Go to full page →

Fyrsta lexían - sjálfsafneitun RR 133

Ég hef séð fátækar fjölskyldur glíma við skuldir, en samt voru börnin ekki þjálfuð í sjálfsafneitun til að aðstoða foreldra sína. í einni fjölskyldu sem ég heimsótti létu dæturnar í ljós iöngun sína í dýrt píanó . . . RR 133.3

í annarri heimsókn sá ég þetta eftirsótta hljóðfæri á heimilinu og vissi að nokkrum hundruðum dollara hafði verið bætt við skuldabyrðina. Ég veit varla hvorum ég á frekar að kenna um, eftirlátssömum foreldrunum eða eigingjörnum börnunum. Báðir aðilar eru sekir frammi fyrir Guði. Þetta eina tilfelli lýsir mörgum slíkum. Þessar ungu persónur hafa aldrei tekið upp kross Krists, þó þær játi sig vera kristnar. Fyrsta lexían sem kemur frá Kristi er lexía sjálfsafneitunar. Frelsari okkar sagði: “Vilji einhver fylgja mér, þá afneiti hann sjálfum sér og taki upp kross sinn og fylgi mér.” Á engan hátt getum við orðið lærisveinar Krists nema með því að fara eftir þessum skilyrðum. - Signs 31. mars 1887. RR 133.4