Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    JÓSEF, 3. mars

    Og Faraó sagði við þjóna sína: Munum við finna slíkan mann sem þennan er Guðs andi býr í? Og Faraó sagði við Jósef: Með því að Guð hefur birt þér allt þetta þá er enginn svo hygginn og vitur sem þú. Þig set ég yfir hús mitt og þínum boðum skal öll þjóð mín hlýða — að hásœtinu einu skal égþér œðri vera. 1. Mós. 41, 38-40DL 68.1

    Jósef var upphafinn úr fangelsinu til að vera stjórnandi alls Egyptalands. Það var há virðingarstaða, en samt umsetin erfiðleikum og hættum. Enginn getur staðið hátt hættulaust. Eins og fárviðrið snertir ekki við hinu lágvaxna blómi dalarins þegar það taetir föngulega tréð á fjallatindinum upp með rótum geta þeir sem hafa verið heiðarlegir í lítilmótlegu lífi, verið dregnir niður í forina af þeim freistingum sem ráðast á veraldlega velgengni og heiður. En lunderni Jósefs stóðs jafnt meðlæti sem mótlæti. Sama trúmennskan til Guðs kom í ljós þegar hann stóð í höll Faraóanna eins og er hann var í fangaklefanum. Hann var enn útlendingur í heiðnu landi, aðskilinn frá ættfólki sínu, tilbiðjendum Guðs. En hann trúði fullkomlega að hin guðlega hönd hefði stjórnað skrefum sínum og í stöðugu trausti á Guð innti hann af hendi með trúmennsku þær skyldur sem voru samfara stöðu hans. Athygli konungsins og fyrirmanna Egyptalands beindist til hins sanna Guðs vegna Jósefs og... þeir lærðu að virða þær meginreglur sem komu í ljós í lífi og lunderni þess sem tilbað Jehóva.DL 68.2

    Hvernig var Jósef gert kleift að bera slíkan vitnisburð um staðfestu lyndiseinkunnarinnar, heiðvirði og visku? — Á yngri árum tók hann fremur tillit til skyldunnar en löngunarinnar og ráðvendni, hið einfalda traust og göfuga eðli æskumannsins bar ávöxt í dáðum hins fullvaxna manns... Með því að taka gaumgæfilega eftir skyldunni, jafnt í hinni hæstu sem lægstu stöðu, hafði hver hæfileiki verið þjálfaður til að láta sem mesta þjónustu í té. Sá sem lifir í samræmi við vilja skaparans tryggir sér hinn sannasta og göfugasta þroska lundernisins. 5PP, 222DL 68.3

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents