Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Nota ber fengnar talentu

    Ég vona að í hverjum söfnuði verði gerðar tilraunir til að hrista við þeim sem ekki gera neitt. Megi Guð koma þeim í skilning um að hann mun krefast þessarar einu talentu með vöxtum; og ef þeir vænrækja að afla annarra talenta auk þessarar einu, munu þeir glata þessari einu talentu og einnig sálum sínum. Við vonumst til að sjá breytingu í söfnuðum okkar. Húseigandinn er að búa sig undir að koma aftur og kalla á ráðsmenn sína til að gera grein fyrir þeim talentum sem hann hefur treyst þeim fyrir. Guð miskunni þeim þá sem ekki hafa gert neitt! Þeir sem boðnir verða velkomnir með: “Vel gjört þú góði og trúi þjónn,” munu hafa gjört vel varðandi umbætur hæfileika sinna og efna Guði til dýrðar. - R&H 14. mars 1878.RR 72.3

    Engin persóna, hvort sem hún er rík eða fátæk, getur vegsamað Guð með leti og deyfð. Eini höfðustóllinn sem margir fátækir menn hafa er tíminn og líkamlegur máttur; og þessu er tíðum eytt í ást á þægindum og í kæruleysislega leti, þannig að þeir hafa ekkert að færa Drottni í tíundum og gjöfum. Ef kristna einstaklinga skortir visku til að nýta hlutina sem best og að nota líkamsog hugarorku sína skynsamlega, ættu þeir að hafa auðmýkt og undirgefni til að veita viðtöku ráðum og leiðbeiningum frá trúbræðrum sínum, svo að betri dómgreind þeirra megi bæta eigin ófullkomleika. Margir fátækir menn sem nú eru sáttir við að gera ekki neitt meðbræðrum sínum til góðs og til að efla málefni Guðs, gætu gert mikið ef þeir sneru við blaðinu. Þeir eru eins ábyrgir fyrir Guði á upphaflegri líkamsorku sinni eins og hinir ríku eru á fjármunum sínum. - 3 T 400.RR 72.4

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents