Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafli 51—Bænasamkoman

    Bænasamkomurnar ættu að vera skemmtilegustu samkomurnar sem haldnar eru. En þar er oft illa haldið á málum. Margir eru viðstaddir guðsþjónustuna en vanrækja bænasamkomuna. Í þessu tilfelli er aftur þörf á hugsun. Visku ætti að leita hjá Guði og áform ætti að leggja um að halda þessar samkomur á þann hátt að þær verði skemmtilegar og aðlaðandi. Fólk hungrar eftir brauði lífsins. Ef það finnur það á bænasamkomunni þá mun það fara þangað til þess að taka á móti því. Langar og málskrúðugar ræður og bænir eru óviðeigandi alls staðar og sérstaklega við bænaog vitnisburða samkomuna. Þeir sem eru framhleypnir og málugir fá að hindra vitnisburð hinna óframfærnu. Þeir sem eru yfirborðskenndastir hafa yfirleitt mest að segja. Bænir þeirra eru langdregnar og vélrænar. Þeir þreyta englana og fólkið sem hlustar á þá. Bænir okkar ættu að vera stuttar og að efninu. Langar og þreytandi bænagjörðir ættu að fara fram í einrúmi ef einhverjir þurfa að flytja slíkar bænir. Hleypið Anda Guðs inn í hjörtu ykkar og þá mun hann sópa í burtu öllum þurrum formsatriðum.14T, bls. 70, 71;

    BS2 344.1

    Opinberar bænir ættu ekki að vera langar

    Kristur lagði á það ríka áherslu við lærisveina sína að bænir þeirra ættu að vera stuttar og láta í ljós einmitt það sem þeir þörfnuðust og ekki meira. Hann gefur til kynna lengd og efni bæna þeirra þar sem þeir láta í ljós löngun sína eftir tímanlegum og andlegum blessunum og þakklæti þeirra fyrir þær. En hvað þessi fyrirmyndarbæn var yfirgripsmikil! Hún nær yfir hina raunverulegu þörf allra. Ein eða tvær mínútur er nógu langur tími fyrir hverja vanalega bæn. Það kunna að vera tilfelli þar sem bænin er á sérstakan hátt lesin fyrir af Anda Guðs, þar sem bænagjörðin er gerð í Andanum. Biðjandi sálin þjáist og stynur eftir Guði. Andinn glímir eins og Jakob og nýtur ekki hvíldar án þess að kraftur Guðs birtist á sérstakan hátt. Þannig vill Guð hafa það.BS2 344.2

    En margir flytja bænir á þurran hátt og prédikandi: Slíkir menn biðja til manna en ekki til Guðs. Ef þeir væru að biðja til Guðs og skildu í raun og veru hvað þeir væru að gera mundu þeir verða skelfingu lostnir yfir ofdirfsku sinni. Því að þeir flytja ræðu yfir Drottni í bænaformi eins og skapari alheimsins þyrfti á sérstökum upplýsingum um almenn atriði varðandi það sem er að gerast í heiminum. Allar slíkar bænir eru eins og hljómandi málmur og hvellandi bjalla. Þær eru lítils metnar á himnum. Englar Guðs eru þreyttir yfír þeim og einnig dauðlegir menn sem neyðast til að hlusta á þær.BS2 345.1

    Jesús var oft á bæn. Hann fór í kyrrláta lundi eða upp í fjöllin til þess að gera beiðni sína kunna föður sínum. Þegar störf og áhyggjur dagsins voru á enda og hinir þreyttu voru að leita sér hvíldar helgaði Jesús tímann til bænar. Við ættum ekki að draga úr bæn því að það er alltof lítið um bæn og beiðni. Og það er enn minna beðið í Andanum og einnig af skilningi. Áköf og kröftug bæn á alltaf rétt á sér og mun aldrei valda þreytu. Slíkar bænir vekja áhuga og hressa alla sem hafa unað af guðræknisstundum.BS2 345.2

    Einrúmsbænin er vanrækt og það er ástæðan fyrir því að svo margir flytja svo langar, leiðinlegar fráhvarfsbænir er þeir koma saman til að tilbiðja Guð. Í bænum sínum fara þeir yfir heila viku vanræktra skyldustarfa og biðja um það sama aftur og aftur og vonast til að vinna upp það sem þeir hafa vanrækt og að friða slæma samvisku sem særir þá. Þeir vonast til að biðja til að öðlast hylli Guðs. En oft á tíðum er afleiðing þessara bæna sú að draga aðra niður á þeirra eigin lága stig í andlegu myrkri. Ef kristnir menn vildu taka til sín kenningar Krists varðandi það að vaka og biðja mundu þeir haga sér skynsamlegar í tilbeiðslu sinni á Guði.22T, bls. 581, 582;

    BS2 345.3

    Meira lof í bæn

    „Allt sem andann dregur lofi Guð.” Hefur einhver okkar í einlægni íhugað hversu mikið við höfum að þakka fyrir? Minnumst við þess að náðargjafir Guðs eru nýjar á hverjum morgni og að trúmennska hans bregst ekki? Viðurkennum við það hversu háð við erum honum og tjáum við þakklæti okkar fyrir allar góðgerðir hans? Þvert á móti gleymum við oft að „sérhver góð gjöf og sérhver fullkomin gáfa er að ofan og kemur til okkar frá föður ljósanna.”BS2 345.4

    Hversu oft gleyma þeir sem búa við fulla heilsu þeim undursamlegu náðargjöfum sem þeim veitast dag eftir dag og ár eftir ár! Þeir tjá Guði enga lofgerð fyrir allar gjafir hans. En þegar sjúkleiki kemur er munað eftir Guði. Sterk löngun í bata leiðir til einlægrar bænar og það er rétt. Guð er hæli okkar í sjúkleika jafnt sem heilsu. En margir leggja ekki málin í hans hendur. Þeir stuðla að veikleika og sjúkdómum með því að hafa áhyggjur af sjálfum sér. Ef þeir mundu hætta við hugarkvöl sína og hefja sig upp yfir deyfð og hugarangur yrði bati þeirra vísari. Þeir ættu að minnast þess með þakklæti hversu lengi þeir nutu blessunar heilsunnar og skyldi þeim veitast þessi dýrmæta gjöf aftur ættu þeir ekki að gleyma að þeir hafa nýjar skyldur gagnvart skaparanum. Er holdsveiku mennirnir tíu voru læknaðir sneri aðeins einn til Guðs til þess að finna Jesúm og gefa honum dýrðina. Við skulum ekki vera eins og hinir hugsunarlausu níu sem voru ósnortnir af náð Guðs.35T, bls. 315;BS2 346.1

    Það er óviturlegt og ókristilegt að venja sig á það að vera að brjóta heilann um hugsanlegt böl. Með því móti getum við ekki notið blessana eða nýtt tækifæri líðandi stundar. Drottinn vill að við framkvæmum skýldur dagsins í dag og stöndumst reynslur hans. Við eigum í dag að vaka til þess að við særum ekki neinn með orðum okkar eða athöfnum. Við verðum í dag að iofsyngja Guði og heiðra hann. Með því að sýna lifandi trú í dag eigum við að sigra óvininn. Við verðum í dag að leita Guðs og vera ákveðin í því að við getum ekki verið ánægð án nærveru hans. Við ættum að vaka og vinna og biðja eins og þetta væri síðasti dagurinn sem væri veittur okkur. En hve mikill ákafi og einlægni mundi þá birtast í lífi okkar! Hversu náið mundum við fylgja Jesú í öllum orðum og athöfnum!

    BS2 346.2

    Áhugi Guðs á hinu smáa

    Það eru fáir einir sem réttilega nýta hin dýrmætu taekifæri bænarinnar. Við ættum að fara til Jesú og segja honum allar þarfir okkar. Við getum gert honum kunnar allar áhyggjur okkar og vandamál jafnt sem stóru vandkvæðin. Hvað sem upp kemur til þess að hrjá okkur og hryggja ættum við að leiða fram fyrir Guð í bæn. Þegar okkur finnst að við þurfum á nærveru Krists að halda við hvert fótmál mun Satan hafa fá tækifæri til að koma að freistingum sínum. Það er hans ákveðna viðleitni að halda okkur frá okkar besta og samúðarfyllsta vini. Við aettum ekki að gera neinn að trúnaðarmanni okkar nema Jesúm. Við getum í öryggi rætt við hann um allt sem á hjarta okkar hvílir.BS2 346.3

    Bræður og systur, þegar þið safnist saman til tilbeiðslu þá skuluð þið trúa því að Jesús mæti með ykkur. Trúið því að hann sé fús til þess að blessa ykkur. Snúið auga ykkar í burtu frá sjálfum ykkur en lítið til Jesú, talið um óviðjafnanlegan kærleika hans. Með því að horfa á hann munuð þið breytast til líkingar við hann. Þegar þið biðjið skuluð þið vera stuttorð og koma beint að efninu. Ekki prédika ræðu yfir Drottni með löngum bænum. Biðjið um brauð lífsins eins og hungrað barn biður um brauð úr hendi síns jarðneska föður. Guð mun veita okkur hverja þá blessun sem við höfum þörf fyrir ef við biðjum hann í einfaldleika og trú.BS2 347.1

    Bænin er helgasta athöfn sálarinnar. Hún ætti að vera einlæg, auðmjúk, áköf — þrá endurnýjaðs hjarta sem er andað frá sér í návist heilags Guðs. Þegar sá sem biður finnur að hann er í guðlegri návist mun eigingirnin hverfa. Hann mun ekki hafa neina löngun til að sýna mannlega hæfileika. Hann mun ekki leitast við að þóknast eyra mannanna, heldur til þess að öðlast blessun þá sem sálin þarfnast.45T, bls. 200, 201;BS2 347.2

    Bæði í opinberri bænargjörð og einrúmsbæn eru það forréttindi okkar að beygja kné okkar fyrir Drottni þegar við flytjum bænir okkar. Jesús, fordæmi okkar, „kraup niður og bað” (Lúk. 22, 41). Um lærisveinana er líka sagt að þeir hafi „kropið niður og beðið.” (Post. 9, 40; 20, 36; 21, 5). Páll sagði: „Þess vegna er það, að ég beygi kné mín fyrir föðurnum.” (Ef. 3, 14). Þegar Esra játaði fyrir Guði syndir Ísraels, kraup hann (Sjá Esra 9, 5). Daníel kraup á kné þrisvar sinnum á dag og bað og flutti Guði þakkir. (Dan. 6, 10)5GW, bls. 178.BS2 347.3

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents