Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    LOTNING FYRIR NAFNI GUÐS, 5. október

    Heilagt og óttalegt er nafn hans. Sálm. 11, 9DL 284.1

    Nafni Guðs ætti einnig að sýna lotningu. Aldrei ætti það nafn að vera nefnt í hugsunarleysi eða léttúð. Jafnvel í bæn ættum við að forðast að endurtaka það oft eða að þarflausu. 12Ed, 243DL 284.2

    Þeir sem eru leiddir til sáttmálasambands við Guð eru beðnir um að tala um hann á hinn virðingarverðasta og lotningarfyllsta hátt...DL 284.3

    Það er að vanheiðra Guð að blóta og einnig að mæla þau orð sem telja má eiðstaf. Drottinn sér, Drottinn heyrir og hann mun ekki telja hinn brotlega saklausan. Hann lætur ekki að sér hæðast. Þeir sem leggja nafn Guðs við hégóma munu finna að það er skelfilegt að falla í hendur lifandi Guðs. 13MS, 126, 1901DL 284.4

    Við vanheiðrum Guð með því að nefna nafn hans í hugsunarleysi í almennu samtali, með því að ákalla hann um ómerkileg málefni og með því að endurtaka nafn hans títt og í hugsunarleysi. 14PP, 306, 307DL 284.5

    En hvað sumir hafa óljósar hugmyndir um heilagleika Guðs og hversu mjög leggja þeir hið heilaga nafn hans við hégóma án þess að gera sér grein fyrir að það er Guð, hinn mikli og ægilegi Guð sem þeir eru að tala um. Þegar fólk biður nota margir orð sem sýna kæruleysi og skort á lotningu sem hryggja hinn viðkvæma Anda Drottins og leiða til þess að bænir þeirra ná ekki til himins. 15EW, 70DL 284.6

    “Heilagt og óttalegt er nafn hans.” Við eigum aldrei að nefna nöfn guðdómsins af léttúð. Í bæn göngum við inn í móttökuherbergi hins hæsta og við ættum að koma fram fyrir hann af heilagri lotningu. Englarnir hylja ásjónur sínar í návist hans. Kerúbarnir og hinir björtu og heilögu serafar nálgast hásæti hans með alvarleika og lotningu. Hversu miklu fremur ættum við dauðlegar, syndugar mannverur að koma fram fyrir Drottin, skapara okkar með lotningu. 16MB, 157DL 284.7

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents