Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 64— Kristur, hinn mikli æðstiprestur okkar

    Réttur skilningur á þjónustunni í hinum himneska helgidómi er grundvöllur trúar okkar.1Ev., bls. 221;BS2 415.1

    Móse byggði jarðneska helgidóminn eftir þeirri fyrirmynd sem honum var sýnd á fjallinu. Hún var „ímynd komandi tíma og henni samkvæmt eru fram bornar bæði gáfur og fórnir,” og voru báðar búðir hennar „eftirmyndir þeirra hluta sem á himni eru” og er Kristur, hinn mikli æðsti prestur okkar, „helgiþjónn helgidómsins og tjaldbúðarinnar, hinnar sönnu, sem Drottinn reisti, eigi maður.” Í sýn var postulanum Jóhannesi veitt að sjá musteri Guðs á himnum og hann sá þar „sjö eldblys sem brunnu frammi fyrir hásætinu.”BS2 415.2

    Spámanninum var leyft að sjá ytri búð helgidómsins á himnum og hann sá þar „sjö eldblys” og „gullaltari” sem táknað var með gullljósastikunni og reykelsisaltarinu í helgidóminum á jörðu. Enn fremur sá hann að „musteri Guðs opnaðist” og hann leit inn fyrir innra tjaldið og sá hið allra helgasta. Hér sá hann „sáttmálsörkina” sem táknmynduð var með kistunni helgu sem Móse lét gera og hefði að geyma lögmál Guðs.BS2 415.3

    Jóhannes segist hafa séð helgidóminn á himnum. Sá helgidómur, þar sem Jesús þjónaði okkar vegna, er hin mikla fyrirmynd, sem helgidómur Móse var byggður eftir.BS2 415.4

    Musterið á himnum, dvalarstaður konungs konunganna, þar sem „þúsundir þúsunda þjóna honum, tíþúsundir tíþúsunda standa frammi fyrir honum,” musterið, sem fyllt er af dýrð hins eilífa hásætis, þar sem serafar, hinir skínandi varðmenn þess hylja ásjónur sínar í aðdáun — engin jarðnesk bygging gæti sýnt stærð þess og dýrð. Samt átti að kenna þýðingarmikil sannleiksatriði varðandi himneska helgidóminn og hið mikla starf sem þar fer fram við endurlausn mannanna í jarðneska helgidóminum og í þjónustu hans.BS2 415.5

    Eftir uppstigningu sína átti frelsari okkar að byrja starf sitt sem æðstiprestur okkar. Páll segir: „Kristur gekk ekki inn í helgidóm höndum gjörðan, eftirmynd hins sanna helgidóms, heldur inn í sjálfan himininn til þess nú að birtast fyrir augliti Guðs oss til heilla.” Eins og þjónusta Krists átti að fara fram í tveim miklum þáttum, hvor um sig að taka yfir ákveðið tímaskeið og hafa sérstakan stað í hinum himneska helgidómi, þannig átti hin táknræna þjónusta að ná yfir tvo þætti, daglega þjónustu og árlega og hvorri þjónustu um sig var helgaður hluti af tjaldbúðinni.BS2 416.1

    Eins og Kristur við uppstigningu sína birtist frammi fyrir Guði til að bera fram blóð sitt vegna iðrandi syndara þannig átti presturinn í hinni daglegu þjónustu að stökkva fórnarblóðinu fyrir syndarann í hinu helgasta.BS2 416.2

    Blóð Krists átti að leysa iðrandi syndarann undan fordæmingu lögmálsins en ekki að afmá syndina. Hún átti að standa á skrá í helgidómnum fram að lokafriðþægingardegi. Í hinni táknrænu þjónustu fjarlægði því blóð syndafórnarinnar syndina frá hinum iðrandi syndara en hún hvíldi í helgidóminum fram að friðþægingardeginum.BS2 416.3

    Á hinum mikla degi lokauppgjörs munu hinir dánu verða „dæmdir eftir því sem ritað er í bókunum, samkvæmt verkum þeirra.” Þá munu syndir allra iðrandi manna verða afmáðar af bókum himinsins fyrir friðþægjandi blóð Krists. Þannig mun helgidómurinn verða hreinsaður eða losaður við skrá um synd. Í hinni táknrænu þjónustu var þetta mikla friðþægingarstarf, eða afmáun synda, táknað með þjónustunni á friðþægingardeginumBS2 416.4

    — hreinsun jarðneska helgidómsins, sem var framkvæmd með því að fjarlægja, fyrir blóð syndafórnarinnar, syndir sem höfðu saurgað hann.2PP, bls. 356—358;.BS2 416.5

    Satan finnur upp á óteljandi vélabrögðum til að ná valdi yfir huga okkar og tæla hann frá verkum, sem við ættum helst að beina honum að. Erkisvikarinn hatar hinn mikla sannleik, sem auglýsir friðþægingarfórn og almáttugan meðalgangara. Hann veit, að allt veltur á því fyrir hann, að hugum manna sé beint frá Jesú og sannleika hans.BS2 416.6

    Þeir, sem vilja eiga hlutdeild í blessunarríkri meðalgöngu frelsarans, ættu ekki að láta neitt koma í veg fyrir þá skyldu sína að fullkomna ráðvendni sína með guðsótta. Hinum dýrmætu stundum ætti að verja til alvarlegra, bænrækinna íhugana um orð sannleikans, í stað þess að sóa þeim í skemmtanir, prjál eða fjáröflun. Lýður Guðs ætti að afla sér rækilegrar vitneskju um helgidóminn og dómsrannsóknina. Allir þarfnast, sjálfra sín vegna, þekkingar á stöðu og starfi síns háa æðsta prests. Að öðrum kosti verður þeim um megn að iðka þá trú, sem þeim er lífsnauðsyn á þessum tímum, eða að gegna þeirri stöðu, sem Guð ætlar þeim. Sérhver einstaklingur á sál, sem annaðhvort bjargast eða glatast. Hver einstakur hefur mál að verja fyrir dómstóli Guðs. Hver einstakur verður að mæta augliti hins mikla dómara. Hversu mikilvægt er þá, að hugur hvers manns beinist oft að hinu hátíðlega sjónarsviði, þar sem hver maður verður að standa fyrir rétti, er bókunum verður lokið upp, þegar hver maður verður með Daníel að þola sitt hlutskipti við endi daganna.BS2 416.7

    Allir, sem hafa öðlast ljósið um þessa hluti, eiga að bera vitni um hinn mikla sannleik, sem Guð hefur fengið þeim. Helgidómurinn á himnum er þungamiðja starfs Krists fyrir mennina. Hann varðar hverja lifandi sál á jörðinni. Hann opnar sýn til endurlausnaráformanna og leiðir okkur til hinna síðustu tíma og opinberar sigursæl endalok baráttunnar milli réttlætis og syndar. Það er lífsnauðsyn öllum að rannsaka ítarlega þessi mál og gera sig hæfan til að svara hverjum þeim, sem spyr þá hver sé orsök þeirrar vonar, sem í þeim býr.BS2 417.1

    Meðalganga Krists fyrir mennina í helgidómnum á hæðum er jafn nauðsynleg endurlausnaráforminu og dauði hans á krossinum. Með dauða sínum hóf hann það starf, er hann lauk á himnum eftir að hafa stigið upp við upprisuna. Við verðum fyrir trú að komast inn fyrir fortjaldið, „þangað sem Jesús gekk inn, hann sem er fyrirrennarinn oss til heilla.” Hebr. 6, 20. Þaðan skín ljósið frá krossinum á Golgata. Þar hlotnast okkur gleggri innsýn í leyndardóma endurlausnarinnar. Frelsun mannanna kostar himininn óendanlega mikið. Fórnin, sem færð er, jafnast á við hina mestu kröfu þverbrotins lögmáls Guðs. Jesús hefur opnað leiðina að hástól föðurins, og fyrir meðalgöngu hans er hægt að bera fram fyrir Guð einlægar óskir allra þeirra, sem koma til hans í trú.BS2 417.2

    „Sá sem dylur yfirsjónir sínar verður ekki lángefinn, en sá sem játar þær og lætur af þeim mun miskunn hljóta.” Orðskv. 28, 13. Ef þeir, sem dylja yfirsjónir sínar og afsaka þær gætu séð, hversu Satan hrósar happi yfir þeim, hvernig þeir ögra Kristi og heilögum englum með því að drýgja þær, þá mundu þeir flýta sér að játa syndir sínar og varpa þeim frá sér. Satan notfærir sér skapgerðarbresti manna til þess að ná stjórn á öllu hugarfari þeirra, og hann veit, að ef menn leggja rækt við þessa bresti, muni hann hafa sitt fram. Þessvegna er hann stöðugt að leitast við að blekkja fylgjendur Krists með þeirri hættulegu kenningu, að syndirnar séu mönnum óyfirstíganlegar. En Jesús er í fyrirsvari fyrir þá með særðum höndum sínum og hrjáðum líkama sínum. Og hann segir við alla, sem vilja fylgja honum: „Náð mín nægir bér.” 2. Kor. 12, 9. „Takið á yður mitt ok og lærið af mér, því að ég er hógvær og af hjarta lítillátur, og þá skuluð þér finna sálum yðar hvíld, því að mitt ok er indælt og byrði mín létt.” Matt. 11, 29—30. Því skyldi enginn telja ávirðingar sínar óbætanlegar. Guð mun gefa trú og náð til að sigrast á þeim.BS2 417.3

    Nú lifum við á hinum mikla degi friðþægingarinnar. Meðan presturinn var að friðþægja fyrir Ísrael í þjónustu eftirmyndarinnar, var öllum gert skylt að hirta sál sína með iðrun syndanna og auðmýkja sig fyrir Drottni, til þess að þeir yrðu ekki afskornir frá lýðnum. Á sama hátt skyldu allir þeir, sem eiga nöfn sín skráð á lífsins bók, á þeim fáu dögum, sem þeim eru eftir skildir, hirta sálir sínar fyrir Guði með því að hryggjast yfir syndum sínum og iðrast af hjarta. Djúp og einlæg könnun hjartnanna verður að fara fram. Sá léttúðugi lausungarandi, sem svo margir játendur kristinnar trúar ástunda, verður að hverfa. Örlagarík styrjöld vofir yfir öllum þeim, sem vilja leitast við að bæla niður þær illu hvatir, sem berjast til yfirráða. Undirbúningsstarfið verður hver einstaklingur að inna af höndum á eigin spýtur. Við frelsumst ekki í hópum. Hreinleiki og einlægni eins vegur ekki upp á móti skorti þessara eiginleika hjá öðrum. Þó að allar þjóðir eigi að koma fyrir dóm Guðs, þá mun hann þó rannsaka mál hvers einstaklings með jafn mikilli nákvæmni og væri hann einn á jörðinni. Hver og einn verður að þola rannsókn og dæmast flekklaus og án ávirðinga.BS2 418.1

    Hátíðleg eru þau svið, sem tengd eru lokastarfi friðþægingarinnar. Yfirþyrmandi eru þeir hagsmunir, sem þar er um að tefla. Nú stendur yfir dómsuppkvaðning í helgidóminum á himnum. Þetta starf hefur staðið í mörg ár. Bráðlega — enginn veit hve fljótt — kemur röðin að hinum lifandi. Í ægilegri návist Guðs verður líferni okkar fyrr en varir tekið til rannsóknar. Á þeim tíma framar öllum öðrum hæfir hverri sál að minnast hvatningar frelsarans: „Vakið og biðjið, því að þið vitið ekki, hvenær tíminn er kominn.” Mark. 13, 33. „Ef þú vakir ekki, mun ég koma eins og þjófur, og þú munt alls ekki vita, á hverri stundu ég kem yfir þig.” Op. 3, 3.BS2 418.2

    Þegar starfi rannsóknardómsins lýkur, verður jafnframt lokið ákvörðun örlaga allra til lífs eða dauða. Náðartímanum lýkur skömmu fyrir komu Drottins í skýjum himins. Í Opinberunarbókinni segir Kristur, er hann horfir fram til þess tíma: „Hinn rangláti haldi áfram að fremja ranglæti, og hinn saurugi saurgi sig áfram, og hinn réttláti stundi áfram réttlæti, og hinn heilagi helgist áfram. Sjá, ég kem skjótt, og launin hefi ég með mér, til að gjalda hverjum og einum eins og verk hans er.” Opinb. 22, 11—12.BS2 419.1

    Hinir réttlátu og ranglátu munu enn verða uppi á jörðinni í sínu dauðlega eðli — menn munu sá og byggja, eta og drekka, allir óvitandi um að endanleg, óafturkræf ákvörðun hefur verið tekin í helgidómnum á himnum. Eftir að Nói steig upp í örkina fyrir flóðið, lokaði Guð hann inni og lokaði hina óguðlegu úti. En í sjö daga hélt fólkið áfram áhyggjulausu nautnalíferni sínu og hæddist að öllum fyrirboðum um yfirvofandi dóm. „Þannig,” segir frelsarinn, „mun verða koma manns-sonarins.” Matt. 24, 39. Hljóðlega, án þess að vekja eftirtekt, eins og þjófur á nóttu, kemur úrslitastundin, sem afmarkar innsiglun örlaga hvers manns, hina endanlegu afturköllun á náðartilboðinu til sekra manna.BS2 419.2

    „Svo skuluð þér og vaka, ... að hann hitti yður ekki sofandi, er hann kemur skyndilega.” Markús 13, 35—36. Alvarlegt er ástand þeirra, sem þreytast á vökunni og snúa sér að lystisemdum heimsins. Meðan athafnamaðurinn er önnum kafinn að afla sér gróða, meðan glaumgosinn skemmtir sér, meðan tískudrósin hugar að skarti sínu — kann sú stund að renna upp, er dómari alls heimsins kveður upp sinn dóm: „Þú ert veginn á skálum og léttvægur fundinn.” Daníel 5, 27.3Deilan mikla, bls. 505—508.BS2 419.3

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents