Loading...
Larger font
Smaller font
Copy
Print
Contents

Daglegt Líf

 - Contents
  • Results
  • Related
  • Featured
No results found for: "".
  • Weighted Relevancy
  • Content Sequence
  • Relevancy
  • Earliest First
  • Latest First
    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents

    MÁTTURINN ER GJÖF, 23. apríl

    Vitur maður er sterkur, já fróður maður eykur styrkinn (ensk þýð.) Oróskv. 24, 5DL 119.1

    Við eigum að elska Guð ekki einungis af öllu hjarta, huga og sál heldur af öllum mætti. Þetta nær yfir alla skynsama notkun hinna líkamlegu hæfileika...DL 119.2

    Það var Kristur sem áformaði... hvert smáatriði varðandi byggingu musteris Salómós. Sá sem í jarðlífi sínu vann sem trésmiður í Nazaret var hinn himneski byggingameistari sem gerði uppdrátt að hinni heilögu byggingu þar sem nafn hans átti að heiðra...DL 119.3

    Allar réttar uppfinningar og umbætur eiga rót sína að rekja til hans sem eru undursamlegur í ráði og frábær í starfi. Hin leikna snerting handar læknisins, máttur hans yfir taugum og vöðvum, þekking hans á hinum fínu líffærum líkamans er viska guðlegs máttar, er nota á vegna hinna þjáðu. Hæfni smiðsins við hamarinn, kraftur jarnsmiðsins sem lætur steðjann syngja kemur frá Guði. Hann hefur treyst mönnum fyrir talentum og hann vonast til að þeir snúi sér til hans eftir ráðum...DL 119.4

    Biblíuleg trú á að samtvinnast öllu sem við gerum eða segjum... Hún á að sameinast öllum mannlegum störfum, í landbúnaði og véltækni, í verslunarog vísindalegum framkvæmdum... Það er rétt eins nauðsynlegt að gera vilja Guðs þegar verið er að reisa byggingu og þegar við tökum þátt í guðþjónustu...DL 119.5

    Þegar Daníel var rannsakaður gaumgæfilega finnum við að ekki var hægt að sjá neina villu eða galla í viðskiptum hans. Hann er dæmi um hvað hver kaupsýslumaður getur verið. Saga hans sýnir hvað framkvæma má með einum einstaklingi sem helgar mátt heila og beina og vöðva þjónustu Guðs af hjarta og sál. 55COL, 348-351DL 119.6

    Larger font
    Smaller font
    Copy
    Print
    Contents