Go to full page →

Að fyrirgera friði samviskunnar RR 48

Heimurinn rænir Guð í stórum stíl. Þeim mun meira sem hann gefur af auðæfum, þeim mun meir gera menn tilkall til að eiga þau sjálfir og að geta notað þau eins og þeim þóknast. En eiga játendur Krists að fylgja fordæmi heimsins? Eigum við að fyrirgera friði samviskunnar, samfélagi við Guð og bræðralagi við trúsystkin okkar vegna þess að við bregðumst því að helga málefni hans þann hluta sem hann hefur gert tilkall til? RR 48.5

Bræður og systur, ef Drottinn hefur blessað ykkur með efnum, lítið þá ekki á þau sem ykkar eigin. Lítið svo á að Drottinn hafi treyst ykkur fyrir þeim og verið sönn og heiðarleg í að greiða tíundir og gjafir. — R&H 17. des. 1889. RR 49.1