“Eftir þetta sá eg annan engil stíga ofan af himnum og hafði hann mikið vald og jörðin ljómaði af dýrð hans. Og hann hrópaði með sterkri röddu og sagði: Fallin er, fallin er Babýlon hin mikla og orðin að djöfla heimkynni og fangelsi alls konar óhreinna anda og fangelsi alls konar óhreinna og viðbjóðslegra fugla”. “Og eg heyrði aðra rödd af himni sem sagði: Gangið út mitt fólk, út úr henni, svo að þér eigið engan hlut í syndum hennar og svo að þér hreppið ekki plágur hennar”.1Opinb. 18 : 1-2, 4. DM 314.1
Þessir ritningarstaðir benda á framtíðina, þegar til-kynningin um fall Babýlonar verður endurtekin af öðrum englinum, sem birtist í Opinberunarbókinni 14. kapítula: verður þar við bætt því að einnig verður minst á spill-inguna, sem komið hefir í ljós í hinum ýmsu stofnunum, sem mynda Babýlon, síðan þessi boðskapur fyrst var gefinn sumarið 1844. Þar er lýst hræðilegu ásigkomulagi í trúaratriðum; sannleikanum er hafnað í öllum efnum, hugsanir fólksins spillast, hjörtu þess forherðast, þangað til það með öllu er orðið trúlaust og harðsvírað.Þvert á móti aðvörun þeirri, sem Guð hefir gefið, mun fólkið halda áfram að fótumtroða eitt af boðorðunum og ganga lengra og lengra í því atriði, þangað til þeir blátt áfram ofsækja þá, sem halda það heilagt. Kristur er lítilsvirt-ur, með því að orð hans eru fyrirlitin af hans eigin fólki. Eftir því sem kenningar andatrúarinnar eru meira viður-kendar af kirkjunni, eru þau bönd leyst, sem áttu að halda í skefjum mannlegum hjörtum og trúarjátningarn-ar verða notaðar sem kápa til þess að skýla og halda leyndum lægstu hvötum og athöfnum. Trúin á það að andar komi fram opnar veginn fyrir afvegaleiðandi önd-um og illum englum og þeirra verður vart í kirkjunum. DM 314.2
Um Babylon, sem birtist í þessum spádómi, er það sagt, sem hér segir: “pví að syndir hennar hlóðust alt upp til himins og Guð minnist ranglætis hennar”.1Opinb. 18 : 5. Hún hefir fylt mæli synda sinna og eyðilegging vofir því yfir henni. En Guð á enn þá fylgjendur í Babýlon, og áður en refsidómar hans koma, verða hinir trúföstu kallaðir út, til þess að þeir taki ekki þátt í syndum hennar og hreppi ekki plágur hennar. Þannig er líkingin sem engillinn, sem kemur niður frá himnum, uppljómandi jörðina með dýrðarljósi og kallandi hástöfum með sterkri röddu, til-kynnandi dóminn yfir Babýlon. Í sambandi við þessa til-kynningu heyrðist kallað: “Komið út úr henni mitt fólk”. Þessar tilkynningar, ásamt boðskap þriðja engilsins, eru hin síðasta aðvörun, sem koma skal til íbúa jarðarinnar. DM 315.1
Óttalegt er ásigkomulag það, sem heimurinn á að komast í. Völd heimsins, sem ganga í félag gegn boðorð-um Guðs, munu láta þær skipanir út ganga að allir, “smáir og stórir, auðugir og fátækir, frjálsir og ófrjáls-ir”,2Opinb. 13 : 16. skuli hlýða venjum kirkjunnar, með því að halda helgan hinn ranga hvíldardag. Allir þeir, sem neita að hlýða þessu, munu verða fyrir borgaralegum ofsóknum, og loksins verður því lýst yfir að þeir séu dauða sekir. Að hinu leytinu er krafa Guðs lögmáls að hlýtt sé fyrir-skipunum skaparans, að því er snertir helgihald hvíldar-dagsins, og þeim öllum hótað reiði Guðs, er óhlýðnast boðum hans. DM 315.2
Hver sá, er fótumtreður lögmál Guðs, til þess að hlýða boðum mannanna, eftir að hann hefir þannig glögga hugmynd um það, sem rétt er, hann fær á sig merki dýrsins; hann verður auðkendur merki þess er hann vildi fremur hlýða en Guði. Aðvörunin frá Guði er á þessa leið: “Ef einhver tilbiður dýrið og líkneski þess og fær merki á enni sitt eða hönd sína, þá skal sá hinn sami drekka af reiðivíni Guðs, sem byrlað er óblandað í reiði-bikar hans”.3Opinb. 14:9, 10. DM 315.3
En enginn mun verða látinn þola reiði Guðs, fyr en sannleikurinn hefir verið opinberaður huga hans og samvizku og hann hefir hafnað honum. Margir eru þeir, sem aldrei hafa hingað til haft tækifæri til að heyra hinn sérstaka sannleika. Skyldan um það að halda fjórða boðorðið hefir þeim aldrei verið kend eða sýnd í réttu ljósi. Sá sem les allar hugrenningar og rannsakar allan tilgang, lætur engan, sem í sannleika þráir sanna þekk-ingu án upplýsingar viðvíkjandi því um hvað sé deilt. Dómurinn verður ekki feldur yfir neinum í blindni. Hver einasti maður verður látinn öðlast nægilegt ljós til þess að geta valið skynsamlega. DM 315.4
Hvíldardagurinn verður hinn mikli prófsteinn í stað-festu, því hann snertir sérstaklega það sannleiksatriði, sem úr lagi er fært. Þegar síðasta prófið kemur, sem mennirnir verða að taka, þá verður dregin aðskilnaðarlína milli þeirra, sem þjóna Guði og hinna, sem þjóna honum ekki. Á aðra hönd verður hið ranga helgidagshald, sam-kvæmt skipun veraldlegra laga, vitni um fastheldni við það, sem er andstætt Guði og gagnstætt boðorðinu. Á hina hliðina verður helgihald hins rétta hvíldardags, samkvæmt boðorðinu, sönnum um trúfestu við Guð, skap-ara mannanna. Annar flokkurinn fær á sig merki dýrs-ins fyrir það að hlýða mannaboðum, hinn hlýtur innsigli Guðs fyrir það að velja það hlutskifti að fylgja guðlegum boðum. DM 316.1
Guð hefir sent öllum kynslóðum þjóna sína til þess að andæfa syndinni, bæði í hinum veraldlega heimi og í kirkjunni. En fólkið girnist að heyra það eitt sagt, sem lætur vel í eyrum og hinn hreini, óduldi sannleikur fellur mönnum illa í geð. Margir siðabótamenn ásettu sér í byrjun síns mikla starfs að viðhafa hina mestu varfærni þegar þeir réðust á syndina innan kirkjunnar og utan. Þeir vonuðust eftir að geta leitt fólkið aftur til kenninga biblíunnar, með því að lifa flekklausu og kristilegu lífi. En andi Guðs kom yfir þá, eins og hann kom yfir Elias, og knúði þá til þess að segja hreinan sannleikann um spilta konunga og fráfallið fólk. Þeir gátu ekki annað en prédikað blátt áfram kenningar biblíunnar, kenningar, sem þeir höfðu áður veigrað sér við að bera fram. Þeir voru knúðir til þess að prédika með áhuga sannleikann um þá hættu, sem vofði yfir höfðum manna. Orðin, sem Guð lagði þeim á tungu, töluðu þeir án nokkurrar skelfingar og gáfu því engan gaum hvað af kynni að leiða, og fólkið varð nauðugt viljugt að hlusta á aðvaranirnar. DM 316.2
Þannig verður kunngjörður boðskapur hins þriðja engils. Þegar tíminn kemur til þess að boðskapurinn komi fram með mestum krafti, mun Drottinn framkvæma áform sín þannig að hann velji til þess þá, sem lágt eru settir; hann mun leiðbeina hugsunum þeirra, sem helga sig starfi hans. Starfsmennirnir munu fremur valdir með smurningu heilags anda, en hinu að þeir séu fræddir í bókmentastofnunum. Menn sem sterkir eru í trú og bænrækni munu til þess vaktir að útbreiða hinn heilaga boðskap og prédidka það orð, sem til þeirra hefir komið frá Guði. Syndir Babýlonar munu opinberaðar. Hinar-ægilegu afleiðingar, sem af því hljótast að lögvaldið þröngvi til helgihalds innan kirkjunnar; áhrif andatrúar-innar; hinn leynilegi, en fljóti vöxtur og viðgangur páfa-valdsins — alt þetta mun opinberað. Þegar þessar hátið-legu bendingar koma fram, mun fólkið vakna upp við vondan draum. Þúsundir þeirra manna, sem aldrei heyrðu neitt slíkt eða daufheyrðust við því, munu nú hlusta á það með athygli. Með mikilli undrun munu þeir hlusta á þann vitnisburð að Babýlon sé kirkjan, fallin vegna synda og yfirsjóna, með því að hún hafi hafnað þeim sannleika er henni var sendur frá himnum. Þessir menn munu fara á fund hinna fyrri kennara sinna og spyrja þá ýmsra spurninga, svo sem: “Er þetta sannleik-ur?” En prestarnir munu koma fram með alls konar tilbúning; þeir munu spá öllu fögru, til þess að friða menn og komast undan að svara á annan hátt; þeir munu reyna að draga úr óttanum og svæfa hina vakandi sam-vizku. En vegna þess að margir gera sig ekki ánægða með þetta, láta sér ekki nægja mannlegar skýringar og skipanir eingöngu og heimta æðra og fullkomnara svar, sem jafngildi setningunum, “svo segir Drottinn”, munu prestar þeir, sem í hávegum eru hafðir, eins og Faríse-arnir forðum, fyllast reiði og gremju, þegar efast er um vald þeirra; þeir munu fordæma boðskapinn, og segja að hann sé frá Djöflinum, og æsa hinn syndumspilta og heimselskufulla fjölda til þess að ofsækja og svívirða þá, sem boðskapinn flytja. DM 317.1
Þegar deilan breiðist út, þangað sem hún hefir ekki verið áður, og fólkið sér það hversu lög Guðs eru fótum troðin, þá rís Djöfullinn upp með ofsa. DM 317.2
Kraftur sá sem fylgir boðskapnum verður til þess að æsa þá, sem honum veita mótstöðu. Klerkarnir sýna nálega yfirnáttúrlegan ákafa í því að útiloka ljósið, til þess að það skuli ekki skína á hjörð þeirra. Þeir munu neyta allra mögulegra ráða til þess að varna því að þetta mikla atriði sé rætt. Kirkjan mun leita til hins sterka veraldlega valds og þar munu kaþólskir og mótmælendur sameina sig. Þegar hreyfingin til þess að þröngva til helgihalds sunnudagsins vex og magnast, verður lögum beitt gegn þeim, sem halda boðorðin. Þeim verður hótað fangelsi og sektum; sumum verður boðin virðuleg staða og áhrifamikil og ýms önnur verðlaun og þægindi, til þess að fá þá til að afneita trú sinni. En þeir munu stöðugt svara á þessa leið: “Sannið oss villu vora með orði Drottins”. Er það sama svarið, sem Lúter gaf við svipað tækifæri. Þeir sem dregnir verða fyrir lög og dóm, bera sannleikanum óhrekjandi vitnisburð og verður það til þess að sumir þeirra, er heyra þá, snúast til sannleikans og hlýða öllum boðorðum Guðs. Þannig verður ljósið flutt þúsundum sálna, sem annars mundu ekkert vita um þennan sannleika. DM 318.1
Samvizkusamleg hlýðni við Guðs orð verður kölluð uppreist; foreldrarnir munu verða svo blinduð af Djöflin-um, að þeir munu beita hörku og miskunnarleysi við hin trúuðu börn sín; húsbændur munu misþyrma þjónum sinum og þernum. Vinátta og ást mun hverfa; börn gerð arflaus, og rekin burt úr foreldra húsum. Orð Páls postula munu bókstaflega rætast, þar sem hann segir: “Allir sem lifa vilja guðrækilega í samfélagi við Krist Jesúm, munu ofsóttir verða”.12. Tím. 3 : 12. Þegar verjendur sannleikans af-segja að halda helgan sunnudaginn, mun sumum þeirra varpað í fangelsi, sumir reknir í útlegð, sumir seldir í ánauð. Mannlegum skilningi virðist þetta alt ómögulegt nú sem stendur, en með því að Guðs heilagi andi mun yfirgefa menn og þeir verða háðir stjórn Djöfulsins, sem hatar guðlegar fyrirskipanir, þá mun margt undarlegt fram koma. Hjörtu mannanna geta orðið afar grimdarfull, þegar guðsóttinn og kærleikurinn eru þaðan brott numin. DM 318.2
Þegar stormur ofsóknanna nálgast, mun mikill fjöldi þeirra, sem játað hafa trú sína á boðskap þriðja engilsins, en sem ekki hafa verið helgaðir fyrir hlýðnina við sann-leikann, falla frá trú sinni og ganga í lið óvinanna. Með því að sameinast börnum heimsins, og taka þátt í líferni þeirra, læra þeir að skoða málefnin á sama hátt og heim-urinn gerir, og er reynslustundin kemur, verður þeim það að velja hina auðveldu leið, sem höfð er í hávegum. Menn sem hafa yfir miklum gáfum og hæfileikum að ráða og áður fylgdu sannleikanum, munu nú verja viti sínu og áhrifum til þess að afvegaleiða sálir manna og blekkja þær. Þeir verða bitrustu hatursmenn fyrri bræðra sinna. Þegar þeir, sem helgan halda hinn rétta hvíldardag, mæta fyrir rétti og verða að standa fyrir máli sínu og votta trú sína, þá verða hinir fyrri bræður þeirra hættulegustu þjónar djöfulsins til þess að ákæra þá og afvegafæra málstað þeirra, og munu þeir með logn-um vitnisburðum og dylgjum sesa stjórnendurna á móti þeim. DM 319.1
Á þessum tímum ofsóknanna verður reynd til þraut-ar trú og staðfesta þjóna Drottins. Þeir hafa þá trúlega flutt aðvörunina og þeir fylgia aðeins orði Guðs og engu öðru. Andi Guðs, er talar í hjarta þeirra, hvetur þá til þess að mæla. Þeir eru uppörvaðir af heilagri þrá og yfir þeim hvílir drottinlegur kraftur; þeir hefja skyldu-starf sitt án þess að reikna það nákvæmlega út hverjar afleiðingarnar kunni að verða af því að tala til fólksins og flytja því það orð, sem Guð hefir gefið þeim. Þeir hafa ekki athugað hinn stundlega hagnað sinn; ekki hafa þeir heldur hugsað um veraldlegt álit eða líf sitt. Samt munu sumir láta hugfallast, þegar hríðin skellur á, og mótstaða og ávítanir koma úr öllum áttum; munu þeir þá berja sér á brjóst og segja: “Hefðum vér séð fyrir afleiðingarnar af orðum vorum, mundum vér hafa haldið oss í skefjum”. Umhverfis þá hlaðast alls konar erfið-leikar. Djöfullinn ræðst á þá með voðalegum freisting-um. Verkið sem þeir hafa tekist á hendur virðist vera svo erfitt að því verði ekki komið til leiðar. Þeim er hótað dauða og eyðileggingu. Áhuginn sem hélt þeim uppi er nú horfinn, og samt geta þeir ekki snúið aftur. Þegar þeir þannig eru með öllu hjálparlausir, snúa þeir sér til hins volduga Drottins og biðja hann ásjár í bænum sínum. Þeir minnast þess að orðin sem þeir töluðu mæltu þeir ekki af sínu eigin, heldur talaði sá fyrir munn þeirra, sem bauð þeim að aðvara mannkynið. Guð gróðursetti sann-leikann í hjörtum þeirra og þeir gátu ekki annað en boðað hann. DM 319.2
Það sama hafa postular Drottins orðið að reyna á fyrri öldum. Wycliffe, Húss, Tyndall, Baxter og Wesley, kröfðust þess allir að röksemdir þeirra væru raktar til biblíunnar og reyndar þannig. Þeir lýstu því yfir að þeir skyldu falla frá öllum kenningum sínum, sem kæmu í bága við ritninguna eða væru fordæmanlegar af henni. Gegn þessum mönnum var beitt vægðarlausum ofsóknum og grimdaræði; samt hættu þeir ekki að boða sannleik-ann. Mismunandi timabil í sögu kirkjunnar hafa komið fram með þroska og fullkomnun einhvers sérstaks sannleika, sem bezt átti við eða helzt þurfti með og nauðsyn-legt var fyrir þjóna Guðs á þeirri tíð. Hver einasti nýr sannleikur hefir orðið að ryðja sér braut gegn hatri og mótstöðu; þeir sem blessun sannleikans öðluðust urðu fyrir freistingum og reynslu í ýmsri mynd. Drottinn veitir fólki sínu sérstakan sannleika þegar mest ríður á. Hver dirfist að neita að birta þann sannleika ? Guð skipar þjónum sínum að boða heiminum hið síðasta tilboð um miskunn og náð. Þjónar hans geta ekki þagað, nema með því að stofna sálum sínum í háska. Sendiboða Krists varðar ekkert um afleiðingarnar; þeir verða að framfylgja skyldum sínum og fela Guði afleiðingarnar. DM 320.1
Þegar mótstaðan magnast enn þá meir, verða þjónar Guðs í nauðum staddir og þeir verða gagnteknir af hugar-kvöl, því þeim finst sem þeir séu sekir um það að hafa komið óeirðunum til leiðar. En samvizka þeirra og Guðs orð sannfæra þá um, að þeir hafi breytt rétt; og þrátt fyrir það þótt reynslutíminn lengist, þá hljóta þeir styrk til að standast hann. Deilan nálgast og harðnar, en trú-festi þeirra og hugrekki vex eftir því, sem þess er meiri þörf. Vitnisburðir þeirra eru á þessa leið: “Vér dirfumst ekki að afbaka Guðs orð, með því að skifta hinu heilaga lögmáli hans og kalla nokkurn hluta þess áríðandi, en annan hluta lítilsvirði; vér viljum ekki vinna þetta til þess að öðlast hylli heimsins. Drottinn sem vér þjónum er nógu máttugur til þess að frelsa oss. Kristur hefir hertekið völd veraldarinnar, og hví skyldum vér þá ótt-ast hin herteknu, veraldlegu völd?” DM 320.2
Ofsóknir í ýmsri mynd eru og verða æfinlega afleið-ingarnar af því að standa við sannfæringu sína, á meðan Djöfullinn er við líði og kristnin hefir verulegan lífskraft í sér fólginn. Enginn maður getur þjónað Guði án þess að vekja upp á móti sér öll öfl myrkraríkisins. Illir and-ar ráðast á hann af skelfingu yfir því að hann sé að ná bráðinni úr höndum þeirra. Illir menn, sem flytjendur sannleikans hafa sett ofan í við, sameinast hinum illu öndum og reyna að láta þjóna Guðs falla frá honum með alls konar freistingum. Þegar þetta hepnast ekki, þá er beitt hnefarétti til þess að þvinga og þröngva samvizku manna. DM 321.1
Engillinn, sem tekur undir með þriðja englinum í flutning boðskaparins, á að uppljóma alla jörðina með dýrð sinni. Hér er spáð um kraft, sem taka á yfir allan heim og er takmarkalaus. Endurkomuhreyfingin 1840 til 1844 var dýrðleg opinberun um kraft Guðs. Boðskapur þriðja engilsins komst til allra trúboðsstöðva í heiminum, og í sumum löndum varð svo mikil trúvakning að slíks eru engin dæmi síðan á dögum siðabótarinnar á sextándu öldinni; en þetta skeður þó í enn þá stærri stíl með hinni voldugu hreyfingu, sem upp kemur við síðasta boðskap hins þriðja engils. DM 321.2
Þjónar Drottins munu fara frá einum stað í annan, til þess að kunngjöra boðskapinn frá himnum, og munu ásjónur þeirra ljóma af heilagri dýrð. Þúsundir radda um allan heim munu tilkynna boðskapinn og aðvörunina; kraftaverk munu gerð, sjúkir munu læknaðir, og tákn og stórmerki ske þar sem hinir trúuðu fara. Djöfullinn mun einnig vinna með blekkingar kraftaverkum; hann mun jafnvel kalla eld af himni í augsýn manna. Þannig verða íbúar jarðarinnar að skipa sér undir merki annars hvors. DM 321.3
Boðskapiuúnn verður ekki fluttur eins mikið með rökfærslum eins og með djúpri sannfæringu af völdum heilags anda. Röksemdirnar hafa þegar komið fram; sæðinu hefir verið sáð, en nú mun það koma upp og bera ávöxt. Rit sem út hafa verið gefin og útbreidd af trú-boðum, hafa ekki verið áhrifalaus; samt sem áður eru þeir margir, sem orðið hafa fyrir áhrifum, en hafa ekki skilið sannleikann eða verið hindraðir frá að hlýða honum. Nú þrengjast ljósgeislarnir inn á alla vegu; nú sést sann-leikurinn í öllum sínum skírleika og hin trúu börn Guðs skera þau bönd, sem hafa haldið þeim. Heimilisbönd, trúarbragða-og kirkjubönd slitna nu sem brunninn þráð-ur. Sannleikurinn er þeim dýrmætari en alt annað til samans. Þrátt fyrir öll sameinuð öfl á móti sannleikan-um, þá skipa sér samt margir undir merki Guðs. DM 321.4