Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    ÉG ÆTLA AÐ STILLA EYRA MITT EFTIR HIMNINUM, 25. mars

    Og eyru þín munu heyra þessi orð kölluð á eftir þér þá er þér uíkið til hœgri handar eða vinstri: “Hér er vegurinn. Farið hann. ”Jes. 30, 21DL 90.1

    Margar frásagnir hins innblásna orðs eru skráðar til að kenna okkur að Guð og himneskar verur bera sérstaka umhyggju fyrir mannkyninu. Maðurinn er ekki látinn verða leiksoppur freistinga Satans. Allur himinninn er af lífi og sál í því starfi að veita jarðarbúum ljós svo að þeir verði ekki án andlegrar leiðsagnar í miðnætursortanum. Auga sem aldrei blundar eða sefur gætir herbúða Ísraels. Tíþúsundir tíþúsunda og þúsundir þúsunda engla vinna í þágu mannanna barna. Raddir innblásnar af Guði hrópa: “þetta er vegurinn. Farið hann. ” 59MS 8, 1900 DL 90.2

    Við getum komist hjá því að sjá mörg af illverkum þeim sem magnast svo hratt á þessum síðustu tímum. Við getum komist hjá því að heyra um mikið af því guðleysi og glæpum sem eiga sér stað. 60NL, No. 25, p. 3DL 90.3

    Virkum hugum barna og unglinga eru raunverulegar þær myndir sem dregnar eru upp í ímynduðum opinberunum um framtíðina. Þegar sagt er fyrir um byltingar og öllum þeim athafnamáta lýst sem brýtur niður aðhald laga og sjálfsögunar grípur marga andi þessara lýsinga. Þeir eru leiddir til að drýgja glæpi sem eru ef mögulegt er jafnvel verri en þeir sem þessir æsingahöfundar lýsa. Vegna áhrifa sem þessara er þjóðfélagið að verða siðspillt. Sæði lögleysis er hvarvetna sáð. Enginn þarf að undrast að afleiðingin sé uppskera glæpa. 61MH, 444, 445DL 90.4

    Segið með festu: “... Ég ætla að loka augum mínum fyrir hinu hégómlega og syndsamlega. Eyru mín eru eign Drottins og ég ætla ekki að hlusta á hinar slægu röksemdir óvinarins. Rödd mín mun ekki á neinn hátt vera undirorpin vilja sem er ekki undir áhrifum anda Guðs. Líkami minn er musteri Heilags anda og hver hæfileiki minn skal helgast störfum honum verðum.” 627T, 64DL 90.5

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents