“Leitið til lögmálsins og vitnisburðarins. Ef þeir tala ekki samkvæmt þessu orði, þá er það sökum þess að ekkert ljós er í þeim”.1Jes. 8 : 20 (ensk þýðing). Fólki Guðs er beint til biblíunn-ar, sem öruggrar varnar gegn áhrifum falskennenda og hinum blekkjandi krafti myrkraandanna. Djöfullinn neytir allra mögulegra bragða til þess að hindra menn frá þekkingu á ritningunni; því að hin hispurslausu orð hennar skýra blekkingar hans. Hvar sem verk Guðs er vakið upp eða endurvakið, er myrkrahöfðinginn nálægur til þess að útbreiða ríki sitt, með enn meira krafti og fleiri ráðum. Einmitt nú leggur hann sig fram í hinu síðasta stríði gegn Kristi og fylgjendum hans. Vér munum bráðlega sjá hina síðustu höfuðblekkingu. Antikristur-inn mun framkvæma athæfi sitt frammi fyrir augsýn vorri. Svo lík munu athæfi hins illa virðast vera hinu virkilega, að ómögulegt verður að greina þau að, nema fyrir aðstoð biblíunnar. Með hennar aðstoð verður að reyna hvert einasta atriði, sem staðhæft er, og hvert ein-asta kraftaverk, sem gert er. DM 305.1
Þeir sem reyna að hlýða öllum boðorðum Guðs, munu verða fyrir háði og mótstöðu. Þeir standast það einungis með aðstoð Guðs. Til þess að þeir geti þolað þær hörm-ungar, sem fyrir þeim liggja, verða þeir að skilja vilja Drottins, eins og hann kemur í ljós í hans heilaga orði. Þeir geta því aðeins veitt honum verðuga lotningu að þeir þekki hans rétta eðli, stjórn hans og tilgang og breyti eftir því. Enginn nema sá einn, sem hefir styrkt huga sinn með sannindum ritningarinnar, getur staðist hið síðasta mikla stríð. Hver einasta sál verður að spyrja sjálfa sig þessarar spurningar: “Á eg að hlýða fremur Guði en mönnum?” Tíminn til þess að skera úr því er þegar kominn. Hefir þú undir fótum þér hið óbrigðula bjarg, sem heitir Guðs orð? Erum vér reiðubúnir til þess að standa stöðugir í baráttunni fyrir boðorðum Guðs og trúnni á Jesúm Krist? DM 305.2
Áður en Kristur var krossfestur, sagði hann læri-sveinum sínum hvað verða mundi; hann sagði þeim að hann mundi verði líflátinn og rísa upp aftur úr gröfinni; og englar voru viðstaddir til þess að staðfesta orð hans, og rita þau í hjörtu lærisveinanna. En lærisveinarnir vonuðust eftir bráðabirgðafrelsi frá rómverska okinu, og þeir gátu ekki þolað þá tilhugsun að hann, sem þeir bygðu á allar vonir sínar, skyldi verða að líða smánardauða. Orðin, sem þeir áttu að muna, höfðu fallið þeim úr minni, og þegar tími reynslunnar kom voru þeir óviðbúnir. Dauði Krists svifti þá svo gjörsamlega allri von, eins og þeir hefðu aldrei hlotið neina aðvörun. Í spádómunum er framtíðin þannig birt oss eins greinilega, eins og hún var birt lærisveinunum í orðum Krists. Þeir viðburðir, sem eru í sambandi við undirbúningstímann undir stríðið, eru greinilega skýrðir. En fjöldi folks skilur ekki fremur þennan mikilsverða sannleika, en þótt hann hefði aldrei verið boðaður. Djöfullinn reynir að hrifsa burtu hvert atriði, sem miðar til þess að gera þá vitrari í efnum sálu-hjálparinnar, og þegar tímar erfiðleikanna koma, verða þeir óviðbúnir. DM 306.1
Þegar Guð sendir mönnunum tilkynningu, sem svo er mikils virði að hann lætur engla sína frá himnum flytja þeim hana með flughraða, þarf hver einasta mannleg vera, sem skyni er gædd að veita þeirri tilkynningu athygli. Hinn voðalegi dómur, sem upp verður kveðinn yfir þeim, er tilbiðja dýrið og líkneski þess, ætti að koma öllum til þess að íhuga rækilega spádómana, til þess að komast að raun um, hver séu einkenni dýrsins, og hvernig þeir geti komist hjá því að verða fyrir þeim einkennum. En fjöldi folks veitir sannleikanum eigi athygli, en hlustar með athygli á alls konar hégiljur. Þegar Páll postuli leit í huga sér á hina síðustu daga, sagði hann: “Því að þann tíma mun að bera, að menn þola ekki hina heilnæmu kenningu”.12. Tím. 4 : 3. Sá tími hefir þegar komið. Fjöldinn vill ekki heyra sannleika ritningarinnar sökum þess að hann kemur í bága við fýsnir hins syndumspilta og heimselsku-fulla hjartalags, og óvinurinn veitir því blekkingu, sem fjöldinn girnist. DM 306.2
En Guð mun eiga lærisveina á jarðríki, til þess að kenna biblíuna, og ekkert nema biblíuna, og sýna fram á að hún er hið eina varanlega, sem mælisnúra fyrir öllum kenningum og grundvallaratriði allra siðbóta. Skoðanir lærðra manna, ályktanir vísindanna, trúar játningar og ákvarðanir kirkjuþinga, sem eru jafn margar og jafn ólíkar og kirkjurnar eru sjálfar, raddir og atkvæði fjöld-ans—alt þetta er einskis virði með eða móti, þegar um það er að ræða, að ákveða sérstök atriði trúarbragðalegra skoðana. Áður en nokkur kenning eða fyrirskipun er viðurkend, ættum vér að krefjast þess að aðal grundvöll-urinn sé þessi og enginn annar: “Svo segir Drottinn”. Á þessari setningu einni eiga kenningarnar að byggjast. DM 307.1
Djöfullinn kostar stöðugt kapps um að beina athygli voru frá skipunum Guðs og að mannasetningum. Hann reynir að láta menn dýrka biskupa, presta og guðfræðis-kennara, sem leiðtoga sína, í stað þess að rannsaka ritn-ingarnar og finna réttar leiðir sjálfir. Þegar hann svo hefir áhrif á hugi þessara leiðtoga, getur hann leitt fólkið eftir vild. DM 307.2
Þegar Kristur kom í heiminn, til þess að tala orð lifsins, tók alþýðan honum fegins hendi, og jafnvel margir prestanna og stjórnendanna trúðu honum. En aðalmenn-irnir meðal prestanna og leiðtoga þjóðarinnar voru ákveðnir í því að fordæma kenningar hans og hafna þeim. DM 307.3
Þrátt fyrir það, þótt þeim gengi illa með allar til-raunir sínar í því skyni að finna ákæruefni gegn Kristi, þrátt fyrir það, þótt þeir gætu ekki annað en fundið til hins mikla vísdóms og krafts, sem fylgdi orðum hans, þá voru þeir samt þrælbundnir í fjötrum ósanngirninnar; þeir höfnuðu hinum skýrustu sönnunum fyrir Messíasar-embætti hans, til þess þeir yrðu ekki að verða lærisveinar hans. Þessir andstæðingar Krists voru menn, sem fólk-inu hafði verið kent að tilbiðja og tigna frá barnæsku: þeirra boðum og skipunum hafði það verið vant að hlýða og beygja sig fyrir. “Hvernig stendur á því?” sögðu þeir, “að leiðtogar vorir og lærðir menn trúa ekki á Jesúm? Mundu ekki þessir guðræknu menn veita honum móttöku ef hann væri Kristur?” Það voru. áhrif þessara og því-líkra kenninga sem afvegaleiddu Ísraelslýð og komu honum til að hafna frelsara sínum. DM 307.4
Sami andinn, sem stjórnaði gjörðum þessara presta og leiðtoga, er ríkjandi enn í dag meðal margra þeirra, sem þykjast vera sérlega guðræknir. Þeir afsegja að rannsaka vitnisburði biblíunnar, viðvíkjandi hinum sér-stöku sannindum, er snerta þennan tíma. Þeir benda á það, hversu fjölmennir þeir séu, voldugir og vel kyntir, og líta með fyrirlitningu niður á þá fáu, sem frambera hinn verulega sannleika; segja að þeir séu ekki einungis fáir, heldur einnig fátækir og óvinsælir, og hafi trú, sem aðskilji þá frá heiminum. DM 308.1
Kristur sá það fyrir fram að hið ósæmilega dramb og vald, sem skriftlærðir og farísear gerðu sig seka í, mundi ekki hætta, þótt Gyðingar væru hraktir í ýmsar áttir. Hann sá það með spámannsaugum sínum að mann-legt vald girntist að ráða yfir samvizkum manna; en það vald hefir verið hin mesta bölvun kirkjunnar á öll-um öldum. Og hinn hræðilegi dómur hans yfir skrift-lærðum og faríseum, og aðvaranir hans til fólksins um það að líða ekki þessa blindu leiðtoga, voru skráð sen bending til komandi kynslóða. DM 308.2
Rómverska kirkjan veitir klerkum einkarétt til þess að þýða og skýra ritninguna. Undir því yfirskyni að menn, sem lærðir séu í kirkjulegum fræðum, séu einir færir um að skilja rétt og skýra Guðs orð, er því haldið frá alþýðunni. Þótt siðabótin yrði til þess að veita öllum aðgang að ritningunni, þá er það einmitt sama grundvall-ar atriðið, sem rómverska valdið hélt fram, er aftrar fjöldanum í mótmælenda kirkjunum frá því að rannsaka og álykta fyrir sjálfa sig, sannleika biblíunnar; mönnum er kent að viðurkenna alt, eins og það er framsett og út-lagt af kirkjunni; og þúsundir manna þora ekki að viður-kenna neitt, sem kemur í bága við trúarjátningar þeirra, hversu augljóst sem það kann að vera í biblíunni. DM 308.3
Prátt fyrir það, þótt biblían sé full af aðvörunum gegn falskennendum, þá eru samt margir viljugir til þess að leggja þannig velferð sálar sinnar í hendur prestanna. Nú á dögum eru þúsundir trújátenda, sem ekki geta gefið eina einustu ástæðu fyrir því að þeir flytji vissa kenningu og fylgi henni, aðra en þá, að trúarbragða leiðtogar þeirra fylgi sömu stefnu. Þeir láta kenn-ingar frelsarans fara fram hjá sér svo að segja án þess að veita þeim eftirtekt, og hafa óbifandi trú á kenningum og orðum klerkanna. En eru prestar óskeikulir ? Hvernig getum vér trúað þeim fyrir sálum vorum, nema því aðeins að vér höfum sönnun fyrir því frá Guðs orði, að þeir séu sannir ljósberar. Skortur á siðferðisþreki, til þess að yfirgefa hinar venjulegu brautir, verður til þess að margir halda áfram að fylgja hinum lærðu mönnum, og vegna þess að þeir veigra sér við að rannsaka sjálfir, verða þeir svo rótgrónir í böndum villukenninganna að lítil von er á breytingum til bóta. Þeir sjá það, að sannleikur þess-ara tíma kemur greinilega fram í kenningum ritningar-innar, og þeir finna kraft heilags anda fylgja þeim kenningum ; en samt leyfa þeir mótstöðu klerkanna að halda sér frá ljósi sannleikans. Þrátt fyrir það þótt dómgreind og samvizka sé fullviss um hið rétta, þá þora ekki þessar afvegaleiddu sálir að hugsa á annan veg en prestarnir, og þeir fórna sinni persónulegu dómgreind, sinni eilífu velferð fyrir vantrú, dramb og ósanngirni annara. DM 308.4
Þeir eru margir vegirnir, sem Djöfullinn notar til þess að geta bundið þá, er hann nær á vald sitt. Hann nær á sitt band fjölda mörgum, með því að binda þá hinum hugljúfu böndum vináttunnar, við þá, sem eru óvinir Krists kross. Þessi vináttubönd eru margs konar; stund-um eru það kærleiksbönd, foreldrar, systkini eða frændur geta átt í hlut; stundum eru það félagsbönd og vináttu eða hjúskapar; en hvað sem það er, þá verða áhrifin þau sömu. Andstæðingar sannleikans beita kröftum sínum til þess að ráða samvizkum manna; og sálir þeirra, sem þeir hafa vald yfir, eiga ekki nógu mikið hugrekki né sjálfstæði til þess að fara eftir eigin sannfæringu og skyldu. DM 309.1
Sannleikurinn og dýrð Drottins eru óaðskiljanlega samfara; það er oss með öllu ómögulegt, þar sem vér höfum aðgang að biblíunni, að dýrka Guð með röngum hugmyndum. Margir eru þeir sem halda því fram, að engu skifti hverju menn trúi, ef þeir aðeins breyti sið-samlega. En sannleikurinn er sá, að líferni manna stjórn-ast af trú þeirra. Sé oss unt að njóta ljóssins og sannleikans, en vanrækjum að skerpa sjónina til þess að sjá ljósið og heyrnina til þess að heyra sannleikann, þá er sama sem vér höfum hafnað hvorutveggja, og höfum kosið myrkrið í staðinn fyrir ljósið. DM 309.2
“Margur vegurinn virðist greiðfær, en endar þó á helslóðum.”1Orðskv. 16 : 25. Vanþekking er engin afsökun fyrir synd né villu, þar sem öll tækifæri bjóðast til þess að þekkja Guðs vilja. Maður er á ferð, og kemur þar sem eru mót margra vega, og á leiðbeiningaspjaldi er skrifað hvert hver vegurinn um sig liggi; fyrirlíti ferðamaðurinn leið-beiningarnar og velji þann veginn, sem honum sjálfum virðist réttur, má vel vera að hann sé með öllu einlægur, en til þess eru miklar líkur að hann velji rangan veg og lendi í villum. DM 310.1
Vér ættum að beita öllu voru andlega þreki til þess að rannsaka ritninguna, og gjöra vort allra bezta til þess að öðlast réttan skilning á hinum guðlegu sannindum, eftir því, sem dauðlegum mönnum er slíkt mögulegt Samt megum vér ekki gleyma því að undirgefni og hlýðni barnsins eru hin sönnu og nauðsynlegu einkenni þeirra. sem vilja læra. Sannleikur Guðs orðs getur aldrei fengist með sömu aðferðum og hafðar eru í heimspekilegum efnum. Vér ættum ekki að lesa biblíuna með því sjálfs-trausti, sem einkennir svo marga, er stunda nám verald-legra vísinda, heldur með auðmjúkri bæn til Guðs og með einlægri þrá til þess að fá að vita vilja hans. Vér verðum að koma með auðmjúkum anda, sem hægt sé að kenna, ef vér ætlum að læra og öðlast þekkingu frá þeim hinum mikla, sem sagði “Eg em”. Að öðrum kosti blinda illir englar augu vor og herða hjörtu vor, til þess að sannleikurinn skuli ekki verða vor. DM 310.2
Mörg atriði ritningarinnar, sem lærðir menn kalla leyndardóm eða ganga fram hjá sem lítilsverðum, eru full af hughreysting og bendingum til þeirra, sem lært hafa í skóla Krists. Ein ástæðan fyrir því að margir guðfræðingar hafa ekki skarpari skilning á Guðs orði en raun ber vitni, er sú, að þeir loka augum sínum fyrir sannleiksatriðum, sem þeir vilja ekki lifa eftir. Skilning--urinn á sannindum biblíunnar fer ekki eins mikið eftir skörpum gáfum till djúpra rannsókna eins og hinu, að stefnan sé ein — það er að segja einlæg þrá eftir réttlæti. DM 310.3
Biblían ætti aldrei að vera lesin án bænar. Einungis heilagur andi getur látið oss skiljast hversu áríðandi þetta er; hversu auðvelt það er og verndað oss frá því að hugsýkjast yfir erfiðleikum þess að skilja hinn guðlega sannleika. Það er hlutverk hinna heilögu engla að undir-búa svo hjörtu mannanna að þeir geti skilið Guðs orð; þeir láta oss fyllast fögnuði yfir fegurð þess, hlýða áminningum þess og styrkjast og fyllast eldmóði af fyrir-heitum þess. Vér ættum að biðja Guð eins og sálma-skáldið og segja: “Ljúk upp augum mínum, að eg megi skoða dásemdimar í lögmáli þínu.”1Sálm. 119 : 18. Freistingar virðast of ómótstæðilegar vegna þess að þegar bænarinnar er ekki gætt og ritningin ekki lesin, gleymist þeim, sem fyrir freistingunum verður, það sem Guð hefir lofað, og hann mætir ekki freistaranum með biblíunnar eigin orð um, sem eru hin beztu vopn. En englar eru þeim nálægir og umhverfis þá, sem einlæglega þrá skýringu hinna guð-legu málefna og þegar þeim mest á ríður láta þeir þá muna eftir þeim sannleika, sem þeir þarfnast; þannig verður það að “þegar óvinurinn kemur eins og vatnsflóð, mun andi Drottins reisa hermerki á móti honum”.2Jes. 59 : 19 (ensk þýðing). DM 311.1
Jesús lofaði lærisveinum sínum og sagði: “En hugg-arinn, andinn heilagi, sem faðirinn mun senda í mínu nafni, hann mun kenna yður alt og minna yður á alt, sem eg hefi sagt yður”.3Jóh. 14 : 26. En kenningar Krists hljóta að hafa verið geymdar áður í huga vorum, til þess að hinn heilagi andi gæti framkallað þær, þegar vér vorum í hættu og látið oss þá muna eftir þeim. “Eg geymi orð þín í hjarta mínu, til þess að eg skuli ekki syndga gegn þér”.4Sálm. 119 : 11. DM 311.2
Allir sem láta sér ant um sína eilífu velferð ættu að vera á verði gegn ásókn efasemdanna. Ráðist mun verða á sjálfar aflstoðir trúarinnar. Það er ekki hægt að kom-ast hjá því að mæta hnýfilyrðum og hártogunum, hinum skaðsamlegu blekkingum og vantrú nútíðarinnar. Djöfullinn freistar allra með þessum atriðum, í hvaða stöðu sem þeir eru. Hann ræðst á hinn óupplýsta með háði og storkunarorðum, en hina lærðu reynir hann að afvegaleiða með fágaðri, vísindalegri mótstöðu og heim-spekilegum rökleiðslum, sem bæði stuðla að því að vekja vantrú og óvirðingu fyrir ritningunni. Jafnvel unglingar dirfast að koma fram með efasemdir viðvíkjandi grund-vallaratriðum kristindómsins, og þessi æskumanna van-trú, eins grunn og hún er, hefir sín áhrif. Margir leiðast til þess að gera gys að kenningum feðra sinna og móðga þannig heilagan anda náðarinnar. Margir, sem út leit fyrir að verða mundu Guði til dýrðar og heiminum til blessunar, hafa fallið fyrir hinum illa anda guðleysisins. Allir, sem treysta hinum hrokafulla úrskurði mannlegrar rökfærslu og ímynda sér að þeir geti skilið hina guðlegu leyndardóma og komast að niðurstöðu, sem vizka Guðs fylgir þeim ekki í, eru flæktir í snörum Djöfulsins. DM 311.3
Vér lifum á allra hátíðlegasta tímabili í sögu heims ins. Verið er að ákveða forlög hins mikla fjölda. Vel-ferð vor í framtíðinni og einnig sáluhjálp annara, er undir því komin hvaða stefnu vér nú tökum. Vér þurfum að láta stjórnast af anda sannleikans. Hver einn og einasti maður sem Kristi fylgir ætti að spyrja í allri einlægni: “Drottinn, hvað þóknast þér að eg gjöri?” Vér verðum að falla fram í auðmýkt fyrir Guði, með föstum og bæna-haldi og hugsa djúpt um orð hans, sérstaklega það sem snertir hinn mikla dóm. Vér ættum tafarlaust að sækj-ast eftir djúpri og lifandi reynslu í guðlegum efnum. vér megum ekki láta augnablik hjá líða. Mikilsverðir at-burðir eru fram að fara umhverfis oss; vér erum um-kringdir af hersveitum Djöfulsins. Sofið þér ekki, verðir Drottins; óvinurinn er í nánd í launsátrum, reiðubúinn hvenær sem er, ef þér kynnuð að láta mótstöðu niður falla og yður renna höfgi á auga; þá hugsar hann sér að ráðast á yður og gjöra yður að herfangi sínu. DM 312.1
Margir láta blekkjast og misskilja afstöðu sína gagn-vart Guði. Þeir hrósa sér af mörgu því illa, sem þeir láta ógert, en þeir gleyma að telja upp þau góðverk, sem Guð ætlaðist til að þeir gerðu, en þeir létu ógert. Það er ekki nóg að þeir séu tré í garði Drottins, þeir eiga og verða að svara spurningum hans með góðum ávöxtum. Hann læt-ur þá bera ábyrgð á öllu því góða, sem þeir hefðu getað gjört með aðstoð heilags anda, en vanræktu með öllu. Í bækur himinsins verða nöfn þeirra skráð og þeir þar taldir meðal þeirra, sem spiltu garði Drottins. Samt sem áður er ekki örvænt um að jafnvel þessir megi ala von í brjósti sér. Jafnvel fyrir þeim, sem hafa fyrirlitið Guðs náð og misboðið miskunn hans, biður hinn þolinmóði kærleikur með sínu mikla langlundargeði: “Þess vegna segir svo: Vakna þú, sem sefur, og rís upp af dauðum, og þá mun Kristur lýsa þér. Gætið því nákvæmlega að hvernig þér framgangið, ekki sem fávísir heldur sem vísir; kaupið hinn hentuga tíma, því dagarnir eru vondir”.1Efesus 5 : 14-16. DM 312.2
Þegar tími reynslunnar kemur, mun það opinberast, hverjir gjört hafa Guðs orð að lífsreglu sinni. Á sumrin er enginn sjáanlegur munur á sígrænum trjám og öðrum trjám; en þegar harðindi vetrarins dynja á, haldast sí-grænu trén óbreytt sem áður, en önnur tré fella lauf sín pannig er því varið með hina fölsku trújátendur; þeir þekkjast ef til vill ekki núna frá hinum sannkristnu, en tíminn er í nánd þegar þeir þekkjast, og munurinn sést greinilega. Þótt mótstaða komi fram: þótt hindurvitni og umburðarleysi rísi upp, þótt ofsóknir glæðist að nýju, þótt ístöðulaust fólk og hikandi láti af trú sinni og hneigist að villukenningum, þá er það víst að hinn sannkristni stendur stöðugur á bjargi trúar sinn-ar; trúarsannfæring hans mun verða enn þá sterkari, vonir hans bjartari en á þeim dögum þegar alt lék í lyndi. DM 313.1