Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    EFASTU EIGI, 30. júní

    En vér vitum að þeim sem Gud elska samverkar allt til góðs, þeim sem kallaðir eru samkvcemt fyrirhugun. Róm.8, 28DL 187.1

    Minnist þess þegar reynslurnar koma að þær eru sendar ykkur til góðs... Þegar reynslur og erfiðleikar koma yfir ykkur skuluð þið vita að þær eru sendar til þess að þið megið meðtaka frá Drottni dýrðarinnar endurnýjaðan styrk og meiri auðmýkt svo hann geti örugglega blessað ykkur og stutt ykkur og haldið ykkur uppi. Grípið fyrirheit Guðs í trú og með von sem “lætur sér ekki til skammar verða.”DL 187.2

    Ó, hve Drottinn er góður okkur öllum og hversu örugglega getum við treyst honum! Hann kallar okkur litlu börnin sin. Komið því til hans eins og til ástríks föður. Það er ósk hans að hinir björtu geislar réttlætissólarinnar skíni af ásjónum okkar og í orðum okkar og athöfnum. Ef við elskum hver annan eins og Kristur elskaði okkur mun múr sá sem aðskilur okkur frá Guði og okkur frá hvert öðru verða brotinn niður og margar hindranir fjarlægðar sem koma í veg fyrir að Heilagur andi streymi frá hjarta til hjarta... treystið honum af öllu hjarta. Hann mun bera ykkur og byrðar ykkar. 91Letter 13, 1904DL 187.3

    Drottinn ætlast til að folk hans sé saelt. Og hann opnar fyrir okkur eina uppsprettu huggunar eftir aðra svo að við getum verið fyllt fögnuði og friði í núverandi reynslu okkar. Við eigum ekki að bíða þar til við komumst inn í himininn til að eignast birtu, huggun og fögnuð. Við eigum að eignast þetta hér í þessu lífi... við förum mikils á mis af því að við grípum ekki þær blessanir sem við getum eignast í sorgum okkar. Allar þjáningar okkar og sorgir, allar freistingar okkar og reynslur, öll okkar áhyggjuefni, öll ofsókn og þrenging og í stuttu máli sagt allir hlutir samverka okkur til góðs... allar reynslur og kringumstæður eru verkamenn Guðs sem geta veitt okkur gott. Við skulum líta á ljósið bak við skýin. 92R&H, Feb. 27, 1894DL 187.4

    Hamingja okkar kemur ekki frá því sem umhverfis okkur er heldur frá því sem fyrir innan er, ekki frá því sem við höfum heldur af því sem við erum. 93YI, Jan. 23, 1902DL 187.5

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents