Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Frá Ræðustóli Náttúrunnar

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First

    “Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu.”

    Fjársjóðir, sem maður safnar á jörðunni, munu ekki verða varanlegir. Þjófar brjótast inn og stela, mölur og ryð skemmir, og eldsvoði og ofviðri getur eyðilagt eignir vorar. “Þar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera”. Fjársjóðir, sem hrúgað er saman hjer á jörðunni, munu taka upp huga vorn og bola hinum himnesku hlutum burt. Fjárgræðgi var mjög ríkjandi ástríða á dögum Gyðinga. Veraldlegur hugsunarháttur rændi því sæti í sálunni, sem Guði og trúnni bar. Og þannig er það einnig nú. Eftirsókn eftir auðæfum hefir svo tælandi og töfrandi áhrif, að hún spillir hinu göfuga og drengilega hjá mörgum og steypir þeim í glötun. Að þjóna Satan, það er sama sem að lifa lífi sínu í stöðugum áhyggjum, sífeldum erfiðleikum og striti, og þeir fjársjóðir, sem mennirnir leggja svo hart á sig til að geta eignast, eru einungis stutta stund við líði.FRN 112.2

    “Safnið yður fjársjóðum á himni, þar sem hvorki eyðir mölur nje ryð, og þar sem þjófar brjótast ekki inn og stela, því að þar sem fjársjóður þinn er, þar mun og hjarta þitt vera”.FRN 113.1

    “Safnið yður fjársjóðum á himnum” — þannig hljóðar áminnig Frelsarans. Það er yðar eigin hagur, að þjer tryggið yður fjársjóði á himnum. Af öllu því, sem þjer hafið hjer, þá eru það í rauninni einungis þessir fjársjóðir, sem eru yðar eign. Þeir fjársjóðir, sem safnað er á himnum, eru óforgengilegir. Engir eldsvoðar nje vatnsflóð geta glatað þeim, enginn þjófur getur stolið þeim, og mölur og ryð getur ekki eytt þeim; því að þeir eru í varðveislu Guðs.FRN 113.2

    Þessi fjársjóður, sem Kristur virðir hærra en alt annað, er “ríkdómur hans dýrðlegu arfleifðar” “meðal hinna heilögu”. Ef. 1, 18. Lærisveinar Krists eru skoðaðir sem glitrandi dýrmætir gimsteinar hans, sem gnæfandi höfuðdjásn hans. Sak. 9, 16. “Jeg vil gjöra menn dýrari en skíragull og mannfólkið dýrara heldur en Ófír-gull”. Jes. 13, 12. Kristur skoðar sitt fólk, í hreinleika þess og fullkomleika, sem launin fyrir allar þjáningar sínar, niðurlægingu sína og kærleika sinn, og sem viðbætir við dýrð sína. Kristur verður hinn stóri miðdepill, sem allur kærleikur skín út frá.FRN 113.3

    Oss hefir verið unt þess að sameina oss honum í hinu mikla endurlausnarverki og verða hluttakar með honum í þeim ríkdómi, sem hann hefir áunnið með þjáningum sínum og dauða. Páll postuli skrifar til hinna kristnu í Þessaloníku: “Hver er von vor og gleði vor eða hrósunarkóróna vor? Eruð það ekki einmitt þjer, frammi fyrir Drotni vorum Jesú við komu hans? Jú, þjer eruð vegsemd vor og gleði”. 1. Þess. 2, 19. 20. Þetta eru þeir fjársjóðir, sem Kristur býður oss að vinna fyrir. Lundernið er hin mikla uppskera lífsins. Sjerhvert orð og verk, sem fyrir náð Krists getur verið hvöt einni sál til þess að taka stefnu upp á við, sjerhver viðleitni, sem miðar að þroska kristilegs lundernis — þetta er alt að safna himneskum fjársjóðum.FRN 113.4

    Þar sem fjársjóðurinn er, þar mun og hjartað vera. Með sjerhverri tilraun til að verða öðrum til góðs, vinnum vjer sjálfum oss enn meira gagn. Sá sem leggur af mörkum fje og tíma til útbreiðslu fagnaðarerindisins, tengir sinn eigin áhuga og bænir við starfið og þær sálir, sem vinnast eiga Kristi til handa fyrir það. Kærleikur hans seilist eftir öðrum, og hann fær meiri og meiri löngun til að gjöra svo mikið sem unt er fyrir aðra.FRN 114.1

    Og á hinum efsta degi, þegar jarðneskur auður þrýtur, þá mun sá, sem hefir safnað sjer fjársjóðum á himnum, fá að sjá það, er líferni hans hefir áunnið. Ef vjer höfum gefið gaum að orðum Krists, þá munum vjer, þegar vjer söfnumst saman fyrir framan hið stóra, hvíta hásæti, sjá þær sálir, sem vjer höfum hjálpað til að frelsa, og vjer munum fá að vita, að ein sálin hefir unnið aðrar og þær svo aftur enn aðrar — vjer sjáum þarna stóran hóp, sem fyrir starf vort hefir fengið að ganga inn til hinnar eilífu hvíldar, og sem varpar kórónum sínum fyrir fætur Jesú og vegsamar hann um alla eilífð. Hvílíkur unaður það verður fyrir þá, er unnið hafa fyrir Krist, að sjá þessa endurleystu, sem verða hluttakandi í dýrð Frelsarans. Hversu dýrmætur himininn verður þeim, sem hafa verið trúir í starfi sínu fyrir frelsun sálna!FRN 114.2

    “Fyrst þjer því eruð uppvaktir með Kristi, þá keppist eftir því, sem er hið efra, þar sem Kristur situr við hægri hönd Guðs”. Kól. 3, 1.FRN 115.1