Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    MEÐ KÆRLEIKA, 26. nóvember

    Kœrleikurinn er langlyndur, hann er góðviljaður. Kœrleikurinn öfundar ekki. 1. Kor. 13 , 4DL 336.1

    Þeir sem opna hjörtu sín og heimili og bjóða Jesú að dvelja með sér ættu að forðast að láta siðferðislegt andrúmsloft spillast af deilum, beiskju, reiði, öfund, já ekki svo mikið sem óvingjarnlegu orði. Jesús vill ekki dvelja á heimili þar sem eru deilur, öfund og beiskja...DL 336.2

    Trúarreynsla Páls var góð. Kaerleikur Krists var hið mikla efni og það knýjandi afl sem réði í lífi hans.DL 336.3

    Þegar Páll bjó við mótdrægastar kringumstæður sem hefðu dregið kjark úr hverjum hálfgildings kristnum manni stóð hann fastur fyrir, fullur hugrekkis og vonar og gleði og sagði: “Verið ávallt glaðir vegna samfélagsins við Drottin. Eg segi aftur: verið glaðir.” Sama vonin og gleðin kemur fram þegar hann er á þilfari skipsins og öldurnar hefjast allt í kringum hann og skipið er að brotna í spað. Hann skipar skipstjóranum fyrir og verndar líf allra um borð. Þó að hann sé fangi er hann í raun og veru herra skipsins, frjálsasti og hamingjusamasti maður um borð. Þegar skipið hefur siglt í strand á eyjunni heldur hann sjálfstjórn sinni og er hjálplegastur við það að bjarga samferðamönnum sínum úr sjónum. Hann bar með höndum sínum við til þess að tendra eld til þess að hægt væri að hlýja skipsbrotsmönnunum. Þegar þeir sáu nöðruna sem festi sig á hönd hans fylltust þeir skelfingu en Páll hristi hana rólega af sér inn í eldinn því að hann vissi að hún gat ekki gert honum mein því að hann treysti Guði einlæglega.DL 336.4

    Þegar hann stóð frammi fyrir konungum og tignarmönnum jarðarinnar sem höfðu líf hans í hendi sér lét hann ekki hugfallast því að hann hafði gefið Guði líf sitt... Náð hans gerði rödd hans blíða og skýra eins og væri hann engill náðarinnar þegar hann sagði söguna af krossinum og óviðjafnanlegum kærleika Jesú. 61R&H, Sept. 8, 1885DL 336.5

    Öfl kærleikans hafa undursamlegan mátt því að þau eru frá Guði komin. 62Ed, 114DL 336.6

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents