Go to full page →

RANNSAKIÐ RITNINGARNAR, 18. Janúar DL 24

Hvílíkt djúp ríkdóms og speki og þekkingar Guðs. Hversu órannsakandi dómar hans og órekjandi vegir hans. Róm. 11, 33 DL 24.1

Í ritningunum liggja þúsundir sannleiksperla huldar þeim er einungis leita á yfirborðinu. Sannleiksnáman þrýtur aldrei. Því meir sem þið rannsakið ritningarnar með auðmjúkum hjörtum þeim mun meiri verður áhugi ykkar og þeim mun meir finnst ykkur þið þurfa að hrópa með Páli: “Hvílíkt djúp ríkdóms og speki og þekkingar Guðs... ” DL 24.2

Á hverjum degi ættuð þið að læra eitthvað nýtt úr ritningunum. Rannsakið þær eins og væruð þið að leita að huldum fjársjóði, því að þær innihalda orð eilífs lífs. Biðjið um visku og speki til að skilja þessi helgu rit. Ef þið gerið þetta munuð þið fínna nýja dýrð í orði Guðs. Ykkur mun finnast þið hafa meðtekið nýtt og dýrmætt ljós um efni varðandi sannleikann og ritningamar munu stöðugt öðlast nýtt gildi að ykkar mati. 455T, 266 DL 24.3

Hin miklu sannindi sem nauðsynleg eru til endurlausnar eru gerð eins ljós og hádegi... Eitt einstakt vers hefur á liðna tímanum og mun í framtíðinni reynast ilmur af lífi til lífs fyrir marga sál. Þegar menn rannsaka af kostgæfni, munu í Biblíunni opnast nýir fjársjóðir sannleika, sem eru huganum eins og skærir demantar. 46Signs, July 11, 1906 DL 24.4

Þið verðið að grafa djúpt í námu sannleikans ef þið ætlið að finna hina dýrmætustu fjársjóðu. Þið getið fundið hið sanna innihald vers með því að bera saman grein við grein. En ef þið gerið ekki hinar heilögu kenningar Guðs orðs að reglu og leiðsögn í lífi ykkar mun sannleikurinn vera ykkur einskis virði... Ef einhver hluti orðs Guðs fordæmir einhvern vana, sem þið hafíð alið á, einhverja tilfinningu, sem þið hafið látið eftir eða einhvern anda, sem þið hafið sýnt, skulið þið ekki snúa ykkur frá orði Guðs. Snúið ykkur heldur frá hinum illu gerðum ykkar og látið Jesús helga hjörtu ykkar. 47YI, July 28, 1892 DL 24.5