Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    HVERSU INDÆL ERU ORÐ í TÍMA TÖLUÐ, 5 júlí

    Gullepli í skrautlegum silfurskálum — svo eru orð í tíma töluð. Orðskviðirnir 25, 11DL 192.1

    Þegar Kristur var í veislu stjórnaði hann samtalinu og kenndi mönnum margar dýrmætar lexíur. Þeir sem viðstaddir voru hlýddu á hann því hafði hann ekki læknað hina sjúku á meðal þeirra, huggað hina sorgmæddu og tekið börn þeirra í arma sína? Tollheimtumenn og syndarar löðuðust að honum og þegar hann talaði beindist athygli þeirra að honum. Orðskviðirnir 25,11DL 192.2

    Kristur kenndi lærisveinum sínum hvernig þeir ættu að hegða sér í félagsskap annarra. Hann fræddi þá um skyldur og reglur hins sanna félagslífs sem eru hinar sömu og lög guðsríkis. Hann kenndi lærisveinum sínum með fordæmi sínu að þá þyrfti ekki að skorta neitt til að segja á opinberum vettvangi. Þegar Kristur var í veislu var orðræða hans gagnólík því sem menn höfðu átt að venjast í slíkum samkvæmum fyrrum. Hvert orð af munni hans var sem ilmur af lífi til lífs. Hann talaði skýrt og var laus við skrúðmælgi. Orð hans voru sem gullepli í silfurskálum. 9R&H. Oct. 2, 1900DL 192.3

    Samfélag við Krist — hversu óumræðilega dýrmætt! Það eru forréttindi okkar að njóta slíks samfélags... Þegar fyrstu lærisveinarnir heyrðu orð Krists fundu þeir til þarfar sinnar á honum. Þeir leituðu hans, fundu hann og fylgdu honum. Þeir voru með honum inni í húsinu, við matborðið, inni í herberginu og úti á akrinum. Þeir voru með honum sem nemar með kennara og námu daglega af vörum hans heilög sannindi.DL 192.4

    Félagsskapur okkar hefur mikla þýðingu. Við getum tengst mörgum vináttuböndum sem eru okkur gagnleg og ánægjuleg en engin eru svo dýrmæt eins og þegar dauðlegur maður kemst í snertingu við óendanlegan Guð. Þegar við erum þannig tengd Kristi eru orð hans í okkur... Árangurinn mun birtast í hreinleika í hjarta, ráðvendni í lífinu og gallalausu lunderni. Við getum því aðeins orðið Kristi lík ef við kynnumst honum og höfum samfélag við hann sem er hið eina gallalausa fordæmi. 11Signs, Sept. 10, 1885DL 192.5

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents