Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    JÚLÍ—FÉLAGSLÍF

    FORDÆMI JESÚ Í FÉLAGSLEGUM SAMSKIPTUM, 1 júlí

    Og á þriðja degi var haldið brúðkaup í Kana í Galíleu. Og móðir Jesú var þar en Jesú var og boðinn til brúðkaupsins og lœrisveinar hans. Jóh. 2, 1. 2DL 188.1

    Það var brúðkaup í Kana í Galíleu. Brúðhjónin voru skyld Jósef og Maríu. Kristur vissi um þessa fjölskyldusamkomu og að margt áhrifafólk kæmi þar saman svo hann gerði sér ferð til Kana ásamt nýorðnum lærisveinum sínum. Strax og það var vitað að Jesús væri kominn á staðinn var honum og vinum hans sent sérstakt boð...DL 188.2

    Hann hafði slegist í blandaðan hóp við brúðkaup. Hann hafði helgað samkvæmi með nærveru sinni en það hvíldi enginn skuggi léttúðar yfir hegðum hans.DL 188.3

    I þessu er að fínna lexíu fyrir lærisveina Krists á öllum tímum um að útiloka sig ekki frá samfélaginu og hafna ekki öllum félagslegum samskiptum og leita í burtu frá öðrum mönnum. Til þess að ná til allra samfélagshópa verðum við að hitta þá þar sem þeir eru. Þeir munu sjaldan leita til okkar af eigin frumkvæði. Það á ekki aðeins að snerta við hjörtum karla og kvenna með guðlegum sannleika frá ræðupúltinu. Kristur vakti áhuga þeirra með því að ganga á meðal manna sem sá er vildi þeim vel. Hann leitaði þeirra við dagleg störf og sýndi mikinn áhuga á tímanlegum málum þeirra. Hann veitti fólkinu fræðslu sína á heimilum þeirra og þannig urðu heilar fjölskyldur fyrir guðlegum áhrifum hans á eigin heimilum...DL 188.4

    Jesús ávítaði fólk fyrir bindindisleysi, hóglífi og heimskupör. Samt var hann félagslyndur í eðli sínu. Hann tók boði um að snæða með lærðum mönnum og tignum jafnt sem fátækum og hrjáðum... Hann lagði aldrei blessun sína yfir munað og léttúð en saklausar hamingjustundir voru honum gleðiefni. Gyðinglegt brúðkaup var honum hátíðlegt og áhrifaríkt samkvæmi og gleðin og fögnuðinn þar var ekki manns-syninum vanþóknanlegur. 1Signs, Nov. 22, 1877DL 188.5

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents