Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    MEÐ HEIÐARLEIKA, 22. nóvember

    Gjaldið engum illt fyrir illt. Stundið það sem fagurt er (heiðarlegt) fyrir sjónum allra manna. Róm. 12, 17DL 332.1

    Í öllum viðskiptum á hinn kristni að vera einmitt það sem hann vill að bræður hans haldi að hann sé. Athafnir hans stjórnast af meginreglum. Hann bruggar ekki launráð og hefur því ekkert að dylja, þarf ekki að fegra neitt. Hann kann að verða gagnrýndur, hann kann að verða reyndur, en óhvikull heiðarleiki hans mun skína eins og skíragull. Hann er öllum þeim blessun sem hafa samskipti við hann því að það má reiða sig á orð hans. Hann er maður sem notfærir sér ekki nágranna sinn. Hann er vinur og velgjörðarmaður allra og samferðamenn hans hafa trú á ráðum hans... Strangheiðarlegur maður mun aldrei færa sér í nyt veikleika eða getuleysi annarra til þess að næla sér í pening í eigin pyngju. Hann tekur sannvirði þess er hann selur. Ef gallar eru á þeim munum sem hann selur segir hann bróður sínum eða nágranna skýrt frá því þó hann vinni gegn sínum eigin fjárhagslegu hagsmunum með því að gera það.DL 332.2

    Í öllum smáatriðum lífsins á að standa við ströngustu meginreglur heiðarleikans. Þetta eru ekki meginreglur sem ráða í okkar heimi því að Satan, blekkingameistarinn og lygarinn og kúgarinn er höfðingi heimsins og þjónar hans fylgja honum og framkvæma vilja hans. En kristnir menn þjóna öðrum meistara og athafnir þeirra verða að vera að vilja Guðs án tillits til eigin hagnaðar. Það kann að virðast lítilfjörlegt að mati sumra að víkja frá algjörum heiðarleika í viðskiptum en frelsarinn lítur ekki þannig á málið...DL 332.3

    Mann kann að skorta skemmtilegt útlit, honum kann að vera áfátt í mörgu tilliti en ef hann hefur orð á sér fyrir strangheiðarleika mun hann verða virtur... Sá maður sem staðfastlega fylgir sannleikanum mun ávinna sér traust allra. Ekki aðeins munu bræður hans í trúnni treysta honum heldur munu vantrúaðir verða knúðir til að viðurkenna hann sem heiðarlegan mann. 47Letter 3, 1878DL 332.4

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents