Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    ENGINN MEIRI EN JÓHANNES SKÍRARI, 21. nóvember

    Sannlega segi ég yður: Eigi hefur fram komið á meðal þeirra, er af konum eru fceddir, meiri maður en Johannes skírari. Mat. 11, 11DL 331.1

    Hávaxinn reyrinn sem óx á bökkum Jórdanar og bylgjaðist fyrir hverjum vindblæ var viðeigandi dæmi um lærifeðurna sem höfðu sett sig sem dómara yfir starfi Jóhannesar. Þeir hneigðust í þessa áttina eða hina eftir andblæ almenningsálitsins. Þeir vildu ekki auðmýkja sig og taka á móti boðskap Jóhannesar skírara sem hjörtun rannsakaði en samt þorðu þeir ekki að standa opinberlega á móti verki hans vegna ótta við lýðinn. En boðberi Guðs var ekki slík raggeit. Lýðurinn sem hafði safnast um Krist hafði verið vitni að boðskap Jóhannesar. Þeir höfðu heyrt hann ávíta syndina óttalaust. Johannes hafði talað jafn skýrt við sjálfsréttláta farísea, saddúkea, Heródes konung í hirðsölum hans, höfðingja og hirðmenn, tollheimtumenn og bændur. Hann var ekki sem skjálfandi reyr sem sveigðist fyrir vindum mannlegs lofs eða hleypidóma. I fangelsinu var hann sá sami hvað snerti hlýðni hans við Guð og áhuga hans fyrir réttlætinu eins og þegar hann prédikaði boðskap Guðs í eyðimörkinni. Hann var fastur fyrir sem klettur hvað snerti trúmennsku hans gagnvart meginreglu...DL 331.2

    Engillinn sagði við Sakarías fyrir fæðingu Jóhannesar: “Hann mun verða mikill í augliti Drottins.” Hvað er það sem felur í sér mikilleika að mati himinsins? — ekki það sem heimurinn telur mikilleika... það er siðferðislegt gildi sem Guð metur. Elska og hreinleiki eru þeir eiginleikar sem hann metur mest. Jóhannes var mikill fyrir augliti Drottins þegar hann stóð frammi fyrir sendiboðum öldungaráðsins, frammi fyrir fólkinu og frammi fyrir eigin lærisveinum sínum og forðaðist að upphefja sjálfan sig heldur benti öllum á Jesúm sem hinn fyrirheitna. Óeigingjörn gleði hans yfir starfi Krists bendir til meiri tignar en hefur sést í nokkrum manni. 46DA, 218, 219DL 331.3

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents