Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    MEÐ KRISTI LÍKUM ORÐUM OG ATHÖFNUM, 27. nóvember

    Því að af orðum þínum munt þú verða réttlœttur og af orðum þínum muntu verða sakfelldur. Matt. 12, 37DL 337.1

    Þegar þú innir af hendi það verk sem þú ert settur til án þess að deila eða gagnrýna aðra mun því veitast frelsi, ljós og kraftur sem mun gefa því og stofnunum þeim og verkefnum sem þú ert tengdur svipmót og áhrif.DL 337.2

    Minnstu þess að það er aldrei kostur fyrir þig að vera úfinn í skapi og hafa það áhugamál að leiðrétta hverja þá sál sem kemur nálægt þér. Ef þú lætur eftir þeirri freistingu að gagnrýna aðra, að benda á galla þeirra, að rífa niður það sem þeir eru að gera, getur þú verið viss um að þér mistekst að framkvæma þinn hluta vel.DL 337.3

    Nú ætti hver maður í ábyrgðarstöðu og hver meðlimur í söfnuðinum að færa hvern þátt starfssviðs síns til samræmis við kenningar Guðs orðs. Við eigum að sýna heiminum með óþreytandi aðgætni, með einlægri bæn og með Kristi líkum orðum og dáðum það sem Guð vill að söfnuður hans sé...DL 337.4

    Kristur auðmýkti sig og stóð sem fyrirliði mannkynsins til þess að mæta freistingum og þola þaer reynslur sem mannkynið verður að mæta og standast. Hann varð að vita hvað mannkynið þarf að þola af óvininum fallna svo hann gæti vitað hvernig ætti að hjálpa þeim sem verða fyrir freistingum.DL 337.5

    Og Kristur hefur verið gerður að dómara okkar. Faðirinn er ekki dómari, englarnir eru það ekki. Sá sem tók á sig mannlegt eðli og lifði fullkomnu lífi í þessu lífi á að dæma okkur. Hann einn getur verið dómari okkar... enginn ykkar hefur verið settur sem dómari annarra. Allt sem þið getið gert er að aga ykkur sjálf...DL 337.6

    Við þurfum að stuðla að mótun lundernis okkar en það er lunderni Krists... Megi Drottinn hjálpa okkur að deyja sjálfinu og endurfæðast svo Kristur megi lifa í okkur sem lifandi og virk meginregla, kraftur sem mun varðveita okkur heilög. 63Sp. Test., Series B, No. 4 PP. 19-23DL 337.7

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents