Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    MEÐ FRIÐI, 28. nóvember

    Vingast þú við hann, þá munt þú vera í friði, við það mun blessun yfir þig koma. Job. 22, 21DL 338.1

    Eg steig um borð í lítinn bát sem átti að flytja okkur yfir sundið til Danmerkur. í bátnum fékk ég káetu með tveim rúmum sem tjöld voru dregin fyrir — híbýli sem við töldum varla nauðsynleg fyrir eins dags ferð sem tók aðeins sex stundir. Við höfðum samt ástæðu til þess að skipta um skoðun áður en við komumst til lands. Fyrstu klukkustundinni vörðum við uppi á þilfari í skemmtilegum og vel búnum kvennaklefa. Veðrið var ánægjulegt, sléttur sjór og við væntum þess að hafa ánægjulega ferð. En eftir skamma stund gekk skipstjórinn um klefann og ráðlagði okkur að fara undir þiljur og leggjast strax niður því við værum að koma í úfinn sjó. Við fylgdum ráðum hans með nokkrum semingi. Eftir stutta stund byrjaði báturinn að velta mikið. Við gátum varla haldið okkur í rúmunum. Ég varð mjög veik og svitnaði mikið eins og hvert líffæri væri að berjast við hræðilegt mein og síðan yfirbugaði mig þessi hræðilega sjóveiki...DL 338.2

    Dauðinn virtist á næsta leiti. En mér fannst ég geta haldið fast með hendi trúarinnar í hönd Jesú. Hann sem hefur öll vötnin í lófa sínum gat verðveitt okkur í þessu fárviðri. Öldur úthafsins hlýddu raustu hans: “Hingað og ekki lengra: og þar staðnæmdust óðar öldurnar.” Ég hugsaði um það hvernig Jesús sefaði ótta lærisveinanna þegar hann lægði öldurnar á Galíleuvatninu og ætti ég þá að vera hrædd við að treysta á vernd hans sem hafði gefið mér verk mitt að vinna? Ég átti fullkominn friÓ í hjarta af því að ég treysti á hann. Það traust sem ég lærði á þessum fáu klukkustundum var mér mjög dýrmætt. Ég hef fundið það að hver reynsla lífsins er leið til þess að kenna mér nýja lexíu um það hversu háð ég er Guði og að ég verð að treysta mínum himneska föður. Við getum trúað því að Guð sé með okkur á hverjum stað og á öllum erfiðum stundum getum við haldið fast í þá hönd sem hefur allt vald á himni og jörðu. 64HS, 221DL 338.3

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents