Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 43—.Söfnuðurinn á jöröu

    Guð hefur söfnuð á jörðu sem er hans útvalda fólk sem varðveitir boðorð hans. Hann er ekki að leiða villuráfandi frávillingahópa, ekki einn hér og annan þar, heldur lýð. Sannleikurinn er helgandi máttur. En hinn stríðandi söfnuður er ekki hinn sigrandi söfnuður. Það er illgresi innan um hveitið. „Viltu þá að vér förum og tínum það?” var spurning þjónsins en húsbóndinn svaraði: „nei, svo að þér eigi, er þér tínið illgresið, reytið hveitið upp ásamt því. „Matt. 13, 28. 29. Net fagnaðarerindisins safnar ekki aðeins í sig góðum fískum heldur einnig slæmum. Og Drottinn einn þekkir hverja hann á.BS2 279.1

    Það er skylda okkar sem einstaklinga að ganga í auðmýkt frammi fyrir Guði. Við eigum ekki að sækjast eftir neinum annarlegum, nýjum boðskap. Við eigum ekki að halda að hinir útvöldu Guðs, sem eru að reyna að ganga í ljósinu, séu í Babýlon.12TT, bls. 362;BS2 279.2

    Þó að hið illa viðgangist í söfnuðinum og muni gera til endalokanna á söfnuðurinn á þessum síðustu dögum að vera ljós heims sem er spilltur og saurgaður af synd. Söfnuðurinn sem er veikburða og gallaður og þarf á ávítum, viðvörunum og leiðbeiningum að halda er hið eina hér á jörðu sem nýtur óskiptrar athygli Krists. Heimurinn er vinnustofa þar sem Jesús, fyrir samspil mannlegra og guðlegra afla, er að gera tilraunir með náð sinni og guðlegri miskunn á mannlegum hjörtum.22TT, bls. 355;BS2 279.3

    Guð á aðgreindan lýð, söfnuð á jörðu og stendur enginn honum þrepi ofar heldur er hann æðri öllum þegar kemur til þess að kynna sannleikann, að verja lög Guðs. Guð á guðlega tilskipuð verkfæri — menn sem hann leiðir, sem hafa borið byrðar og hita dagsins, sem samstarfa með himneskum verkfærum að því að vinna að útbreiðslu ríkis Krists í heimi okkar. Allir ættu að vinna með þessum útvöldu tækjum og vera að lokum í hópi þeirra sem hafa þolgæði hinna heilögu, sem varðveita boð Guðs og hafa trúna á Jesúm.32TT, bls 361, 362;BS2 279.4

    Samtengdir söfnuðinum hid efra

    Söfnuður Guðs hér neðra er eitt með söfnuði Guðs hið efra. Trúaðir á jörðu hér og himneskar verur, sem aldrei hafa fallið, mynda einn söfnuð. Sérhver himnesk vitsmunavera hefur áhuga á samkomum heilagra sem á jörðu koma saman til að tilbiðja Guð. Í innri búð himinsins hlýða þær á vitnisburð votta Krists í ytri búðinni á jörðu og lofgjörðin og þakkargjörðin frá tilbiðjendunum hið neðra sameinast hinum himneska lofsöng svo að lofgjörðin og fagnaðarhljómurinn enduróma um himinsali yfir því að Kristur hefur ekki dáið til einskis fyrir hina föllnu syni Adams. Á sama tíma og englarnir drekka úr sjálfri lindinni bergja hinir heilögu af hinum hreinu lækjum sem renna frá hásætinu, lækjum sem vekja gleði í borg Guðs.BS2 280.1

    Ó, að við gætum skynjað hversu himinninn er nálægt jörðunni. Þó að jarðarbörnin viti það ekki, hafa þau ljósengla sína sem félaga. Þögult vitni stendur vörð um hverja sál sem lifir og leitast við að draga þá sál til Krists. Meðan minnsta von er, allt þar til menn standa í gegn Heilögum anda sér til eilífrar glötunar, standa himneskar vitsmunaverur vörð um þá. Við skulum öll hafa í huga að á hverri samkomu heilagra hér neðra eru englar Guðs sem hlýða á vitnisburðina, söngvana og bænirnar. Við skulum minnast þess að bænir okkar fylla upp í kórsöng englasveitanna hið efra.BS2 280.2

    Er þið komið saman á hvíldardögum skulið þið syngja honum lof sem hefur kallað ykkur frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss. „Honum sem elskaði oss og leysti oss frá syndum vorum með blóði sínu” ber lofgjörð hjartans. Kærleikur Krists sé þungamiðja hvers ræðumanns. Tjáið hann á einföldu máli í hverjum lofsöng. Látið innblástur Anda Guðs stjórna ykkur í bænagjörð ykkar. Þegar orð lífsins er talað, ættu viðbrögð ykkar að bera því vitni að þið veitið boðskapnum viðtöku eins og hann væri frá himni.BS2 280.3

    Guð kennir að við ættum að koma saman í húsi hans til þess að rækta með okkur eiginleika hins fullkomna kærleika. Það mun gera íbúa jarðar hæfa fyrir vistarverurnar sem Kristur er farinn að búa öllum sem elska hann. Þar munu þeir safnast saman í helgidóminum hvern hvíldardaginn eftir annan og hvern tunglkomudaginn eftir annan til að sameinast í háleitum söng í lofgjörð og þakkargjörð til hans sem situr í hásætinu og til lambsins frá eilífð til eilífðar.46T, bls. 366—368;

    BS2 280.4

    Söfnuðinum er veitt vald

    Kristur gefur raust safnaðarins vald. „Sannlega segi ég yður, hvað sem þér bindið á jörðu skal vera bundið á himni og hvað sem þið leysið á jörðu skal vera leyst á himni.” Matt. 18, 18. Hvergi er samþykkt að einn maður hefjist handa á eigin ábyrgð til þess að halda fram þeim skoðunum sem hann velur óháð áliti safnaðarins. Guð hefur veitt söfnuði sínum æðsta vald undir himninum. Það á að virða rödd Guðs sem talar í sameinuðu fólki hans í söfnuði.53T, bls. 450, 451;BS2 281.1

    Orð Guðs gefur ekki einum manni leyfi til að setja fram úrskurð sinn í andstöðu við úrskurð safnaðarins og ekki er honum heldur leyft að halda fram skoðunum sínum gegn skoðunum safnaðarins. Væri ekki um að ræða safnaðaraga og stjórn mundi söfnuðurinn hrynja, hann mundi ekki halda saman sem líkami. Það hafa ávallt verið til einstaklingar með sjálfstæða hugsun sem hafa sagst hafa á réttu að standa, að Guð hafi á sérstakan hátt frætt þá, haft áhrif á þá og leitt þá. Hver um sig hefur haft sína eigin kenningu, eigin sérskoðanir og hver um sig haldið fram að hans skoðanir væru í samræmi við orð Guðs. Allir hafa þeir haft ólíka kenningu og trú en samt hefur hver sagst hafa sérstakt ljós frá Guði. Slíkir menn draga í burtu frá líkamanum og er hver um sig aðskilinn söfnuðinum. Ekki geta allir þessir haft á réttu að standa en samt segjast þeir allir vera leiddir af Drottni.BS2 281.2

    Frelsari okkar lætur fylgja fræðslu sinni það fyrirheit að ef tveir eða þrír eru sammála um það að biðja Guð einhvers muni þeir hljóta það. Kristur sýnir hér að við verðum að vera sammála öðrum, jafnvel hvað snertir löngun okkar eftir ákveðnum hlut. Mikil áhersla er lögð á sameinaða bæn, sameinaðan tilgang. Guð hlýðir á bænir einstaklinga en við þetta tækifæri var Jesús að láta í té sérstaka og þýðingarmikla fræðslu sem átti á sérstakan hátt að snerta nýstofnaðan söfnuð hans á jörðu. Fólkið yrði að vera sammála um það sem það langaði að fá og það bað um. Það átti ekki aðeins að vera um að ræða hugsanir og starfsemi eins hugar sem undirorpinn gæti verið blekkingum heldur átti bænin að vera einlæg þrá margra manna sem beindu sér að sama atriði.63T, bls. 428, 429;BS2 281.3

    Söfnuðurinn er hið sérstaklega tilskipaða verkfæri Guðs til hjálpræðis mönnum. Hann var stofnaður til þjónustu og starf hans er að flytja fagnaðarerindið öllum heiminum. Frá upphafi hefur það verið Guðs áform að frá söfnuðinum berist fylling hans og nægtir til heimsins. Safnaðarfólkið sem hann hefur kallað frá myrkrinu til síns undursamlega ljóss átti að sýna dýrð hans. í söfnuðinum er að fínna ríkdóm náðar Krists og með tilstilli safnaðarins mun að lokum verða kunngjörður jafnvel „tignunum og völdunum í himinhæðum” kærleikur Guðs í endanlegri og fullri mynd. 7AA, bls. 9;

    BS2 282.1

    Páli beint til safnaðarins til að hljóta fræðslu

    Margir hafa þá hugmynd að þeir séu ábyrgir gagnvart Kristi einum hvað snertir andlegt ljós þeirra og reynslu, óháð yfirlýstum fylgjendum hans í heiminum. En slíka afstöðu fordæmir Jesús í kenningum sínum og í þeim dæmum, þeim staðreyndum sem hann hefur gefið okkur til að fræðast af. Páll sem Kristur var að móta til þýðingarmikils starfs, sem átti að vera útvalið ker fyrir hann, var leiddur beint inn í návist Krists. Samt fræðir Kristur hann ekki um sannleikann. Hann stöðvar hann og ákærir hann og þegar Páll spyr: „Hvað viltu að ég geri?” segir frelsarinn honum það ekki beint, heldur setur hann í samband við söfnuð sinn. Söfnuðurinn mun segja þér hvað þú átt að gera. Jesús er vinur syndarans, hjarta hans er ávallt opið gagnvart böli mannanna. Hann hefur allan mátt bæði á himni og jörðu en hann virðir þau verkfæri sem hann hefur skipað til að fræða menn og vinna að hjálpræði þeirra. Hann leiðir Sál til safnaðarins og viðurkennir þannig það vald sem hann hefur veitt honum sem farvegi ljóss til heimsins. Þetta er hinn skipulegi líkami Krists á jörðu og það verður að virða verkfæri hans. Í máli Páls er Ananías fulltrúi Krists og hann er einnig fulltrúi presta Krists á jörðu sem eru settir til að koma fram í Krists stað.BS2 282.2

    Í afturhvarfi Páls eru settar fram þýðingarmiklar meginreglur sem við ættum ávallt að hafa í huga. Endurlausnari heimsins leggur ekki blessun sína yfir vonsku og vald í trúarefnum sem óháð er skipulögðum og viðurkenndum söfnuði hans þar sem hann á annað borð hefur söfnuð.BS2 282.3

    Sonur Guðs sagði að hann hefði veitt skipulögðum söfnuði sínum starfsvið og vald. Blessanir hans áttu að veitast fyrir tilstilli þeirra verkfæra sem hann hafði tilskipað og þannig setti hann manninn í samband við þann farveg sem blessanir hans áttu að veitast eftir. Þó að Páll hafi verið einlægur í því verki að ofsækja hina heilögu nemur það ekki í burtu sekt hans þegar þekkingin um grimmdarverk hans veitist honum með tilstilli Anda Guðs. Hann á að verða nemandi lærisveinanna.83T, bls. 432, 433;BS2 282.4

    Allt safnaðarfólkið verður, sé það synir og dætur Guðs, að hljóta ögun áður en það getur orðið ljós í heiminum. Guð gerir ekki menn að farvegi ljóssins, meðan þeir eru í myrkri og eru ánægðir með að vera það áfram og gera enga ákveðna viðleitni til þess að komast í samband við uppsprettu lífsins. Þeir sem finna eigin þörf og vakna til djúprar og alvarlegrar hugsunar, staðfastrar bænar og athafna munu hljóta guðlega hjálp. Það er mikið sem hver og einn þarf að gleyma varðandi sjálfan sig og líka mikið að læra. Gömlum venjum og siðum verður að varpa frá sér og sigur hlýst því aðeins að við sýnum einlæga viðleitni til þess að leiðrétta þetta ranglæti og veitum viðtöku sannleikanum í fyllingu hans með því að framkvæma meginreglur hans fyrir náð Guðs.94T, bls. 485, 486;

    BS2 283.1

    Boðskapur til manns sem dreifir villu

    Þeir sem byrja að boða boðskap á eigin ábyrgð, sem gera það að sérstöku starfi sínu að rífa niður það sem Guð hefur árum saman verið að byggja upp á sama tíma og þeir segjast hljóta fræðslu og leiðsögn hjá Guði, eru ekki að framkvæma vilja Guðs. Öllum veri kunnugt að þessir menn eru fylgjendur hins mikla svikara. Trúið þeim ekki.BS2 283.2

    Sem einn af þeim er gerður hefur verið ráðsmaður yfir efnum og eiginleikum hefur þú misnotað gjafir Guðs með því að dreifa villu. Allur heimurinn er fylltur hatri til þeirra sem boða hinar bindandi kröfur lögmáls Guðs og söfnuðurinn, sem er hlýðinn Guði, verður að taka þátt í mikilli baráttu. „Því að baráttan sem vér eigum í er ekki við blóð og hold heldur við tignirnar og völdin, við heimsdrottna þessa myrkurs, við andaverur vonskunnar í himingeimnum.” Ef. 6, 12. Þeir sem hafa skilning á því hver þessi barátta er munu ekki beina spjótum sínum gegn hinum stríðandi söfnuði heldur munu þeir af öllum mætti sínum berjast með söfnuði Guðs gegn valdi hins illa.102TT, bls. 356,357.BS2 283.3

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents