Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    KÆRLEIKUR JÓHANNESAR OG HLÝÐNI, 10. September

    Og vér höfum þekkt og trúað sannleikanum sem Guð hefur á oss. Guð er kœrleikur og sá sem er stöðugur í kœrleikanum er stöðugur í Guði og Guð er stöðugur í honum. 1. Jóh. 4, 16DL 259.1

    Hinn sanni kærleikur og óeigingjarna helgun sem birtist í lífi og lund Jóhannesar er ómetanleg lexía fyrir hinn kristna söfnuð. Sumir kunna að telja að hann hafi átt þennan kærleika án þess að guðleg náð hafi komið til en Jóhannes hafði að eðlinu til alvarlega skapgerðargalla. Hann var stoltur og metorðagjarn og fljótur að styggjast þegar honum var misboðið eða hann særður...DL 259.2

    Jóhannes þráði að verða sem Jesús og fyrir ummyndandi á hrif kærleika Krists varð hann auðmjúkur og lítilmótlegur í hjarta. Eigingirnin vék fyrir áhrifum Krists. Hann var nátengdur hinum lifandi vínviði og varð þannig hluttakandi guðlegs eðlis. Slík verða ávallt áhrif samfélags við Krist. Þetta er sönn helgun.DL 259.3

    Einstaklingur kann að hafa til að bera áberandi skapgerðargalla en fyrir kraft guðlegrara náðar verður hann samt ný sköpun þegar hann verður sannur lærisveinn Jesú. En þegar menn játa kristna trú og trúin gerir þá ekki að betri mönnum í öllum samböndum lífsins — lifandi fulltrúa Krists í lund og skaphöfn — þá eru þeir ekki hansbörn. 20SL, 41DL 259.4

    Jóhannes naut blessana sannrar helgunar. En takið eftir því að postulinn gerði ekki kröfu til að verða syndlaus. Hann er að leita. fullkomnunar með því að ganga í ljósinu frá ásjónu Guðs. Hann segir að sá maður sem segist þekkja Guð og brýtur hin guðlegu lög segi rangt til í játningu sinni... á sama tíma sem við eigum að elska þær sálir sem Kristur dó fyrir og að vinna að hjálpræði þeirra ættum við ekki að láta undan syndinni. Við eigum ekki að slást í hóp með hinum uppreisnargjörnu og kalla það kærleiksverk. Guð vill að fólk hans á þessu skeiði heimssögunnar standi sem Jóhannes á sínum tíma óhvikul með réttlætinu í andstöðu gegn þeirri villu sem eyðileggur sálina. 21SL, 48DL 259.5

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents