Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    ÓBILANDI RÁÐVENDNI HEBREANNA ÞRIGGJA, 9. September

    Nebúkadnesar... sagði við ráðgjafa sína: Höfum vér ekki kastað þremur mönnum fjötruðum inn í eldinn? Þeir svöruðu konunginum og sögðu: Jú, vissulega, konungur! Ég sé þó fjóra menn ganga lausa inni í eldinum án þess að nokkuð hafi orðið þeim að grandi og er ásýnd hins fjórða því líkust sem hann sé sonur guðanna. Dan. 3, 24. 25DL 258.1

    Þessir þrír Hebrear höfðu til að bera sanna helgun. Sé lifað eftir sönnum kristnum meginreglum er ekki stansað til þess að vega og meta afleiðingarnar. Það er ekki spurt: Hvað mun fólk hugsa um mig ef ég geri þetta? Eða hvaða áhrif mun það hafa á framgang minn í heiminum ef ég geri þetta? Það er æðsta þrá barna Guðs að vita hvað hann vill að þau geri svo að þau geti með verkum sínum vegsamað hann. Drottinn hefur séð fyrir öllu til þess að hjörtu og líf fylgjenda hans geti stjórnast af guðlegri náð og að þau geti verið sem skínandi ljós í heiminum.DL 258.2

    Þessir trúu Hebrear áttu til að bera mikla náttúrulega hæfileika. Þeir höfðu hlotið æðstu vitsmunalega menntun og höfðu hlotið heiðursstöðu. En allt þetta leiddi þá ekki til þess að gleyma Guði. Hæfileikar þeirra voru á valdi helgandi áhrifa guðlegrar náðar. Með óbilandi ráðvendni sinni víðfrægðu þeir dáðir hans sem hafði kallað þá út úr myrkrinu inn í sitt ljós. Í undursamlegri frelsun þeirra birtist máttur og hátign Guðs frammi fyrir öllum þeim sem saman voru safnaðir. Jesús stóð sjálfur við hlið þeirra í eldsofninum og sannfærði hinn stolta konung Babylonar með dýrð návistar sinnar að það gat ekki verið neinn annar ern sonur Guðs. Ljós himinsins hafði skinið frá Daníel og vinum hans þar til allir félagar þeirra skildu þá trú sem göfgaði líf þeirra og gerði lunderni þeirra fagurt...DL 258.3

    Hvílík lexía þeim sem eru veikburða, reikandi og hugdeigir í málefni Guðs!... Þessir trúu og staðföstu menn eru dæmi um helgun þó að þeim hafi ekki komið til hugar að gera tilkall til slíks heiðurs. 18SL, 29, 30DL 258.4

    Sérhver kristinn maður getur notið blessunar helgunarinnar. 19SL, 61DL 258.5

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents