Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  KRISTNIR MENN Á ÖLLUM ÖLDUM HAFA SIGRAÐ, 17. nóvember

  Því það sem af Guði er fætt sigrar heiminn. Og trú vor hún er siguraflid sem hefir sigrað heiminn. 1. Jóh. 5, 4DL 327.1

  Postularnir byggðu á öruggri undirstöðu, bjargi aldanna. A þennan grundvöll lögðu þeir steinana sem þeir tóku úr grjótnámu heimsins. Byggingarmennirnir störfuðu þrátt fyrir mikla erfiðleika og hindranir. Ofsóknir og óvinir Krists gerðu starfið mjög erfitt. Þeir urðu að stríða gegn hræsni, hleypidómum og hatri þeirra sem voru að byggja á falskri undirstöðu...DL 327.2

  Konungar og landstjórar, prestar og stjórnendur leituðust við að eyða musteri Guðs. En trúir menn héldu verkinu áfram þrátt fyrir fangelsi, pyntingar og dauða og byggingin hækkaði, fögur og samræmd...DL 327.3

  A eftir stofnun hins kristna safnaðar fylgdu ofsóknir öldum saman en það vantaði aldrei menn sem töldu byggingarstarfið við musteri Guðs kærara en lífið sjálft...DL 327.4

  Óvinur réttlætisins lét einskis ófreistað í viðleitni sinni við að stöðva það verk sem falið var byggingarmönnum Drottins. Guð var ekki án vitnisburðar. Starfsmenn voru vaktir upp sem héldu uppi vörnum fyrir trúnni sem heilögum hafði í hendur seld verið. Sagan ber vott um hreysti og hetjudáðir þessara manna. Margir þeirra féllu við störf sín eins og postularnir en bygging musterisins hélt stöðugt áfram. Verkamennirnir voru deyddir en verkið hélt áfram. Valdesarnir, John Wycliffe, Húss og Híerónymus, Marteinn Lúter og Zwingli, Cranmer, Latimer og Knox, Húgenottar, Johannes og Karl Wesley og hópur annarra lögðu á undirstöðuna efni sem mun standast til eilífðar. Við getum litið til baka um aldaraðir og séð hina lifandi steina sem það er byggt úr eins og bjarta ljósgeisla í myrkri villu og hjátrúar. Um alla eilífð munu þessir steinar skína með vaxandi styrk og bera vitni um mátt sannleika Guðs. 40AA, 596-598DL 327.5

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents