Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  STARF FYRIR FÁTÆKA, 14. ágúst

  Og Jesús fór um allar borgirnar og þorpin, kenndi í samkundum þeirra og prédikaði fagnaðarboðskapinn um ríkið og læknaði hvers konar sjúkdóma og hvers konar krankleika. Matt. 9, 35DL 232.1

  En hvað Jesús hafði mikið að gera! Dag eftir dag mátti sjá hann ganga inn í fátækleg heimili þar sem ríkti vöntun og sorg og tala vonarorð til niðurbeygðra manna og friðarorð til hrjáðra. Athygli hans beindist að miklu leyti að fátækum og líðandi. Börnin elskuðu hann. Þau löðuðust að honum vegna samúðar hans. Með einföldum orðum og kærleiksríkum kippti hann úr vegi mörgum vandkvæðum sem komu upp á meðal þeirra. Oft tók hann þau á kné sér og talaði við þau á þann hátt sem vann hjörtu þeirra...DL 232.2

  Hann var auðmjúkur, vingjarnlegur, blíður og samúðarfullur og gekk um kring og gjörði gott, mettaði hungraða lyfti upp þeim sem voru niðurbeygðir og huggaði sorgmædda. Enginn sem kom til hans og bað um hjálp fór í burtu bónleiður. Ekki var einn þráður eigingirni ofinn inn í það mynstur sem hann vildi að börn hans fylgdu. Hann lifði því lífi sem hann vildi að allir lifðu sem trúa á hann. Það var fæða hans og drykkur að gjöra vilja föður síns, öllum þeim sem komu til hans og báðu um hjálp jók hann trú, von og líf. Hvar sem hann fór veitti hann blessun sína. 33WM, 116DL 232.3

  Frelsarinn fann til með föllnu og líðandi mannkyni. Ef þið viljid vera fylgjendur hans verðið þið að rækta með ykkur samúð og umhyggju. Kæruleysi fyrir mannlegu böli verður að víkja fyrir lifandi áhuga fyrir þjáningum annarra. Ekkjan, munaðarleysinginn, hinn sjúki og deyjandi munu ávallt þarfnast hjálpar. Þar er tækifæri til að boða fagnaðarerindið — til að sýna Jesúm, von og huggun allra manna. Þegar búið er að lina þjáningar líkamans og þið hafið sýnt lifandi áhuga á hinum hrjáðu er hjartað opið og þú getur hellt þar inn smyrsli himinsins. Ef þið lítið til Jesú og leitið þekkingar og styrks og náðar hjá honum getið þið veitt öðrum huggun hans af því að huggarinn er með ykkur. 34Med. Mis., Jan., 1891DL 232.4

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents