Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    HUGSUNARSÖM GAGNVART ÖÐRUM, 8 júlí

    Að lokum, verið allir samhuga, hluttekningarsamir, bróðurelskir, miskunnsamir, auðmjúkir. 1. Pétursbréf 3, 8DL 195.1

    Postulinn mikli var fastur fyrir þegar skylda og meginregla voru annars vegar. Hann prédikaði Krist með mikilli djörfung en hann var aldrei hrjúfur eða ókurteis. Hann átti blítt hjarta og var ávallt vingjarnlegur og hugsunarsamur gagnvart öðrum. Háttvísi var einkenni lundernis hans og þetta opnaði honum leið að æðri stéttum samfélagsins...DL 195.2

    Hann var ákafur hvað snerti sannleikann, djarfur í því að boða Krist en háttvísi í framkomu og sönn kurteisi einkenndu alla hegðum hans... Páll dró til sín hlý hjörtu hvar sem hann fór. Líf hans var tengt lífi bræðra hans. Þegar hann skildi við þá vitandi það að þeir mundu aldrei sjást aftur fylltust þeir sorg og báðu þeir hann einlæglega um að vera áfram með sér svo hann hrópaði: “Hví gjörið þér þetta að gráta og hrella hjarta mitt?” Samúðarfullt hjarta hans var að bresta er hann var vitni að og fann sorg þeirra við þennan síðasta skilnað. Þeir elskuðu hann og þeim fannst að þeir gætu ekki skilið við hann. Hvaða kristinn maður dáist ekki að lunderni Páls? Hann var fastur sem klettur sem stóð til að verja sannleikann en blíður og kærleiksríkur sem barn þegar hann var umkringdur vinum...DL 195.3

    Þeir játendur Krists sem eru honum likastir eru vingjarnlegastir, samúðarfyllstir, og kurteisastir. Þeir eru fastir fyrir í skapgerð í sannfæringu sinni og lunderni þeirra er sterkt. Ekkert getur sveigt þá frá trú þeirra eða ginnt þá frá skyldu þeirra.DL 195.4

    Kristinn maður mun rækta með sér auðmjúkan og kyrrlátan anda. Hann mun vera rólegur og taka tillit til annarra og vera glaður í lund og sjúkleiki mun ekki gera hann fyrtinn eða veðrið eða aðstæður raska ró hans... Börn Guðs gleyma aldrei að gera gott... Góð verk eru þeim eðlileg því að Guð hefur ummyndað eðli þeirra fyrir náð sína. 17R&H, Sept. 8, 1S85DL 195.5

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents