Go to full page →

Kafla 15—Spurning um heiðarleika RR 48

Lokaður, eigingjarn andi virðist hindra menn í að gefa Guði það sem honum tilheyrir. Guð gerði sérstakan sáttmála við mennina um, að ef þeir settu reglulega til hliðar þann hluta sem ætlaður er til eflingar konungsríki Krists, myndi Drottinn blessa þá ríkulega, þannig að ekki yrði rými til að veita gjöfum hans viðtöku. En ef menn halda til baka því sem tilheyrir Guði, segir Guð greinilega: “Mikil bölvun hvílir yfir yður.” . . . - Mal 3, 9. RR 48.2

Undansláttur við skýr boðorð Guðs varðandi tíundir og gjafir er skráður í bókum himinsins sem rán gagnvart honum. RR 48.3

Enginn sá sem er óheiðarlegur við Guð eða við meðbróður sinn getur öðlast sanna auðsæld ... - R&H 17. des. 1889. RR 48.4