Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    HID HELGA LÍF ENOKS, 8. September

    Enok gekk með Guði.. í þrjú hundruð ár. 1. Mós. 5, 22DL 257.1

    Það var röð helgra manna sem lifðu í samfélagi við himininn af því að þeir voru helgaðir og göfgaðir fyrir samfélag við Guð. Þetta voru stórvitrir menn og hæfileikamiklir. Þeir áttu sér mikið og heilagt markmið — að þroska réttláta lyndiseinkunn, að kenna lexíur guðrækni ekki aðeins mönnum þeirra tíma heldur ókomnum kynslóðum...DL 257.2

    Um Enok er það skrifað að hann lifði í 65 ár og gat son. Eftir það gekk hann með Guði í þrjú hundruð ár. Á þessum fyrstu árum hafði Enok elskað Guð og óttast hann og haldið boðorð hans... Af vörum Adams nam hann hina myrku sögu um syndafallið og hina sælu sögu um náð Guðs sem birtist í fyrirheitinu og hann treysti því að endurlausnari myndi koma. En eftir fæðingu frumburðar Enoks öðlaðist hann æðri reynslu. Hann var dreginn í nánara samfélag við Guð. Hann skildi skýrar eigin skyldur og ábyrgð sem sonur Guðs. Og er hann sá ást barnsins til föður síns, einfalt traust þess á að hann mundi vernda það — þegar hann fann blíðar og djúpar tilfinningar í eigin hjarta til frumburðar síns lærði hann dýrmætar lexíur um undursamlegan kærleika Guðs til mannanna er hann gaf son sinn og fann til þess trausts sem börn Guds geta borið til hins himneska föður. Hinn óendanlegi og ómælanlegi kærleiki Guðs fyrir Krist var íhugunarefni hans dag og nótt og með öllum sálarstyrk sínum leitaðist hann við að opinbera þann kærleika því fólki sem hann bjó á meðal.DL 257.3

    Enok gekk ekki með Guði í leiðslu eða í sýn heldur í öllum skyldustörfum daglegs lífs... í fjölskyldunni og í samskiptum sínum við menn, sem eiginmaður og faðir, vinur og borgari var hann staðfastur og öruggur þjónn Drottins. 17PP, 84, 85DL 257.4

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents