Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Ráðleggingar Varðandi Ráðsmennsku

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    Kafla 54—Að sœkja fram í trú

    Það ætti ekki alltaf að vera álitið viturlegasta áformið að byrja ekkert sem kallar á fjárfestingu nema að við höfum peningana í höndunum til að ljúka við fyrirhugað verk. í uppbyggingu starfs síns gerir Drottinn ekki ávallt þjónum sínum allt ljóst. Hann prófar stundum traust lýðs síns með því að láta þá sækja áfram í trú. Oft leiðir hann lýð sinn í þröngar og þungbærar kringumstæður og biður hann svo að halda áfram þegar fætur þeirra virðast vera að snerta Rauðahafið. Það er á slíkum tímum, þegar bænir þjóna hans stíga upp til hans í einlægri trú, að hann opnar leiðina framundan þeim og flytur þá út á víðáttumikið svæði.RR 144.1

    Drottinn vill að lýður hans trúi að hann muni gera eins mikla hluti fyrir þá og hann gerði fyrir börn Ísraels á ferð þeirra frá Egyptalandi til Kanaanlands. Við eigum að hafa menntaða trú sem ekki hikar við að fylgja leiðbeiningum hans í erfiðustu reynslum. “Sækið fram” er boð Guðs til lýðs síns.RR 144.2

    Þörf er á trú og glaðlegri hlýðni til að koma áformum Drottins í kring. Þegar hann bendir á nauðsyn þess að hefja starf á stöðum þar sem það muni hafa áhrif, á fólkið að ganga og vinna í trú. Með guðræknislegum samræðum sínum, auðmýkt sinni, bænum sínum og einlægum tilraunum, ætti það að vinna að því að fá fólkið til að meta það góða starf sem Drottinn hefur komið á stofn meðal þess. Það var markmið Drottins að Loma Linda heilsuhælið yrði eign okkar fólks, og hann kom því til leiðar þegar fljót erfiðleikanna voru í vexti og flóðu yfir bakka sína.9 T271, 272.RR 144.3

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents