Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    FORMÁLI

    Efni það sem birtist í þessari bók og er valið sem hugvekja við ritningargrein hvers dags er tekið úr ritum Ellen G. White sem um sjötíu ára skeið sinnti andlegum þörfum þeirra sem umhverfis hana voru. Meginreglur kristilegs lífernis voru fyrir henni ekki aðeins efni í ritgjörð eða ræðu, heldur birtust þær í lífi hennar sem tíu-ára stúlku, ungrarkonu, móður, hjálpsams nágranna, þekktrar persónu 1 samfélaginu og ferðamanns um heiminn. Það verður mikils metið að í bók þessari birtast margar greinar eftir Ellen G. White sem hingað til hafa ekki birst í bókarformi því að í bók þessa hefur verið safnað efni úr þúsundum tímaritsgreina Ellen G. White sem birtust upphaflega í vikueða mánaðarritunum Youth’s Instructor, Review and Herald, Signs of the Times o. s. frv. og einnig úr óprentuðum handritum.DL 5.1

    Þar sem hugvekjan fyrir hvern dag miðast við eina prentaða síðu varð að undan skilja mikið af ágætis efni og oft varð að fella úr innan ákveðinnar greinar. Allar úrfellur eru sýndar á vanalegan hátt. I sumum tilvikum er hugvekjan fyrir daginn sett saman úr nokkrum völdum greinum sem mynda eina heild. Aftast í bókinni er að finna skrá sem sýnir hvaðan greinarnar eru teknar.DL 5.2

    Sumar áminningarnar í bók þessari voru upphaflega stílaðar til alls safnaðarins, aðrar til foreldra eða barna eða ungmenna. Margar greinanna eru meira almenns eðlis. Í hverju tilviki er um að ræða boðskap sem talar skýrt til hjarta lesandans án tillits til aldurs, stöðu eða starfs.DL 5.3

    Forráðamenn Ellen G. White útgáfunnar sáu um að velja efni í Daglegt líf en þeim hefur verið falið að annast um ritverk Ellen G. White og gefa þau út. Verkið hefur verið unnið í fullu samræmi við þær leiðbeiningar sem Ellen G. White gaf þessum forráðamönnum um prentun á samanteknu efni úr ritum hennar.DL 5.4

    Það er von okkar að þessar stuttu hugvekjur sem snerta daglegt líf ykkar megi verða leiðarljós og hvatning á kristilegri vegferð.DL 5.5

    ÚTGEFENDUR OG FORRÁÐAMENN ELLEN G. WHITE ÚTGÁFUNNAR

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents