Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    JESÚS KOM TIL AÐ ÞJÓNA, 9. ágúst

    Því að manns-sonurinn er ekki heldur kominn til þess að láta þjóna sér heldur til þess að þjóna. Mark. 10, 45DL 227.1

    Mörgum fínnst það yrðu mikil forréttindi að koma á þá staði þar sem Kristur var á jörðinni, að ganga þær slóðir sem hann gekk, að líta vatnið þar sem honum þótti svo gaman að kenna og hæðirnar og dalina sem augu hans hvíldu svo oft á. En við þurfum ekki að fara til Nazaret, til Kapernaum eða til Betaníu til þess að ganga í fótspor Jesú. Við munum finna fótspor hans við sjúkrabeðinn, í hreysum fátækra, í mannþröng stórborganna og á hverjum þeim stað þar sem mannleg hjörtu þarfnast huggunar. Með því að gera það sama og Kristur gerði þegar hann var hér á jörðinni, göngum við í fótspor hans...DL 227.2

    Milljónir og aftur milljónir manna sem eru að glatast og bundnar eru í hlekki fáfræði og syndar hafa aldrei heyrt um kærleika Krists til þeirra. Hvað mundum við vilja að þau gerðu fyrir okkur ef við ættum að skipta á hlutskipti við þau? Það hvílir heilög skylda á okkur að gera allt það fyrir þau að svo miklu leyti sem okkur er það kleift. Lífsregla Krists er þessi og eftir henni stendur eða fellur allt okkar í dóminum: “Hvað sem þér því viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og þeim gjöra.”DL 227.3

    Frelsarinn hefur gefíð okkur dýrmætt líf sitt til þess að setja á stofn söfnuð sem er hæfur til að annast um sorgmæddar sálir sem verða fyrir freistingu. Hópur trúaðra kann að vera fátækur, ómenntaður og óþekktur en samt getur hann í Kristi unnið verk á heimilinu, í nágrenninu, í söfnuðinum og á fjarlægum stöðum og munu afleiðingarnar þá verða jafn víðfeðmar sem eilífðin.DL 227.4

    Það er vegna þess að þetta starf er vanrækt að svo margir ungir lærisveinar vaxa aldrei upp úr frumatriðum kristilegrar reynslu. Ljósinu sem logaði í þeirra eigin hjörtum þegar Jesús talaði við þá: “Syndir þínar eru fyrirgefnar,” hefði þeir getað haldið lifandi með því að hjálpa þeim sem voru í neyð. Obeisluðum kröftum sem oft leiða hina ungu í hættu hefði mátt beina í farveg sem hefði getað orðið til blessunar. Eigingirnin hefði fljótlega gleymst við það að vinna af einlægni fyrir aðra. 15DA, 640DL 227.5

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents