Go to full page →

Kafla 49—Að verða málefni Guðs til minnkunar RR 134

Trúarbrögðin sem þú játar gera það jafnmikla skyldu fyrir þig að nýta tíma þinn á vinnudögunum sex til starfa, eins og að fara í kirkju á hvíldardeginum. Þú ert ekki kostgæfinn í starfi. Þú lætur klukkustundir, daga og jafnvel vikur líða án þess að koma nokkru í verk. Sú besta ræða sem þú gætir flutt heiminum er að sýna afgerandi siðbót í lífi þínu og sjá um þína eigin fjölskyldu . . . RR 134.1

Þú ert ekki alltaf nákvæmur í að greiða upp réttmætar skuldir þínar, heldur flytur þig á annan stað . . . RR 134.2

Guð hefur gefið þér krafta og kunnáttu, en þú hefur ekki notað það. Styrkleiki þinn er nægilegur til að sjá að fullu fyrir fjölskyldu þinni. Farðu á fætur á morgnana meðan stjörnurnar skína, ef þörf krefur. Leggðu áform um að gera eitthvað og komdu því svo í framkvæmd. Stattu við öll þín greiðsluloforð, nema sjúkdómur knésetji þig. Betra er að þú neitir þér um mat og svefn en að þú haldir frá öðrum því sem þú réttilega skuldar þeim. - 5 T179, 180. RR 134.3