Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    HINIR HEILÖGU MUNU EIGNAST RÍKIÐ, 26. September

    En hinir heilögu hins hcesta munu eignast ríkið og þeir munu halda ríkinu œvinlega og uni aldir alda. Dan. 7, 18DL 275.1

    Guð tekur engan til himins nema hann hafi fyrst verið gerður helgur í þessum heimi fyrir náð Krists. Hann tekur þá til sín sem hafa gert Krist að fordæmi sínu. Þegar kærleikur Krists er ráðandi meginregla í sálinni munum við sjá að við erum falin með Kristi í Guði...DL 275.2

    Guð getur fagnað syngjandi yfir þeim einum sem fyrir baen, árvekni og kærleika vinna verk Krists. Eftir því sem Drottinn sér lunderni síns elskaða sonar opinberast betur í fólki sínu er ánægja hans og gleði yfir þeim meiri. Guð sjálfur og himneskir englar fagna yfir þeim syngjandi. Hinn trúaði syndari er sagður saklaus en sekt hans lögð á Krist. Réttlæti Krists er lagt á reikning skuldarans og á skrá hans er ritað við nafn hans: Honum fyrirgefið. Eilift líf...DL 275.3

    “Þér eruð Guðs akurlendi.” Guð hefur gleði af trúuðum sonum sínum og dætrum eins og við höfum ánægju af því að rækta garð. Garður krefst stöðugs starfs. Það verður að fjarlægja illgresið. Gróðursetja verður nýjar plöntur. Það verður að sniðla af greinar sem vaxa of hratt. Þannig vinnur Drottinn fyrir akurlendi sitt, þannig hlúir hann að jurtum sínum. Hann getur ekki haft gleði af neinum þeim vexti sem opinberar ekki náðargjáfir lundernis Krists. Blóð Krists hefur gert karla og konur að dýrmætri eign Guðs... sumar jurtir eru svo veikbyggðar að þær hafa naumast líf og Drottinn annast sérstaklega um þær. 64R&H, Aug. 24, 1897DL 275.4

    Aðeins þeir munu ganga inn í himininn sem á náðartímanum hafa myndað lunderni sem ber með sér himnesk áhrif. Hinn helgi maður á himni verður fyrst að vera helgur á jörðu. 65Signs, Nov. 14, 1892DL 275.5

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents