Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
 • Results
 • Related
 • Featured
No results found for: "".
 • Weighted Relevancy
 • Content Sequence
 • Relevancy
 • Earliest First
 • Latest First
  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents

  KRISTUR SJÁLFUR KEMUR AÐ SÆKJA MIG, 7. desember

  Því að sjálfur Drottinn, mun með kalli, með höfuðengilsraust og með básúnu Guðs, stíga niður af himni og þeir sem dánir eru í trú á Krist munu fyrst upp rísa. Síðan munum vér, sem lifum, sem eftir erum, verda ásamt þeim hrifnir burt í skýjum til fundar við Drottin í loftinu og síðan munum vér vera með Drottni alla tíma. Huggið því hver annan með þessum orðum. 1. Þess. 4, 16-18DL 347.1

  Jesús er að koma, koma í skýjum og mikilli dýrð. Mergð skinandi engla mun fyglja honum. Hann mun koma til að heiðra þá sem hafa elskað hann og haldið boðorð hans og taka þá til sín. Hann hefur ekki gleymt þeim né heldur fyrirheiti sinu. 12R. &H, Nov. 2 2DL 347.2

  Brátt birtist í austri, lítið svart ský... Fólk Guðs veit að þetta er tákn manns-sonarins. Í hátíðlegri þögn starir það á það er það nálgast jörðina og lýsist og verður dýrðlegra uns það er orðið að stóru hvitu skýi. Neðri hluti þess glóir eins og eyðandi eldur og yfir því hvelfist regnbogi sáttmálans. Jesús kemur fram sem máttugur sigurvegari...DL 347.3

  Þegar þetta lifandi ský kemur enn nær greinir hvert auga konung lífsins. Engin þyrnikóróna særir nú hið dýrðlega höfuð en dýrlegt djásn hvílir á enni hans. Ásjóna hans er hádegissólinni bjartari. “Og á skikkju sinni og lend sinni hefur hann ritað nafn: konungur konunga og Drottinn drottna.” ... Himnarnir vefjastsaman eins og bókfell. Jörðin skelfur fyrir honum og hvert fjall og hver eyja færist úr stað...DL 347.4

  Meðan jörðin gengur í bylgjum, eldingar leiftra og þrumur gnýja, kallar sonur Guðs fram hina heilögu sem sofa.... Um jörðina þvera og endurlanga munu hinir dauðu heyra þessa raust og þeir sem heyra munu lifa... En allir rísa með ferskleika og orku eilífrar æsku...DL 347.5

  Hinir réttlátu sem á lífi verða breytast “á andartaki, á augnabliki.” Við raust Guðs voru þeir dýrlegir gerðir, nú eru þeir gerðir ódauðlegir og ásamt hinum upprisnu heilögu er þeim lyft upp til þess að mæta Drottni sínum í loftinu. 13GC, 640-645 Ó, hversu dýrlegir samfundir! 14EW. 287DL 347.6

  Larger font
  Smaller font
  Copy
  Print
  Contents