þeim á að stjórna á þann hátt að fyrir starf þeirra sé vakinn áhugi á þeim boðskap sem Guð hefur sent heiminum.2CH, bls. 501;Starfið fyrir líkama og sál á að blandast saman og leiða hina hrjáðu til að treysta á mátt hins himneska læknis. Þegar þeir sem veita viðeigandi meðhöndlun biðja einnig um læknandi náð Krists koma þeir inn trú í huga sjúklinganna. Þeirra eigin lífsstefna mun vera hvatning fyrir þá sem töldu mál sín vera vonlaus.BS2 366.1

    Það er í þessum tilgangi sem heilsuhæli okkar voru stofnuð — að veita vonlausum hugrekki með því að tengja trúarbænina viðeigandi meðhöndlun og fræðslu í réttu líferni bæði líkamlegu og andlegu. Fyrir slíkt starf endurfæðast margir. Læknarnir í heilsuhælum okkar eiga að láta í té hinn skýra boðsakp fagnaðarerindisins um lækningu sálarinnar. 3MM, bls. 248;

    BS2 366.2

    Frumherjastarf fagnadarerindisins

    Ef við ætlum okkur að hefja upp siðferðlsstaðalinn í því landi sem við erum kölluð til að fara til verðum við að byrja á því að leiðrétta líkamlegar venjur fólksins.4CH, bls. 505;BS2 366.3

    Trúboðsstarf á heilbrigðissviðinu flytur mannkyninu fagnaðarerindið um lausn frá þjáningum. Það er frumherjastarf fagnaðarerindisins. Það er fagnaðarerindið í iðkun, samúð Krists kunngjörð. Mikil þörf er á þessu starfi og heimurinn er opinn fyrir það. Guð gefi að þýðing trúboðsstarfs á heilbrigðissviðinu verði skilin og að farið verði tafarlaust inn á ný svæði. Þá mun starf prestanna verða eftir skipan Drottins. Hinir sjúku munu verða læknaðir og fátækir og þjáðir hljóta blessun.5MM, bls. 239;BS2 367.1

    Þú munt kynnast miklum hleypidómum, miklu af fölskum áhuga og rangnefndri guðhræðslu en bæði heima og erlendis munt þú finna fleiri hjörtu sem Guð hefur verið að undirbúa fyrir saeði sannleikans en þú ímyndaðir þér og þeir munu fagna yfir hinum guðlega boðskap þegar hann er boðaður þeim.6CH, bls. 502;BS2 367.2

    Trúboðsstarfið á heilbrigðissviðinu hefur aldrei verið sýnt mér á neinn annan hátt en að það hafi sömu afstöðu til starfsins sem heildar og handleggur til líkama. Þjónusta fagnaðarerindisins er stofnuð til boðunar sannleikans og til að framkvæma störf fyrir sjúka og heilbrigða. Þetta er líkaminn, trúboðsstarfið á heilbrigðissviðinu er armurinn og Kristur er höfuðið yfir öllu. Þannig hefur málið verið sýnt mér.BS2 367.3

    Byrjið á því að vinna kristniboðsstarf á heilbrigðissviðinu og notið þau tækifæri sem ykkur standa til boða. Þið munuð finna að þannig opnast leiðir til þess að ljúka upp Biblíunni. Hinn himneski faðir mun setja ykkur í samband við þá sem þurfa að vita hvernig á að meðhöndla hina sjúku á meðal þeirra. Iðkaðu það sem þú veist um meðhöndlun sjúkdóma. Þannig er hægt að lina þjáningarnar og þú munt hafa tækifæri til að brjóta brauð lífsins fyrir hungraðar sálir. 7MM, bls. 237, 239;.

    BS2 367.4

    Það starf sem allir eiga að sameinast um

    Prestar fagnaðarerindisins eiga að taka höndum saman með þeim sem vinna trúboðsstarf á heilbrigðissviðinu, sem hefur alltaf verið mér sýnt sem það starf er á að brjóta niður hleypidóma sem eru fyrir hendi í heiminum gegn sannleikanum.BS2 367.5

    Prestur fagnaðarerindisins verður helmingi árangursríkari í starfi sínu ef hann skilur hvernig á að meðhöndla sjúkdóma.BS2 367.6

    Þjónusta fagnaðarerindisins er það að taka fólkið þar sem það er hver sem staða þeirra er og aðstæður og hjálpa þeim á allan þann hátt sem mögulegt er. Það kann að vera nauðsynlegt fyrir presta að fara inn á heimili sjúkra og segja: „Ég er tilbúinn til að hjálpa ykkur og gera það besta sem ég get. Ég er ekki læknir, en ég er prestur og ég vil gjarnan sinna þörfum sjúkra og þjáðra.” Þeir sem eru sjúkir á líkama eru næstum alltaf sjúkir á sálu og þegar sálin er sjúk þá sýkist líkaminn.BS2 367.7

    Það á engin skipting að vera á milli presta og þeirra sem vinna heilbrigðisstörf. Læknirinn ætti að vinna á jafnræðisgrundvelli með prestinum og af jafn mikilli einlægni og festu að frelsun sálna og fyrir endurreisn líkamlegrar heilsu. Sumir sem sjá ekki kostina við það að mennta æskuna til að verða læknar bæði huga og líkama, segja að tíundina ætti ekki að nota til að styðja trúboða á heilbrigðissviðinu sem helga tíma sinn því að meðhöndla sjúka. Sem svar við slíkum umsögnum er mér leiðbeint að segja að hugurinn má ekki verða svo þröngsýnn að hann geti ekki skilið aðstæðurnar eins og þær eru í raun og veru. Prestur fagnaðarerindisins sem er einnig trúboði á heilbrigðissviðinu og getur læknað líkamleg mein er miklu áhrifameiri starfsmaður heldur en sá sem getur ekki gert það. Starf hans sem prests fagnaðarerindinsins er miklu heilsteyptara.BS2 368.1

    Drottinn hefur lýst því yfir að vel menntaður læknir muni fá inngöngu í borgir okkar þar sem aðrir menn fá ekki. Kennið boðskapinn um heilsuumbót. Hann mun hafa áhrif á fólkið.BS2 368.2

    Setji skynsamur læknir fram meginreglur Biblíunnar, mun það hafa mikil áhrif á marga. Það fylgir áhrifamáttur og kraftur þeim sem sameina áhrif sín í starfi læknis og prests. Starf hans talar til betri vitundar fólksins.BS2 368.3

    Og þannig ættu læknar okkar að starfa. Þeir vinna verk Drottins þegar þeir starfa sem trúboðar og veita fræðslu í því hvernig Drottinn Jesús getur læknað sálina. Hver læknir ætti að vita hvernig á að biðja í trú fyrir sjúkum auk þess að gefa viðeigandi meðhöndlun. Á sama tíma ætti hann að starfa sem einn af prestum Guðs, að kenna iðrun og afturhvarf og hjálpræði líkama og sálar. Slík sameining starfs mun víkka reynslu hans og stórauka áhrif hans.8MM, bls. 237—247;

    BS2 368.4

    Heilbrigðisstarfið mun opna sannleikanum dyr

    Það eru mörg starfssvið sem trúboðar meðal hjúkrunarfræðinga þurfa að sinna. Það standa möguleikar opnir fyrir vel menntaða hjúkrunarfræðinga til að ganga um meðal fjölskyldna og leitast við að vekja áhuga á sannleikanum. Í nær hverju samfélagi eru stórir hópar sem sækja ekki trúarlegar samkomur. Ef á að ná til þeirra með fagnaðarerindinu verður að færa það inn á heimili þeirra. Oft er eina leiðin til að ná til þeirra sú að uppfylla líkamlegar þarfir þeirra. Er hjúkrunarfræðingar sem vinna trúboðsstörf annast sjúka og draga úr bágindum fátækra, munu þeir finna mörg tækifæri til að biðja með þeim og lesa fyrir þá orð Guðs og tala um frelsarann. Þeir geta beðið fyrir og með hjálparvana mönnum sem hafa ekki viljastyrk til þess að stjórna matarlyst sinni sem ástríðan hefur dregið niður á lægra stig. Þeir geta fært vonargeisla inn í líf þeirra kjarklausu og beygðu. Óeigingjarn kærleikur þeirra sem látinn er í ljós í athöfnum sem lýsa ósérplægnum vingjarnleika mun gera það auðveldara fyrir þetta líðandi fólk að trúa á kærleika Krists.BS2 368.5

    Mér hefur verið sýnt að með trúboðsstarfi á heilbrigðissviðinu munum við finna í djúpum niðurlægingarinnar menn sem einu sinni áttu til að bera gott hugarfar og mikla hæfileika sem verður bjargað frá spilltu ástandi sínu með viðeigandi starfi. Það er sannleikurinn eins og hann er í Jesú sem á að boða mönnum eftir að annast hefur verið um þá af samúð og uppfylltar líkamlegar þarfir þeirra. Heilagur andi vinnur og samstarfar með mannlegum verkfærum sem eru að vinna fyrir slíkar sálir og sumir munu kunna að meta það að byggja grundvöll trúar sinnar á kletti.BS2 369.1

    Hægri höndin er notuð til að opna dyr sem líkaminn getur gengið inn um. Þetta er hlutverk trúboðsstarfsins á heilbrigðissviðinu. Það á að miklu leyti að ryðja brautina fyrir því að fólk taki á móti sannleikanum fyrir þessa tíma. Handarvana líkami er gangslaus. Þegar við heiðrum líkamann verðum við einnig að heiðra hjálpandi hendur sem eru svo þýðingarmikil tæki að án þeirra getur líkaminn ekkert gert.Þannig er það með líkama sem metur lítils hægri höndina og þiggur ekki hjálp hennar að hann er ekki fær um að framkvæma neitt.BS2 369.2

    Að lifa fagnaðarerindið, að halda fram meginreglum þess — þetta er ilmur af lífi til lífs. Dyr sem hafa verið lokaðar þeim sem einungis prédika fagnaðarerindið munu opnast skynsömum trúboða á heilbrigðissviðinu. Guð nær til hjartna með því að lina líkamlegar þjáningar. Sæði sannleikans er lagt í hugann og Guð vökvar það. Mikla þolinmæði kann að þurfa áður en þetta sæði sýnir lífsmerki en að lokum sprettur það upp og ber ávöxt til eilífs lífs.9MM, bls. 238—247.BS2 369.3

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents