Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    SÆLAR SAMVERUSTUNDIR, 14. júlí

    Við sem vorum ástúðarvinir, sem gengum í eindrœgni saman í Guðs hús. Sálm. 55, 14DL 201.1

    Umvefjið börnin ykkar með hrífandi andrúmslofti heimilisins og með samfélagi ykkar. Ef þið gerið þetta munu þau ekki hafa svo mikla þörf eftir samfélagi ungra félaga... Vegna hins illa sem núna er í heiminum og þar sem ýmsar hömlur verður að leggja á börn ættu foreldrar að sýna tvöfalda viðleitni við að tengjast þeim og láta þau sjá að þeir vilja gera þau glöð. 36IT, 388DL 201.2

    Foreldrar ættu að helga fjölskyldum sínum kvöldin. Varpið af ykkur áhyggjum ykkar og áhyggjum að starfsdegi loknum... Gerið kvöldin eins skemmtileg og mögulegt er. 37CTBH, 65DL 201.3

    Stofnið leshring á heimilinu þar sem hver meðlimur fjölskyldunnar getur lagt til hliðar áhyggjur dagsins og verið með í námi. Feður, mæðu, bræður og systur, takið upp þetta starf af hjarta og sjáið hvort þetta verður ekki mikil bót fyrir söfnuðinn á heimilinu... Lesið þær bókmenntir sem veita ykkur sanna þekkingu og verða allri fjölskyldunni hjálp. 38R&H, July 29. 1902DL 201.4

    Ef þeir vildu safna börnum sínum um sig og sýna að þeir elski þau og létu í ljós áhuga á allri þeirra viðleitni og jafnvel á íþróttum þeirra og yrðu stundum börn meðal barna mundu þeir gera börnin sín mjög hamingjusöm og vinna ást þeirra og traust. 39FE. 18DL 201.5

    Séu börnin alin upp á sönnu heimili og undir viturlegri og kærleiksríkri leiðsögn þess munu þau ekki hafa neina löngun til þess að sækja í burtu í leit að skemmtun og félagsskap. Hið illa mun ekki tæla þau til sín. Það andrúmsloft sem ríkir á heimilinu mun móta lunderni þeirra. Þau munu temja sér venjur og meginreglur sem munu vera sterk vörn gegn freistingu þegar þau hverfa úr skjóli heimilisins og taka sér sess í heiminum. 40MH, 394DL 201.6

    Hið unga hjarta er fljótt að sýna svörun gagnvart snertingu samúðarinnar. 41FE, 58DL 201.7

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents