Go to full page →

Gefendum launað þó gjöfum sé misvarið RR 99

Fátækar fjölskyldur sem höfðu orðið fyrir hinum helgu áhrifum sannleikans og sem þar af leiðandi mátu hann og voru Guði þakklátar fyrir hann, hafa haldið að þær gætu og ættu að neita sér um jafnvel nauðsynjar lífsins til að færa inn fórnir sínar í fjárhirslu Drottins. Sumir hafa gefið frá sér fatnað sem þeir þurftu í rauninni á að halda til að þeim liði vel. Aðrir hafa selt þá einu kú sem þeir áttu og hafa helgað Guði það sem þeim ávannst á þann hátt ... RR 99.3

Jafnvel þó þeim efnum sem þannig eru helguð sé misvarið, þannig að þau komi ekki til leiðar því sem gefandinn hafði í huga - dýrð Guði og frelsun sálna - munu þeir sem færðu fórnina í einlægni sálarinnar, í því eina augnamiði að verða Guði til dýrðar, ekki fara á mis við laun sín. — 2 T 518, 519. RR 99.4