Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    AÐ SANNFÆRA MIG UM SYND, 8. febrúar

    Og þegar hann kemur mun hann sannfœra heiminn um synd og um réttlæti og um dóm. Um synd af því aö þeir trúa ekki á mig. Jóh. 16, 8. 9DL 45.1

    Starf Heilags anda er greinilega tilfært í orðum Krists: “Og þegar hann kemur mun hann sannfæra heiminn um synd og um réttlæti og um dóm.” Það er Heilagur andi, sem sannfærir um synd. Ef syndarinn bregst rétt við hinum lífgandi áhrifum Andans, snýst hann til iðrunar og mun skynja mikilvægi þess að hlýða hinum guðlegu ákvæðum. 21AA, 52DL 45.2

    Er Sál lét að fullu undan hinum sannfærandi krafti Andans sá hann mistökin í lífi sínu og viðurkenndi hinar víðtæku kröfur lögmáls Guðs. Hann sem hafði verið stærilátur farísei, fullviss þess að hann væri réttlættur fyrir góðverk sín, beygði sig nú frammi fyrir Guði í auðmýkt og einfaldleik lítils barns er játar eigin óverðugleika sinn og sárbiður um verðleika krossfests og upprisins frelsara. Sál þráði að komast í fullkomið samræmi og samfélag við föðurinn og soninn. Hann þráði ákaft fyrirgefningu og vissu um að Guð tæki hann að sér og lét því einlæga bæn stíga upp að hásæti náðarinnar.DL 45.3

    Bænir hins iðrandi farísea voru ekki árangurslausar. Guðleg náð ummyndaði innstu hugsanir og tilfinningar hjarta hans og hinir göfgari hæfileikar hans komust í samræmi við hinn eilífa tilgang Guðs. Kristur og réttlæti hans urðu Sál meira virði en allur heimurinn. Afturhvarf Sáls er athyglisverður vitnisburður um hinn yfirnáttúrlega mátt Heilags anda til að sannfæra mennina um synd. 22AA, 119, 120DL 45.4

    Það á að brjóta á bak aftur og yfirbuga ríki Satans með hinum volduga tilverknaði Heilags anda. Það er Heilagur andi sem sannfærir um synd og rekur hana, með samþykki mannsins, úr sálinni... Fyrir verðleika Krists er manninum gert mögulegt að þjálfa hina göfugustu hæfileika sína og reka syndina á brott úr sál sinni. 23R&H, April 25, 1893DL 45.5

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents