Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  Kafli 53— Kvöldmáltíðin

  Táknin (brauðið og vínið) í húsi Drottins eru einföld og auðskilin og sá sannleikur sem settur er fram í þeim er afar þýðingarmikill fyrir okkur. 1Ev., bls. 273;BS2 352.1

  Kristur stóð við umskipti tveggja efnahagskerfa og tveggja stórhátíða sem þeim voru tengd. Hann, lýtalaust lamb Guðs, var um það bil að gefa sjálfan sig sem syndafórn og binda þannig endi á kerfi táknmynda og helgisiða sem um fjögur þúsund ára skeið hafði bent til dauða hans. Er hann neytti máltíðarinnar á páskunum ásamt lærisveinum sínum setti hann á stofn í þeirra stað þá þjónustu sem átti að vera minnismerki um hina miklu fórn hans. Þjóðhátíð Gyðinganna átti að hverfa um aldur. Þeirri þjónustu sem Kristur stofnaði áttu fylgjendur hans að halda í öllum löndum og á öllum tímum.BS2 352.2

  Páskarnir voru haldnir til minningar um lausn Ísraels frá þrælkuninni í Egyptalandi. Guð hafði mælt svo fyrir að sagan yrði rifjuð upp ár eftir ár er börnin spurðu um merkingu þessarar athafnar. Þannig átti að halda hinni undursamlegu frelsun vakandi í huga allra. Kvöldmáltíðin var gefin til þess að minnast þeirrar miklu lausnar sem hlaust fyrir dauða Krists. Það átti að halda þessa helgu athöfn þar til hann kæmi öðru sinni í krafti og dýrð. Hún er tæki til þess að halda fersku í huga okkar þessu mikla verki hans fyrir okkur.BS2 352.3

  Fordæmi Krists bannar það að nokkur sé útilokaður frá kvöldmáltíðinni. Sagt er að opinber synd útiloki hinn seka. Það kennir Heilagur andi skýrt og greinilega. (1. Kor. 5, 11) En fram yfir þetta eigum við ekki að fella neinn dóm. Guð hefur ekki lagt það undir dóm manna hverjir eigi að vera viðstaddir slíkar athafnir. Því hver getur lesið hjartað? Hver getur greint illgresið frá hveitinu? „Hver maður prófí því sjálfan sig og síðan eti hann af brauðinu og drekki af bikarnum.” Því hver sem þess vegna etur brauðið eða drekkur bikar Drottins óverðuglega, hann verður sekur við líkama og blóð Drottins.” „Því sá sem etur og drekkur, hann etur og drekkur sjálfum sér til dóms ef hann gerir ekki greinarmun á líkamanum.” 1. Kor. 11, 28. 27. 19.BS2 352.4

  Enginn ætti að útiloka sig frá kvöldmáltíðinni af þeim sökum að óverðugir kunni að vera viðstaddir. Hver lærisveinn er kallaður til þess að taka þátt opinberlega og bera þannig vitni um það að hann veiti Kristi viðtöku í hjarta sínu sem persónulegum frelsara sínum.BS2 353.1

  Með því að neyta brauðsins og vínsins ásamt læriveinum sínum lofaði Kristur að vera endurlausnari þeirra. Hann fól þeim hinn nýja sáttmála en fyrir hann verða allir, sem veita honum viðtöku, börn Guðs og samarfar Krists. Fyrir þennan sáttmála var sérhver blessun sem himinninn getur veitt í þessu lífi og hinu komandi lífi þeirra eign. Sáttmálinn átti að vera staðfestur með blóði Krists. Og þjónusta sakramentisins átti að hjálpa lærisveinunum til að minna á þá óendanlegu fórn sem færð var fyrir þá hvern og einn. Þessa sáttmálsgjörð átti að staðfesta með blóði Krists. Og þjónusta þessa sakramentis átti að halda ljóslifandi fyrir augum lærisveinanna þeirri óendanlegu fórn sem færð var fyrir þá hvern og einn sem hluta af hinni miklu heild fallins mannkyns.

  BS2 353.2

  Þjónn þjónanna

  Þegar lærisveinarnir komu inn í loftstofuna voru hjörtu þeirra full gremju. Júdas þrýsti sér næst Kristi vinstra megin. Jóhannes var hægra megin. Væri til æðsti sess var Júdas ákveðinn í að hreppa hann og sá staður var álitinn vera næst Kristi. Og Júdas var svikari.BS2 353.3

  Annad ágreiningsefni hafði komið upp. Við hátíðleg tækifæri var það venja að þjónninn þvægi fætur gestanna og við þetta tækifæri hafði undirbúningur verið gerður fyrir slíka þjónustu. Vatnskrukka, ker og handklæði voru þarna tilbúin fyrir fótaþvottinn en það var enginn þjónn viðstaddur og það var hlutverk lærisveinanna að vinna þetta verk. Sérhver lærisveinanna lét stjórnast af særðu stolti og ákvað að taka ekki að sér hlutverk þjónsins. Allir sýndu heimspekilega ró og afskiptaleysi eins og þeir vissu ekki hvað væri rétt fyrir þá að gera. Með þögn sinni neituðu þeir að auðmýkja sjálfa sig.BS2 353.4

  Lærisveinarnir hreyfðu hvorki legg né lið til að þjóna hver öðrum. Jesús beið um skeið til að sjá hvað þeir ætluðu að gera. Þá reis hann hinn guðlegi kennari upp frá borðinu. Hann lagði til hliðar yfirhöfnina sem hefði hindrað hreyfingar hans og tók líndúk og gyrti sig. Með undrun og áhuga horfðu lærisveinarnir á og þegjandi biðu þeir til að sjá hvað kæmi á eftir. „Eftir það hellti hann vatni í mundlaug og tók að þvo fætur lærisveinanna og þerra með líndúknum sem hann var gyrtur.” Þessi athöfn opnaði augu lærisveinanna. Sterk blygðunarsemi og auðmýkt fyllti hjörtu þeirra. Þeir skildu hinar ótöluðu ávítur og sáu sjálfa sig í nýju ljósi.BS2 354.1

  Svo Kristur lét í ljós kærleika sinn til lærisveina sinna. Eigingjarnt hugarfar þeirra fyllti hann sorg en hann fór ekki í orðadeilu við þá varðandi vandamál þeirra. Í stað þess gaf hann þeim fordæmi sem þeir mundu aldrei gleyma. Það var ekki auðvelt að draga úr eða slökkva kærleika hans til þeirra. Hann vissi að faðirinn hafði gefið alla hluti í hendur hans og hann kom frá Guði og fór til Guðs. Hann var meðvitandi um guðdóm sinn en hann hafði lagt til hliðar konunglega kórónu sína og konunglega skikkju. Hann hafði tekið á sig þjónsmynd. Ein af síðustu athöfnum hans á jörðinni var að gyrða sig sem þjónn og taka að sér hlutverk þjónsins.BS2 354.2

  Kristur vildi að lærisveinar hans skildu að þó að hann hefði þvegið fætur þeirra dró það ekki neitt úr tign hans. „Þér kallið mig „meistara” og „herra” og þér mælið rétt því það er ég.” Og þar sem hann var þeim svo óendanlega æðri veitti hann þessari þjónustu náð og merkingu. Enginn var svo upphafinn sem Kristur en samt laut hann niður til þess að sinna hinum lítilmótlegustu störfum. Kristur sjálfur setti fordæmi um auðmýkt til þess að fólk hans yrði ekki leitt afvega af eigingirni sem býr í hinu náttúrlega hjarta og styrkist af þjónustu við eigingirnina. Hann ætlaði ekki að leggja þetta mikla efni í umsjá manna. Hann áleit það svo þýðingarmikið að hann sjálfur, sá sem var jafn Guði, kom fram sem þjónn gagnvart lærisveinum sínum. Þegar þeir voru að deila um æðsta sessinn þá beygði hann, sem hvert kné verður að beygja sig fyrir og englar dýrðarinnar telja það heiður að þjóna, sig niður til þess að þvo fætur þeirra sem kölluðu hann Drottin. Hann þvoði fætur þess sem sveik hann.BS2 354.3

  Eftir að hafa þvegið fætur lærisveinanna sagði hann: „Ég hefi gefið yður eftirdæmi til þess að þér skylduð breyta eins og ég breytti við yður.” Jóh. 13, 15. Með þessum orðum var Jesú ekki einungis að minna fólkið á gestrisni. Meira fólst í þessu en að þvo fætur gestanna til að fjarlægja ferðaryk. Kristur var hér að koma á trúarlegri þjónustu. Fyrir þessa athöfn Drottins varð þessi auðmýkingarathöfn að helgri þjónustu. Og allir lærisveinar áttu að virða hana til þess að þeir gætu ávallt haft í huga lexíu hans um auðmýkt og þjónustu.

  BS2 354.4

  U ndirbúningsathöfnin

  Þessi athöfn er tilskipaður undirbúningur Krists fyrir kvöldmáltíðina. Meðan alið er á stolti, ágreiningi og löngun í æðstu stöðu getur hjartað ekki hafið samfélag við Krist. Við erum ekki búin undir það að taka á móti blóði hans og líkama. Þess vegna kvað Jesús svo á um að fyrst skyldi minnast auðmýkingar sinnar.BS2 355.1

  Þegar börn Guðs koma að þessari athöfn ættu þau að minnast orða Drottins lífs og dýrðar: „Þegar hann nú hafði þvegið fætur þeirra og tekið yfirhöfn sína og sest aftur sagði hann við þá: skiljið þér hvað ég hefi gjört fyrir yður? Þér kallið mig „meistara” og „herra” og þér mælið rétt því að ég er það. Ef þá ég, herrann og meistarinn, hefi þvegið fætur yðar ber einnig yður að þvo hver annars fætur. Því að ég hefi gefið yður eftirdæmi til þess að þér breytið eins og ég breytti við yður. Sannlega, sannlega segi ég yður: ekki er þjónn meiri en húsbóndi hans. Ekki er heldur sendiboði meir en sá er sendi hann. Ef þér skiljið þetta, eruð þér sælir, ef þér breytið eftir því.” Jóh. 13,12—17.BS2 355.2

  Með manninum býr sú hneigð að meta sjálfan sig meira en bróður sinn, að vinna fyrir sjálfan sig, að leitast eftir æðsta sess og oft leiðir þetta til illra hugsana og beiskju. Athöfnin sem fer á undan kvöldmáltíðinni á að sópa í burtu þessum misskilningi, að leiða frá eigingirninni, draga hann niður af hefðartindinum til þess að auðmýkja hjarta sitt svo að hann leiðist til að þjóna bróður sínum.BS2 355.3

  Vökumaðurinn heilagi frá himnum er viðstaddur þessa athöfn til þess að sálin rannsaki sjálfa sig og sannfærist um synd og hljóti sæla fullvissu um að hafa fengið fyrirgefningu á syndum. Kristur í fyllingu náðar sinnar er þar til að umbreyta straumi hugsananna sem hafa runnið í farvegi eigingirninnar. Heilagur andi vekur skilning þeirra sem fylgja fordæmi Drottins. Þegar minnst er auðmýktar frelsarans okkar vegna tengist hugsun við hugsun, minningar vakna, minningar um hina miklu gæsku Guðs og um náð og blíðu jarðneskra vina.BS2 355.4

  Hvenær sem þessi athöfn er rétt um hönd höfð eru börn Guðs leidd í heilagt samfélag til þess að hjálpa hvert öðru og blessa hvert annað. Þau heita því að líf þeirra skuli helgað óeigingjarnri þjónustu. Og ekki aðeins hvert fyrir annað. Starfsakur þeirra er eins víður og akur meistarans var. Heimurinn er fullur af fólki sem þarfnast þjónustu okkar. Hinir fátæku, hjálparvana og fáfróðu eru alls staðar. Þeir sem hafa haft samfélag við Krist í loftstofunni munu ganga fram til að þjóna eins og hann gerði.BS2 356.1

  Jesús, sá sem allir þjónuðu, kom til þess að vera þjónn allra. Og af því að hann þjónaði öllum mun honum aftur verða þjónað og hann heiðraður af öllum og þeir sem vilja eiga hlut í hans guðlega eðli og deila með honum þeim fögnuði að sjá sálir endurleystar hljóta að fylgja fordæmi hans í óeigingjarnri þjónustu.

  BS2 356.2

  Minnir á endurkomu Krists

  Er þeir höfðu safnast saman við borðið sagði hann dapur í bragði: „hjartanlega hefi ég þráð að neyta þessarar páskamáltíðar með yður áður en ég líð. Því ég segi yður: ég mun ekki neyta hennar, uns hún fullkomnast í guðsríki. Og hann tók bikarinn, gjörði þakkir og mælti: takið þetta og skiptið því meðal yðar. Því ég segi yður, að ég mun ekki upp frá þessu drekka af ávexti vínviðarins, uns guðsríki kemur.” Lúk. 22,15—18.BS2 356.3

  En kvöldmáltíðin átti ekki að vera sorgarefni. Það var ekki tilgangur hennar. Er lærisveinar Drottins safnast saman við borð hans eiga þeir ekki að minnast yfirsjóna sinna til að hryggjast yfir þeim. Þeir eiga ekki að láta hugann dvelja við trúarreynslu fortíðarinnar hvort sú reynsla hafi verið göfgandi eða niðurlægjandi. Þeir eiga ekki að minnast ágreinings milli sín og bræðranna. Undirbúningsþjónustan hefur náð yfir allt þetta. Sjálfskönnunin, syndajátningin og sættir í öllum misklíðarefnum hafa þegar farið fram.BS2 356.4

  Nú koma þeir til að hitta Krist. Þeir eiga ekki að standa í skugga krossins, heldur í frelsandi ljósi hans. Þeir eiga að opna sálina fyrir hinum björtu geislum réttlætissólarinnar. Með hjörtu sín hreinsuð í dýrmætu blóði Krists, meðvitandi um nálægð hans, þó að óséður sé, eiga þeir að hlýða á orð hans: „frið læt ég eftir hjá yður, minn frið gef ég yður. Ekki gef ég yður eins og heimurinn gefur.” Jóh. 14, 27.BS2 356.5

  Er við veitum viðtöku brauðinu og víninu, sem tákna kraminn líkama Krists og úthellt blóð hans, sláumst við í ímyndun okkar í hóp lærisveinanna við kvöldmáltíðarborðið í loftstofunni. Okkur finnst við ganga í gegnum garðinn sem helgaður er fyrir kvöl hans sem bar syndir heimsins. Við horfum á baráttuna sem færði okkur sættir við Guð. Kristur er settur fram krossfestur á meðal okkar.BS2 357.1

  Er við lítum á krossfestan endurlausnarann skiljum við betur stærð og merkingu þeirrar fórnar sem hátign himnanna færði okkar vegna. Hjálpræðisáformið er vegsamlegt gjört fyrir augsýn okkar og hugsunin um Golgata vekur lifandi og helgar tilfinningar í hjörtum okkar. Lofsöngur til Guðs og lambsins mun enduróma í hjörtum okkar og af vörum okkar því að hroki og sjálfsdýrkun getur ekki þróast í þeirri sál sem heldur vakandi minningunni um atburðina á Golgata.BS2 357.2

  Ef trúin íhugar hina miklu fórn Drottins tileinkar sálin sér andlegt líf í Kristi. Sú sál mun veita viðtöku andlegum styrk við hverja kvöldmáltíð. Athöfnin myndar lifandi tengilið sem tengir hinn trúaða við Krist og þannig einnig við föðurinn. Í sérstökum skilningi myndar hún tengilið milli mannsins og Guðs.BS2 357.3

  Kvöldmáltíðin bendir á endurkomu Krists. Henni var ætlað að halda þessari von lifandi í hugum lærisveinanna. Hvenær sem þeir komu saman til þess að minnast dauða hans rifjuðu þeir upp „hvernig hann tók bikar, gerði þakkir og gaf þeim og sagði: drekkið af honum allir því að þetta er sáttmálablóð mitt sem úthellt er fyrir marga til syndafyrirgefningar. En ég segi yður að héðan í frá mun ég alls ekki drekka af þessum ávexti vínviðarins til þess dags er ég drekk hann ásamt yður nýjan í ríki föður míns.” Matt. 26, 27—29. Í þrengingu sinni fundu þeir huggun í voninni um endurkomu Drottins. Ómælanlega dýrmæt var þeim hugsunin: „Því svo oft sem þér etið þetta brauð og drekkið af bikarnum boðið þið dauða Drottins þangað til hann kemur.” 1. Kor. 11, 26.BS2 357.4

  Þetta er það sem við megum aldrei gleyma. Kærleikur Jesú með knýjandi krafti hans á að halda ferskum í minni okkar. Kristur hefur sett á stofn þessa athöfn til að hann geti talað til okkar um kærleika Guðs sem hefur verið látinn í ljós okkar vegna. Það getur ekki verið um að ræða samband milli sálarinnar og Guðs nema fyrir Krist. Sambandið og kaerleikurinn milli bræðra verður að vera samgróið og eilíft gjört af kærleika Jesú. Ekkert minna en dauði Krists gat gert kaerleika hans virkan fyrir okkur. Það er aðeins fyrir dauða hans að við getum litið með fögnuði til endurkomunnar. Fórn hans er miðpunktur vonar okkar. Á hana verðum við að festa trú okkar. 2DA, bls. 643—661.BS2 357.5

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents