Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    SNERTING TRÚARINNAR, 9. Janúar

    Því að hún sagði með sjálfri sér: Ef ég aðeins fœ snortið yfirhöfn hans, þá mun ég heil verða. En Jesús sneri sér við og er hann leit hana, sagði hann: Vertu hughraust dóttir, trú þín hefur gert þig heila. Og konan varð heil í frá þeirri stundu. Matt. 9, 21.22DL 15.1

    Það þýðir lítið að tala um hluti trúarlegs eðlis af tilviljun, að biðja um andlega blessun án raunverulegs hungurs sálarinnar og lifandi trúar. Undrandi fólk í mannhafinu sem þrýsti sér að Kristi fann ekki neinn lífskraft við snertinguna. En þegar veslings, líðandi konan teygði fram höndina í hinni miklu neyð sinni og snerti yfirhöfn Jesú, fann hún læknandi kraft. Snerting hennar var snerting trúarinnar. Kristur viðurkenndi þá snertingu og þarna ákvað hann að gefa öllum lærisveinum sínum til endalokanna lexíu. Hann vissi að kraftur hafði gengið út af sér og snéri sér við í mannþyrpingunni og sagði: “Hver snart klæði mín.” Lærisveinar hans svöruðu, undrandi yfir slíkri spurningu: “Þú sér mannfjöldann þrýsta að þér, og þú segir: Hver snart mig?”DL 15.2

    Jesús starði á hana, sem hafði gert þetta. Hún var óttaslegin. Innileg gleði bjó með henni. En hafði hún farið út fyrir skyldu sína? Þar eð hún vissi, hvað gerst hafði hið innra með sér, skalf hún og féll að fótum hans og sagði honum allan sannleikann. Kristur ávítaði hana ekki. Hann sagði mildilega: “Far þú í friði, og ver heil af meini þínu.”DL 15.3

    Hér var aðgreind hin tilviljunarkennda snerting og snerting trúarinnar. Bæn og prédikun verða gagnslaus, án þess að lifandi trú sé sýnd. En snerting trúarinnar opnar okkur hina guðlegu fjárhirslu máttar og visku. Og þannig framkvæmir Guð undraverk náðar sinnar með verkfærum úr leir.DL 15.4

    Þessi lifandi trú er hin mikla þörf okkar í dag. Við verðum að vita að Jesús er sannarlega okkar, að andi hans er að hreinsa og laga hjörtu okkar. Hvílíkt verk gætu fylgjendur Krists unnið, ef þeir hefðu ósvikna trú með auðmýkt og kærleika. Hvílíkur ávöxtur sæist Guði til dýrðar. 23R&H, Dec. 13, 1887DL 15.5

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents