Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  BIBLÍAN KVEIKIR NÝTT LÍF, 20. Janúar

  Þér sem eruö endurfœddir... fyrir orð Guðs, hans, sem lifir og varir. 1. Pét. 1, 23DL 26.1

  Í Biblíunni er vilji Guðs opinberaður. Sannindi orðs Guðs eru mál hins hæsta. Sá, sem gerir þessi sannindi að hluta af lífi sínu verður í öllu tilliti ný sköpun. Honum eru ekki veittir nýir andlegir hæfileikar, heldur er dreift því myrkri, sem vegna fáfræði og syndar hefur sljóvgað skilninginn. Orðin: “og ég mun gefa þér nýtt hjarta” þýða “nýjan huga mun ég gefa þér.” Sterk sannfæring um kristna skyldu og skilningur á sannleika eru alltaf samfara breytingu á hjartanu. Sá sem veitir ritningunum nána athygli samfara bæn mun öðlast skýran skilning og heilbrigða dómgreind eins og hann hefði komist á hærra vitsmunasvið við það að snúa sér til Guðs.DL 26.2

  Biblían hefur inni að halda meginreglurnar, sem eru grundvöllurinn að öllum sönnum mikilleik og allri sannri velmegun, hvort heldur sem er fyrir einstakling eða þjóð. Sú þjóð sem gefur leyfi til að útbreiða Biblíuna opnar hugum fólksins leið til að þroskast og vaxa. Við lestur Biblíunnar skín ljós inn á myrkan stað. Þegar orð Guðs er rannsakað koma í ljós lífgefandi sannleiksatriði. Í lífi þeirra sem taka kenningar þess til greina mun verða straumur hamingju, sem allir, er þeir komast í samband við, munu hljóta blessun af. 50R&H, Dec. 18, 1913DL 26.3

  Þúsundir hafa tekið vatn af þessari lífsuppsprettu, en samt minnka birgðirnar ekkert. Þúsundir hafa ákveðið að hafa Drottin fyrir augum sér og við það að sjá hafa þeir breyst til sömu myndar. Andi þeirra brennur hið innra með þeim, er þeir tala um lunderni hans og segja hvað Kristur er þeim og þeir Kristi... þúsundir í viðbót geta tekið þátt í því að rannsaka leyndardóma endurlausnarinnar... Hver ný rannsókn mun opinbera eitthvað enn athyglisverðara en áður hefur komið í ljós. 51Signs, April 18, 1906DL 26.4

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents