Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  BJARGA SJÁLFUM MÉR MEÐ ÞVÍ AÐ BJARGA ÖÐRUM, 18. ágúst

  Haf gát á sjálfum þér og kenningunni. Ver stöðugur við þetta. Því að er þú gjörir það munt þú bœði gjöra sjálfan þig hólpinn og áheyrendur þína. 1. Tím. 4, 16DL 236.1

  Eg hef lesið um mann sem var á leið að vetri til gegnum snjóskafla og var svo loppinn af kulda sem dró úr lífskrafti hans án þess að eftir væri tekið. Hann var nær dauða en lífí af kulda og var um það bil að gefast upp í baráttunni fyrir lífinu þegar hann heyrði stunur samferðamanns sem var einnig að farast úr kulda. Samúð hans vaknaði og hann ákvað að bjarga honum. Hann nuddaði ískalda limi veslings mannsins og eftir töluverða áreynslu reisti hann hann á fætur. Þar sem hann gat ekki staðið á fótunum bar hann hann í kærleiksríkum örmum sínum gegnum þá skafla sem hann hélt hann kæmist aldrei sjálfur í gegnum.DL 236.2

  Þegar hann hafði borið samferðamann sinn á öruggan stað skynjaði hann sannleika þeirra orða að með því að frelsa náunga sinn hafði hann einnig bjargað sjálfum sér. Einlæg viðleitni hans til þess að hjálpa öðrum hafði örvað blóðrásina, sem var orðin dræm í hans eigin æðum, svo að hlýja barst í útlimi hans.DL 236.3

  Þeirri staðreynd verður stöðugt að halda fram við unga meðlimi að með því að hjálpa öðrum öðlumst við sjálf hjálp svo að þau í kristilegri reynslu sinni geti öðlast sem bestan árangur. Þeir sem örvænta og þeir sem telja að leiðin til eilífs lífs sé erfið og vandasöm ættu að hefjast handa að hjálpa öðrum. Slík viðleitni samfara bæn um guðlegt ljós mun örva hjartslátt þeirra með hvetjandi áhrifum náðar Guðs og gefa tilfinningum þeirra meiri guðlegan ákafa. Allt kristilegt líf þeirra mun verða raunverulegra, einlægara og bænríkara... Vitnisburðirnir sem þeir munu flytja á hvíldardagssamkomunum munu verða fylltir krafti. Með fögnuði munu þeir bera vitni um það hversu dýrmæt sú reynsla er sem þeir hafa eignast með því að vinna fyrir aðra. 48GW, 198, 199DL 236.4

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents