Go to full page →

Að rœna Guð RR 52

Að hafa nafn ykkar í safnaðarbókinni gerir ykkur ekki að kristnum einstaklingum. Þið eigið að færa gjafir ykkar á fórnaraltarið og samstarfa með Guði eftir bestu getu, svo að hann geti opinberað fegurð sannleika síns í gegnum ykkur. Haldið ekki í neitt sem frelsarinn á. Allt tilheyrir honum. Pið hefðuð ekkert að gefa, hefði.hann ekki fyrst gefið ykkur. RR 52.2

Eigingirni hefur komið inn og hefur úthlutað sjálfri sér það sem tilheyrir Guði. Þetta er ágirnd, sem er hjáguðadýrkun . . . RR 52.3

Almennt talað, er ekki skortur á efnum meðal Sjöunda dags aðventista. En margir Sjöunda dags aðventistar gera sér ekki grein fyrir þeirri ábyrgð sem á þeim hvílir í að samstarfa með Guði og Kristi í frelsun sálna . . . Holdsveiki eigingirninnar hefur lagst á söfnuðinn. Drottinn Jesú Kristur mun lækna söfnuðinn af þessum hræðilega sjúkdóm ef hann vill læknast. Meðalið er að finna í fimmtugasta og áttunda kafla Jesaja. - R&H 10. des. 1901. RR 52.4