Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    NÆGJUSEMI, 14. júní

    Guðhrœðslan samfara nœgjusemi er mikill gróðavegur. 1. Tím. 6, 6DL 171.1

    Það er komið með alltof mikið af áhyggjum og byrðum inn í fjölskyldur okkar en of lítið hlúð að náttúrlegum einfaldleik, friði og hamingju. Það ætti að hafa minni áhyggjur af því sem heimurinn fyrir utan segir en sýna meðlimum fjölskyldunnar meiri hugsunarsemi. Það ætti að vera minna um tildur og yfirborðskurteisi að heimsins hætti en mikið meira af blíðu og kærleika, glaðværð og kristinni kurteisi í fjölskyldunni. Margir þurfa að læra að gera heimilið aðlaðandi, stað þar sem fögnuður ríkir. Þakklát hj', örtu og vingjarnleg augnatillit eru dýrmætari en auður og íburður og nægjusemi með það sem einfalt er mun gera heimilið hamingjusamt ef kærleikurinn er þar.DL 171.2

    Jesús, endurlausnari okkar, gekk hér um á jörðinni með tíguleik konungs. Samt var hann auðmjúkur og af hjarta lítillátur. Hann var hverju heimili ljós og blessun vegna þess að hann bar með sér glaðværð, von og hugrekki. Ó, að við gætum gert okkur ánægð með minna af því sem hjartað girnist, kepptum minna eftir því til að skreyta heimili okkar með og erfitt er að fá, þegar ekki er hlúð að því sem Guð metur ofar gimsteinum, hinum auðmjúka og kyrrláta anda. Náðargjöf einfaldleikans, hógværðarinnar og sannrar elsku mundi gera hið lítilmótlegasta heimili að paradís. Það er betra að þola með gleði hver óþægindi en að yfirgefa frið og nægjusemi. 434T. 621. 622DL 171.3

    Hér er lykillinn að ánægju og friði og hamingju... Hinn sanni kristni maður... leitast við að lifa nytsömu lífi og laga venjur sínar eftir dæmi Jesú. Slíkur mun finna hina sönnustu hamingju, laun góðrar breytni. Slíkur mun vera hafinn yfir þrældóm yfírborðskennds lífs í frelsi og náð kristins einfaldleika. 44HR. Feb. 1877DL 171.4

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents