Go to full page →

BIBLÍAN Á SÉR ENGAN LÍKA, 19. Janúar DL 25

Kalla þú á mig og mun ég svara þér og kunngera þér mikla hluti og óskiljanlega, erþú hefur eigi þekkt. Jer. 33, 3 DL 25.1

Ekkert nám mun göfga svo hverja hugsun, tilfinningu, og löngun sem það að nema ritningarnar. Engin önnur bók getur fullnægt svo spurningum hugans og kröfum hjartans. Með því að öðlast þekkingu á orði Guðs og gefa gaum að því, geta menn hafíð sig upp úr djúpum fáfræði og spillingar og orðið synir Guðs, félagar syndlausra engla... DL 25.2

Sem menntandi afl á Biblían engan jafningja. Ekkert mun veita hæfileikunum þvílíkan kraft sem tilraun til að grípa hin feykimiklu sannindi orðsins. Hugurinn lagar sig smám saman eftir þeim efnum, sem hann er látinn dvelja við. Ef hann fæst einungis við hversdagsleg efni verður hann dvergvaxinn og veikbyggður... DL 25.3

Vegna þess hve stíll og efni Biblíunnar er fjölbreytt, hefur hún eitthvað til að vekja áhuga hvers hugar og skírskota til hvers hjarta... Í henni eru tekin með sannindi, sem mjög einfaldlega er sagt frá — meginreglur, sem eru eins háar og himinninn og spanna eilífðina. 48Signs, April 11, 1906 DL 25.4

Biblían inniheldur verðmæta leiðbeiningu fyrir hverja lífsstöðu og hvert svið mannlegrar reynslu. Ráðamaður og þegn, húsbóndi og þjónn, kaupandi og seljandi, lánveitandi og lánþegi, foreldri og barn, kennari og nemandi — allir geta í henni fundið lexíur, sem eru óendanlega mikils virði. DL 25.5

En framar öllu öðru setur orð Guðs fram áform endurlausnarinnar: sýnir hvernig er hægt að sætta syndugan mann við Guð, setur fram hinar miklu meginreglur sannleika og skyldu sem ætti að ráða í lífi okkar og lofar okkur guðlegri hjálp við að halda þær. Það teygir sig út yfir þetta hraðfleyga líf, út yfir hina skömmu og úfnu sögu mannkynsins. Það opnar eilífar tíðir sjónum okkar — tíðir óspilltar af synd og ósnertar af sorg. 49R&H, Aug. 22, 1912 DL 25.6